Enski boltinn

Llorente: Liverpool reyndi að kaupa mig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Sóknarmaðurinn Fernando Llorente, leikmaður Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni, segir að Liverpool hafi reynt að kaupa sig til félagsins áður en félagaskiptaglugginn lokaði á mánudagskvöldið.

Það fór svo að Liverpool keypti sóknarmennina Andy Carroll og Luis Suarez í staðinn fyrir Fernando Torres sem var seldur til Chelsea.

„Liverpool kom til Bilbao og ræddi við félagið. En það var augljóst að það vildi ekki selja mig," sagði Llorente í viðtali við spænska útvarpsstöð.

„Ég skil það vel að stuðningsmönnum félagsins sé ekki vel við það ef ég segist vera á förum. Hins vegar þýðir þetta að ég sé að standa mig vel."

„Eins og málin standa núna er framtíð mín hér hjá Bilbao og mun ég gefa allt mitt sem ég á fyrir félagið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×