Handbolti

Danir þurfa að spila í Kristianstad

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snorri Steinn í leiknum í gær.
Snorri Steinn í leiknum í gær. Mynd/Valli
Í fyrsta sinn á HM í Svíþjóð þarf danska landsliðið að spila annars staðar en í Malmö. Liðið leikur gegn Spáni í undanúrslitum keppninnar og fer sá leikur fram í Kristianstad.

Mótshaldarar hafa nú staðfest leikstaði og leiktíma í undanúrslitum sem og í leikjum um 5.-12. sæti mótsins.

Heimamenn Svía mæta Frökkum í undanúrslitum í Malmö klukkan 17.00 á föstudaginn. Á sama stað, klukkan 19.30, mætir Ísland liði Króatíu í leik um fimmta sæti mótsins.

Næstu leikir á HM í handbolta:

Fimmtudagur:

11./12. sæti: Þýskaland - Argentína kl. 17.00

9./10. sæti: Noregur - Serbía kl. 19.30

Föstudagur:

7./8. sæti: Pólland - Ungverjaland kl. 17.00

5./6. sæti: Króatía - Ísland kl. 19.30

Undanúrslit: Svíþjóð - Frakkland kl. 17.00

Undanúrslit: Danmörk - Spánn kl. 19.30



Fleiri fréttir

Sjá meira


×