Handbolti

Danir lögðu Svía og mæta Spánverjum

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Mikkel Hansen var atkvæðamikill gegn Svíum.
Mikkel Hansen var atkvæðamikill gegn Svíum. AFP

Danir tryggðu sér efsta sætið í milliriðli 2 á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld með 27-24 sigri gegn Svíum. Staðan var 16-11 fyrir Dani í hálfleik og þeir mæta Spánverjum í undanúrslitum á föstudaginn og Svíar mæta Frökkum.

Lars Christiansen skoraði 9 mörk fyrir Dani og Mikkel Hansen skoraði 5. Kim Ekdahl Du Rietz var markahæsti leikmaður Svía með 5 mörk og Niclas Ekkberg skoraði 4. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálflei en í stöðunni 9-9 tóku Danir rispu og skoruðu átta mörk gegn þremur.

Sigur Dana var aldrei í hættu í síðari hálfleik og þeir lönduðu öruggum þriggja marka sigri.

Michael V. Knudsen lék sinn fyrsta leik með Dönum á þessu móti en hann var kallaður inn í liðið fyrir nokkrum dögum. Hann skoraði þrjú mörk og mun hann styrkja danska liðið verulega.

Lasse Boesen meiddist í liði Dana í leiknum en hann verður samkvæmt dönskum fjölmiðlum klár í slaginn gegn Spánverjum á föstudag.

Kim Andersson lék ekki með Svíum en hann er puttabrotinn og Oscar Carlén sem átti að fylla skarð hans var einnig frá vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×