Handbolti

Ólafur: Vorum ekki nógu góðir

Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar

Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði sagði eftir leikinn í kvöld að íslenska landsliðið hefði einfaldlega ekki verið nógu gott að þessu sinni.

"Það fór flest úrskeiðis fyrir utan markvörsluna. Sárt að vinna ekki leik þegar hún er svona góð. Við vorum ekki nógu beittir í sókninni og hraðaupphlaupum og því fór sem fór," sagði Ólafur.

"Þeir voru kannski búnir að fá sig fullsadda af því að tapa alltaf fyrir okkur og undirbjuggu sig vel. Við gerðum það reyndar líka.

"Við erum að elta allan leikinn. Ég hélt við værum að komast í gang er við jöfnuðum. Við vorum nokkuð frá okkar besta. Við vorum bara ekki nógu góðir.

"Spánverjarnir eru sterkir og erfiðir. Það bíða okkar erfið verkefni en til þess erum við nú hérna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×