Handbolti

Guðjón Valur: „Óánægðir með að komast ekki í undanúrslit“

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

„Okkur fannst við skulda sjálfum okkur, íslensku þjóðinni og stuðningsmönnum liðsins hér í Svíþjóð það að gefa allt í þetta sem við eigum. Því miður dugði það ekki til. Við erum orðnir frekar fáliðaðir og það er heldur erfitt gegn liði á borð við Frakka," sagði Guðjón Valur Sigurðsson við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir leikinn gegn Frökkum.

Guðjón leyndi því ekki að markmið íslenska liðsins hafi ekki verið að leika um fimmta sætið - „Við náðum okkur aldrei á strik eftir Þjóðverjatapið. Við erum óánægðir með niðurstöðuna í milliriðlinum sem segir okkur það að við erum óánægðir með að komast ekki í undanúrslit," sagði Guðjón m.a. í viðtalinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×