Strákarnir áttu aldrei séns gegn Frökkum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2011 21:18 Vignir Svavarsson átti fínan leik í fjarveru Ingimundar Ingimundarsonar. Mynd/Valli Ísland tapaði fyrir Frakklandi í lokaumferð milliriðlakeppninnar á HM í handbolta sem lauk þar með, 34-28. Ísland var þó öruggt með þriðja sæti milliriðils 1 fyrir leikinn og spilar á föstudaginn við Króatíu um 5.-6. sætið á HM í Svíþjóð. Ísland hefur náð best fimmta sæti á heimsmeistaramóti og getur þar með jafnað þann árangur. Ísland tapaði þar með öllum leikjum sínum í milliriðlakeppninni - fyrir Þýskalandi, Spáni og Frakklandi. Frakkar urðu í efsta sæti riðilsins og mæta Svíum í undanúrslitum á föstudagskvöldið. Í hinni undanúrslitaviðureiginni eigast við Danir og Spánverjar. Þrátt fyrir tapið náðu strákarnir að spila sinn besta leik í milliriðlakeppninni. Þeir gáfust aldrei upp en mættu einfaldlega ofjörlum sínum í kvöld. Frakkar voru bara betri. Eftir fína byrjun þar sem Ísland komst í 3-1 skoruðu Frakkar sex mörk í röð og litu aldrei um öxl. Staðan í hálfleik var 16-13. Heimsmeistararnir stungu þá Ísland aldrei af í seinni hálfleik eins og þeir hafa gert gegn svo mörgum öðrum liðum. Strákarnir börðust til síðasta blóðdropa en voru stundum óheppnir. Skot höfnuðu í stönginni og vafasamir dómar féllu Frökkum í hag. Björgvin Páll átti fína spretti í markinu en datt þó niður í seinni hálfleik. Ingimundur Ingimundarson var fjarverandi vegna meiðsla en Vignir Svavarsson stóð vaktina í hans fjarveru og var einn besti leikmaður Íslands í leiknum. Hann skoraði einnig þrjú mörk. Sem fyrr var Alexander Petersson allt í öllu í sóknarleiknum. Hann átti enn einn stórleikinn og miðað við frammistöðu hans í Svíþjóð hlýtur hann að koma til greina í úrvalslið mótsins. Þó sýndu fleiri góða spretti. Aron var óheppinn með skotin sín en gafst aldrei upp. Róbert Gunnarsson var mjög öflugur á línunni og gaf ekkert eftir í slagnum við Didier Dinart og félaga. Guðjón, Snorri, Þórir, Ásgeir og Arnór sýndu inn á milli hversu vel þeir geta spilað en of sjaldan. En þrátt fyrir þrjá tapleiki verður alls ekki tekið af strákanum að það er frábær árangur að spila um 5.-6. sæti á heimsmeistaramóti. En flestir, ekki síst þeir sjálfur, höfðu meiri væntingar til liðsins.Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Ísland - Frakkland.Ísland - Frakkland 28-34 (13-16)Mörk Íslands (skot): Alexander Petersson 6 (13), Róbert Gunnarsson 5 (7), Vignir Svavarsson 3 (4), Aron Pálmarsson 3 (11), Guðjón Valur Sigurðsson 3 (5), Þórir Ólafsson 3 /1 (6/1), Snorri Steinn Guðjónsson 2/1 (3/2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1), Arnór Atlason 1 (3), Sigurbergur Sveinsson 1 (1), Oddur Gretarsson 0 (2)Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12 (40/2, 30%), Hreiðar Levy Guðmundsson 1 (7, 14%).Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Þórir 2, Vignir 2, Ásgeir örn, Guðjón Valur, Alexander)Fiskuð víti: 3 (Vignir, Alexander, Róbert).Brottvísanir: 10 mínútur (Sverre rautt)Mörk Frakklands (Skot): Nikola Karabatić 7 (10), Xavier Barachet 6 (7), William Accambray 4 (5), Jérôme Fernandez 4 (6), Luc Abalo 3(4), Bertrand Gille 3 (5), Michaël Guigou 3/2 (5/2), Samuel Honrubia 2 (3), Cédric Sorhaindo 2 (4).Varin skot: Daouda Karaboué 14/1 (29/3, 48%), Thierry Omeyer 7 (13, 54%).Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Fernandez, Gille, Honrubia, Abalo, Guigou)Fiskuð víti: 2 (Guillaume Joli, Sorhaindo).Brottvísanir: 6 mínútur. Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Frakklandi í lokaumferð milliriðlakeppninnar á HM í handbolta sem lauk þar með, 34-28. Ísland var þó öruggt með þriðja sæti milliriðils 1 fyrir leikinn og spilar á föstudaginn við Króatíu um 5.-6. sætið á HM í Svíþjóð. Ísland hefur náð best fimmta sæti á heimsmeistaramóti og getur þar með jafnað þann árangur. Ísland tapaði þar með öllum leikjum sínum í milliriðlakeppninni - fyrir Þýskalandi, Spáni og Frakklandi. Frakkar urðu í efsta sæti riðilsins og mæta Svíum í undanúrslitum á föstudagskvöldið. Í hinni undanúrslitaviðureiginni eigast við Danir og Spánverjar. Þrátt fyrir tapið náðu strákarnir að spila sinn besta leik í milliriðlakeppninni. Þeir gáfust aldrei upp en mættu einfaldlega ofjörlum sínum í kvöld. Frakkar voru bara betri. Eftir fína byrjun þar sem Ísland komst í 3-1 skoruðu Frakkar sex mörk í röð og litu aldrei um öxl. Staðan í hálfleik var 16-13. Heimsmeistararnir stungu þá Ísland aldrei af í seinni hálfleik eins og þeir hafa gert gegn svo mörgum öðrum liðum. Strákarnir börðust til síðasta blóðdropa en voru stundum óheppnir. Skot höfnuðu í stönginni og vafasamir dómar féllu Frökkum í hag. Björgvin Páll átti fína spretti í markinu en datt þó niður í seinni hálfleik. Ingimundur Ingimundarson var fjarverandi vegna meiðsla en Vignir Svavarsson stóð vaktina í hans fjarveru og var einn besti leikmaður Íslands í leiknum. Hann skoraði einnig þrjú mörk. Sem fyrr var Alexander Petersson allt í öllu í sóknarleiknum. Hann átti enn einn stórleikinn og miðað við frammistöðu hans í Svíþjóð hlýtur hann að koma til greina í úrvalslið mótsins. Þó sýndu fleiri góða spretti. Aron var óheppinn með skotin sín en gafst aldrei upp. Róbert Gunnarsson var mjög öflugur á línunni og gaf ekkert eftir í slagnum við Didier Dinart og félaga. Guðjón, Snorri, Þórir, Ásgeir og Arnór sýndu inn á milli hversu vel þeir geta spilað en of sjaldan. En þrátt fyrir þrjá tapleiki verður alls ekki tekið af strákanum að það er frábær árangur að spila um 5.-6. sæti á heimsmeistaramóti. En flestir, ekki síst þeir sjálfur, höfðu meiri væntingar til liðsins.Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Ísland - Frakkland.Ísland - Frakkland 28-34 (13-16)Mörk Íslands (skot): Alexander Petersson 6 (13), Róbert Gunnarsson 5 (7), Vignir Svavarsson 3 (4), Aron Pálmarsson 3 (11), Guðjón Valur Sigurðsson 3 (5), Þórir Ólafsson 3 /1 (6/1), Snorri Steinn Guðjónsson 2/1 (3/2), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1), Arnór Atlason 1 (3), Sigurbergur Sveinsson 1 (1), Oddur Gretarsson 0 (2)Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12 (40/2, 30%), Hreiðar Levy Guðmundsson 1 (7, 14%).Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Þórir 2, Vignir 2, Ásgeir örn, Guðjón Valur, Alexander)Fiskuð víti: 3 (Vignir, Alexander, Róbert).Brottvísanir: 10 mínútur (Sverre rautt)Mörk Frakklands (Skot): Nikola Karabatić 7 (10), Xavier Barachet 6 (7), William Accambray 4 (5), Jérôme Fernandez 4 (6), Luc Abalo 3(4), Bertrand Gille 3 (5), Michaël Guigou 3/2 (5/2), Samuel Honrubia 2 (3), Cédric Sorhaindo 2 (4).Varin skot: Daouda Karaboué 14/1 (29/3, 48%), Thierry Omeyer 7 (13, 54%).Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Fernandez, Gille, Honrubia, Abalo, Guigou)Fiskuð víti: 2 (Guillaume Joli, Sorhaindo).Brottvísanir: 6 mínútur.
Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira