Sport

Bestu tilþrifin úr leik Íslands og Frakklands - úr HM þætti Þorsteins J.

Ísland tapaði gegn heims - Evrópu og Ólympíumeistaraliði Frakklands í lokaleiknum i milliriðli 1 á HM í handbolta í gærkvöld 34-28. Næsti leikur er á föstudag gegn Króatíu um fimmta sætið en besti árangur Íslands á HM er fimmta sætið í Japan árið 1997. Í HM þætti þætti Þorsteins J. á Stöð 2 sport var þessi klippa sýnd úr leiknum og tónlistarkryddið kemur frá Írlandi.

Handbolti

Danir þurfa að spila í Kristianstad

Í fyrsta sinn á HM í Svíþjóð þarf danska landsliðið að spila annars staðar en í Malmö. Liðið leikur gegn Spáni í undanúrslitum keppninnar og fer sá leikur fram í Kristianstad.

Handbolti

Milliriðlamartröðin hélt áfram

Strákarnir okkar töpuðu öllum sínum leikjum í milliriðli HM. Úrslitin voru þó okkur hagstæð í gær og Ísland spilar um fimmta sætið og er þar af leiðandi öruggt með sæti í umspili Ólympíuleikanna.

Handbolti

Oddur: Var svolítið stressaður

Akureyringurinn efnilegi Oddur Gretarsson lék sinn fyrsta leik á HM í kvöld. Hann byrjaði HM-ferilinn ekki á neinum smá leik gegn heims, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka.

Handbolti

Ólafur: Við vildum meira

Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði.

Handbolti

Guðjón Valur: „Óánægðir með að komast ekki í undanúrslit“

„Okkur fannst við skulda sjálfum okkur, íslensku þjóðinni og stuðningsmönnum liðsins hér í Svíþjóð það að gefa allt í þetta sem við eigum. Því miður dugði það ekki til. Við erum orðnir frekar fáliðaðir og það er heldur erfitt gegn liði á borð við Frakka,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir leikinn gegn Frökkum.

Handbolti

Onesta: Hugsuðum einungis um að vinna

Claude Onesta, þjálfari Frakka, var sáttur eftir öruggan sigur franska liðsins á því íslenska í Jönköping í kvöld. Með sigrinum tryggðu Frakkar sér efsta sæti milliriðilsins og munu mæta Svíum í undanúrslitum á föstudag. Hann blés á allt tal um að Frakkar hefðu hugsað um að þeir gætu valið sér mótherja í undanúrslitum, en um það hafði verið rætt þar sem leikur Dana og Svía lauk háfltíma áður en leik Frakka og Íslendinga lauk.

Handbolti

Guðmundur: „Það náðist stórkostlegur áfangi í dag“

„Sóknarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik og varnarleikurinn skulum við segja að hann hafi verið í lagi,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir 34-28 tapið gegn Frökkum í kvöld. Guðmundur setti spurningamerki við dómgæsluna á mótinu.

Handbolti

Danir lögðu Svía og mæta Spánverjum

Danir tryggðu sér efsta sætið í milliriðli 2 á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld með 27-24 sigri gegn Svíum. Staðan var 16-11 fyrir Dani í hálfleik og þeir mæta Spánverjum í undanúrslitum á föstudaginn og Svíar mæta Frökkum.

Handbolti

Akureyri og FH drógust saman í bikarnum

Það var dregið í undanúrslit Eimskipsbikars karla og kvenna í þættinum hjá Þorsteini J. á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem stórleikurinn er á milli Akureyringa og FH-inga sem þegar eru búin að leika einn úrslitaleik á þessu tímabili.

Handbolti

Króatar unnu Pólverja og tryggðu sér leik á móti Íslandi

Króatar tryggðu sér þriðja sætið í milliriðli 2 með því að vinna fjögurra marka sigur á Pólverjum í dag, 28-24 en bæði lið hefðu tryggt sig inn í forkeppni Ólympíuleikanna með sigri. Króatar byrjuðu ekki vel en sigur liðsins var aldrei í hættu í seinni hálfleik.

Handbolti

Ísland spilar um 5. sætið á HM - Spánverjar unnu Ungverja

Það voru sannkölluð draumaúrslit fyrir okkur Íslendinga í okkar milliriðli í dag því Spánverjar voru að vinna sex marka sigur á Ungverjum, 30-24 en áður höfðu Norðmenn unnið Þjóðverja. Ísland spilar því um fimmta sætið við Króata á HM og er jafnframt öruggt með sæti í forkeppni Ólympíuleikanna.

Handbolti