Handbolti

Guðmundur: „Það náðist stórkostlegur áfangi í dag“

„Sóknarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik og varnarleikurinn skulum við segja að hann hafi verið í lagi," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir 34-28 tapið gegn Frökkum í kvöld. Guðmundur setti spurningamerki við dómgæsluna á mótinu.

„Þetta er allt mjög skrýtið að það séu reynslulitlir dómarar settir á þessa leiki á meðan reynslumiklir dómarar sitja uppi í stúku. Ég veit ekki hvað við fáum næst en mér finnst þeir flestir ekki starfi sinu vaxnir," sagði Guðmundur m.a. í viðtalinu.

Verða Ingimundur, Snorri Steinn og Ólafur Stefánsson með á móti Króötum?

„Við verðum bara að sjá til. Ingimundur var betri í dag en í gær en ekki nógu góður til þess að leika í dag, Snorri varð að fara útaf vegna meiðsla og við tökum enga áhættu með Ólaf," bætti Guðmundur við.

Það náðist stórkostlegur áfangi í dag. Við eigum möguleika á að jafna besta árangur Íslands á HM. Við stefnu á að gera það."

Boltavaktin á visir.is - markaskorarar og markvarslan.




























Fleiri fréttir

Sjá meira


×