Sport

KR fyrst til að leggja Hamar

Það verða KR og Keflavík sem mætast í úrslitum Poweradebikars kvenna í ár. Það varð ljóst eftir að KR lagði Hamar í Vesturbænum í dag. Keflavík tryggði sér sæti í úrslitum í gær.

Körfubolti

Love tók sæti Yao Ming í stjörnuleiknum

Frákastakóngurinn Kevin Love er á leið í stjörnuleik NBA-deildarinnar. David Stern, yfirmaður deildarinnar, ákvað að gefa Love sæti Yao Ming í Vesturstrandarliðinu en Ming er meiddur og getur ekki spilað.

Körfubolti

Huth sá um Sunderland

Stoke vann ótrúlegan sigur, 3-2, á Sunderland í dag. Stoke var marki undir er átta mínútur lifðu leiks en þá tók Robert Huth yfir og kláraði leikinn.

Enski boltinn

Myljandi hagnaður hjá KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, heldur áfram að gera það gott og enn eitt árið skilar sambandið myljandi hagnaði. Að þessu sinni skilaði sambandið hagnaði upp á 67 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir 32 milljón króna hagnaði.

Íslenski boltinn

Ferguson: 84 stig duga til sigurs

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur sett liði sínu það markmið að ná 84 stigum í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Sá stigafjöldi ætti að duga United til þess að verða meistari að því er Ferguson telur.

Enski boltinn

Kidd afgreiddi Boston

Það fóru tólf leikir fram í NBA-körfuboltanum í nótt og þar bar hæst góður útisigur Dallas á Boston Celtics. Jason Kidd skoraði sigurkörfuna þegar 2,5 sekúndur voru eftir af leiknum. Dallas var þá á 10-0 siglingu sem sökkti Celtics.

Körfubolti

27.39% hlutur í Williams seldur á opnum hlutabréfamarkaði

Williams liðið hefur opnað fyrir þann möguleika að almenningur geti keypt hlut í liðinu á hlutabréfamarkaðnum í Frankfurt og verða 27.39% í boði. Það er svissneskur banki sem mun sjá um aðgerðina. Frank Williams verður eftir sem áður meirihlutaeigandi í liðinu, sem hefur verið starfrækt síðan 1977.

Formúla 1

Mark Hughes: Eiður leit vel út á æfingum

Eiður Smári verður í leikmannahópi Fulham á móti Aston Villa á Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í dag en það staðfesti stjórinn Mark Hughes á heimasíðu félagsins í gær. Eiður Smári hefur ekki spilað síðan í október og Hughes segir að hann fái tækifæri til að spila sig í form á næstu vikum.

Enski boltinn

Redknapp: Við verðum að halda Gareth Bale

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að félagið haldi áfram að hafna tilboðum evrópsku stórliðanna í Gareth Bale því það sé lykilatriði fyrir framtíðaruppbyggingu Tottenham að halda velska landsliðsmanninum á White Hart Lane.

Enski boltinn

Van Persie: Manchester United mun tapa stigum

Robin van Persie, hollenski framherjinn hjá Arsenal, er sannfærður um að Manchester United muni misstíga sig á lokasprettinum í baráttunni um enska meistaratitilinn. Arsenal hefur unnið Everton og Aston Villa í síðustu leikjum en er fimm stigum á eftir toppliði Manchester United.

Enski boltinn

Einar: Spiluðum virkilega vel síðustu 45 mínúturnar

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eftir allt saman nokkuð ánægður með leikinn í kvöld. Framarar þurftu að sætta sig við tveggja marka tap gegn Blomberg-Lippe í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Fram var á tímabili tíu mörkum undir í leiknum en náðu með harðfylgni að komast aftur inn í leikinn.

Handbolti

Þór Þorlákshöfn upp í úrvalsdeild karla í körfubolta

Þór úr Þorlákshöfn tryggði sér í kvöld sæti í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir 20 stiga sigur á Valsmönnum, 99-79, í Þorlákshöfn. Þórsliðið er búið að vinna alla fjórtán leiki sína á tímabilinu og ekkert lið getur lengur náð þeim að stigum.

Körfubolti

Treflarnir mögulega bannaðir

Til greina kemur hjá FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandinu, að banna leikmönnum að klæðast treflum eins og hefur verið vinsælt hjá nokkrum liðum í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Enski boltinn

Keflavíkurkonur í bikaúrslitaleikinn eftir spennuleik

Keflavíkurkonur komust í bikarúrsltialeikinn þriðja árið í röð og í 19. sinn frá upphafi eftir þriggja stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík, 72-69, í undanúrslitum Poweradebikars kvenna í körfubolta í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld.

Körfubolti

Umfjöllun: Framstelpur eiga enn möguleika þrátt fyrir skelfilega byrjun

HSG Blomberg-Lippe sigraði Fram, 26-24, í fyrri viðureign liðina í Evrópukeppni-bikarhafa í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýri. Heimastúlkur byrjuðu leikinn skelfilega og voru á tímabili tíu mörkum undir. Framstúlkur sýndu gríðarlega mikinn karakter í síðari hálfleiknum og náðu hægt og bítandi að komast inn í leikinn. Stella Sigurðardóttir lék frábærlega fyrir Fram en hún skoraði níu mörk.

Handbolti

Öll Íslendingaliðin unnu sína leiki í kvöld

Öll Íslendingaliðin voru á ferðinni í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Sundsvall Dragons, lið Hlyns Bæringsson og Jakobs Arnar Sigurðarsonar, styrkti stöðu sína á toppnum, Uppsala Basket, lið Helga Más Magnússonar, vann stóran sigur á heimavelli en Logi Gunnarsson lék ekki með Solna Vikings sem náði að enda fjögurra leikja taphrinu sínu.

Körfubolti

Griffin fyrsti nýliðinn í Stjörnuleiknum í 8 ár - fjórir Boston-menn valdir

Blake Griffin, nýliði Los Angeles Clippers, var valinn í Stjörnuleikinn í NBA-deildinni í gær líkt og Kevin Garnett, leikmaður Boston, sem um leið jafnaði met þeirra Jerry West, Shaquille O'Neal og Karl Malone með því að vera valinn í leikinn 14. árið í röð. Þjálfarar Austur- og Vesturdeildanna kusu um hvaða leikmenn fylla upp leikmannahópa Stjörnuliðanna en byrjunarlið Stjörnuliðanna voru valin af áhugafólki um NBA-deildina.

Körfubolti

Llorente: Liverpool reyndi að kaupa mig

Sóknarmaðurinn Fernando Llorente, leikmaður Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni, segir að Liverpool hafi reynt að kaupa sig til félagsins áður en félagaskiptaglugginn lokaði á mánudagskvöldið.

Enski boltinn