Handbolti

Ólafur: Hlutirnir gengu ekki frá fyrstu mínútu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, var vonsvikinn í viðtalið við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann Stöðvar 2 Sport eftir 24-27 tap á móti Þjóðverjum á HM í handbolta í kvöld.

„Hlutirnir gengu ekki frá fyrstu mínútu. Þeir voru agressívir, við vorum að skjóta illa og láta hann verja mikið í byrjun. Við erum síðan að elta þá allan leikinn," sagði Ólafur.

„Við hefðum alveg getað fengið eitthvað með okkur í dómgæslunni og þá hefði þetta eitthvað getað breyst. Við vorum bara ekki að sýna okkar besta og vorum langt frá okkar besta. Við þurfum að sýna okkar besta til að vinna Þjóðverja," sagði Ólafur.

„Staðan er bara þannig að við þurfum að vinna næstu tvo leiki og byrjum á Spánverjum. Menn sýna mestan karakter þegar á móti blæs og við verðum að passa ekki að sökkva of djúpt niður. Við þurfum bara að skoða þá vel og fara fjallabaksleiðina eins og við höfum oft farið," sagði Ólafur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×