Handbolti

Róbert: Við gefumst ekki upp við þetta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Gunnarsson átti góðan leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þegar Ísland tapaði 24-27 á móti Þjóðverjum í fyrsta leik sínum í milliriðli á HM í handbolta í kvöld. Róbert gat ekki falið svekkelsið í í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann Stöðvar 2 Sport, eftir leikinn.

„Þetta eru að sjálfsögðu mikil vonbrigði því þetta var ekki það sem við lögðum upp með Því miður kom að því að við töpuðum," sagði Róbert sem skoraði fimm mörk í leiknum.

„Við þurfum bara að fara Fjallabaksleiðina eins og við höfum oft farið áður og við gefumst ekki upp við þetta. Við þurfum bara að halda áfram, taka það góða úr þessum leik og skilja það slæma eftir. Við verðum að halda áfram," sagði Róbert sem fékk lítið gefið frá dómurunum í þessum leik.

„Þeir eru dómararnir og hljóta að hafa rétt fyrir sér. Það þýðir ekkert að röfla í þeim en auðvitað er maður ekki alltaf sammála. Það er ekkert við þessu að gera og við verðum bara að spila betur en dómararnir," sagði Róbert.










Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×