Milliriðlamartröðin hélt áfram Henry Birgir Gunnarsson í Jönköping skrifar 26. janúar 2011 06:00 Vignir Svavarsson stóð vaktina í fjarveru Ingimundar Ingimundarssonar sem var frá vegna meiðsla. Hann skilaði einnig sínu í sókninni og skoraði þrjú mörk. Mynd/Valli Heims, Evrópu- og ólympíumeistarar Frakka unnu næsta þægilegan sigur, 34-28, á Íslandi í gær. Þetta var lokaleikur milliriðilsins og strákarnir eiga því aðeins eftir að spila einn leik á HM í Svíþjóð. Leikurinn skipti í raun engu máli fyrir Ísland því fyrir leik varð ljóst að Ísland myndi hafna í þriðja sæti riðilsins og spila við Króatíu um fimmta sætið á mótinu. Engu að síður höfðu leikmenn íslenska liðsins eflaust sitt hvað að sanna fyrir sjálfum sér gegn liðinu sem hefur staðið í vegi fyrir því að þeir ynnu gull á stórmóti. Íslenska liðið var án Ingimundar Ingimundarsonar og Ólafs Stefánssonar sem eru báðir meiddir á hné. Ólafur var þó til taks á bekknum en kom ekki við sögu. Strákarnir byrjuðu leikinn ágætlega. Virtust vera með ágætar lausnir við agressívum varnarleik franska liðsins og leiddu framan af. Frakkarnir voru þó fljótir að hressast. Þeir tóku í kjölfarið öll völd á vellinum og virtust ætla að keyra yfir Íslendinga. Staðan 3-7 eftir tíu mínútur og Guðmundur tók leikhlé. Það skilaði sínu því strákarnir stigu aftur á bensínið og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn á ný. Munurinn var aðeins þrjú mörk í leikhléi, 13-16, og íslenska liðið átti alla möguleika til þess að gera eitthvað í síðari hálfleik. Frakkarnir byrjuðu síðari hálfleikinn betur og náðu fljótt sex marka forskoti. Sem fyrr neituðu strákarnir okkar að gefast upp og gerðu allt hvað þeir gátu til þess að komast aftur inn í leikinn. Frakkarnir voru aftur á móti of sterkir. Þeir héldu strákunum alltaf í hæfilegri fjarlægð og unnu öruggan sigur. Mynd/Valli Þó svo það sé vissulega frábært að leika um fimmta sætið á stórmóti þá er árangurinn í milliriðlinum gríðarleg vonbrigði. Allir þrír leikirnir töpuðust og það á sannfærandi hátt. Strákarnir komu í góðri stöðu inn í riðilinn en tapið gegn Þjóðverjum virtist rota liðið. Menn voru ekki tilbúnir í þann leik og ekki heldur í leikinn gegn Spánverjum. Frakkarnir voru svo of sterkir. Þeir virtust ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að vinna okkar menn sannfærandi. Það er vonandi að strákarnir sýni þann anda og neista sem fylgdi liðinu í riðlakeppninni er það tekur á móti Króötum. Það væri gott að enda þetta mót á góðum nótum eftir þennan skelfilega milliriðil. Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Heims, Evrópu- og ólympíumeistarar Frakka unnu næsta þægilegan sigur, 34-28, á Íslandi í gær. Þetta var lokaleikur milliriðilsins og strákarnir eiga því aðeins eftir að spila einn leik á HM í Svíþjóð. Leikurinn skipti í raun engu máli fyrir Ísland því fyrir leik varð ljóst að Ísland myndi hafna í þriðja sæti riðilsins og spila við Króatíu um fimmta sætið á mótinu. Engu að síður höfðu leikmenn íslenska liðsins eflaust sitt hvað að sanna fyrir sjálfum sér gegn liðinu sem hefur staðið í vegi fyrir því að þeir ynnu gull á stórmóti. Íslenska liðið var án Ingimundar Ingimundarsonar og Ólafs Stefánssonar sem eru báðir meiddir á hné. Ólafur var þó til taks á bekknum en kom ekki við sögu. Strákarnir byrjuðu leikinn ágætlega. Virtust vera með ágætar lausnir við agressívum varnarleik franska liðsins og leiddu framan af. Frakkarnir voru þó fljótir að hressast. Þeir tóku í kjölfarið öll völd á vellinum og virtust ætla að keyra yfir Íslendinga. Staðan 3-7 eftir tíu mínútur og Guðmundur tók leikhlé. Það skilaði sínu því strákarnir stigu aftur á bensínið og unnu sig hægt og rólega inn í leikinn á ný. Munurinn var aðeins þrjú mörk í leikhléi, 13-16, og íslenska liðið átti alla möguleika til þess að gera eitthvað í síðari hálfleik. Frakkarnir byrjuðu síðari hálfleikinn betur og náðu fljótt sex marka forskoti. Sem fyrr neituðu strákarnir okkar að gefast upp og gerðu allt hvað þeir gátu til þess að komast aftur inn í leikinn. Frakkarnir voru aftur á móti of sterkir. Þeir héldu strákunum alltaf í hæfilegri fjarlægð og unnu öruggan sigur. Mynd/Valli Þó svo það sé vissulega frábært að leika um fimmta sætið á stórmóti þá er árangurinn í milliriðlinum gríðarleg vonbrigði. Allir þrír leikirnir töpuðust og það á sannfærandi hátt. Strákarnir komu í góðri stöðu inn í riðilinn en tapið gegn Þjóðverjum virtist rota liðið. Menn voru ekki tilbúnir í þann leik og ekki heldur í leikinn gegn Spánverjum. Frakkarnir voru svo of sterkir. Þeir virtust ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að vinna okkar menn sannfærandi. Það er vonandi að strákarnir sýni þann anda og neista sem fylgdi liðinu í riðlakeppninni er það tekur á móti Króötum. Það væri gott að enda þetta mót á góðum nótum eftir þennan skelfilega milliriðil.
Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira