Sport Jóhann: Úrslitasjarmi yfir þessum leik "Fyrri hálfleikurinn var tómt rugl en það var eitthvað í þessum leik, einhver úrslita-sjarmi að ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu," sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram. Handbolti 16.4.2011 18:18 Umfjöllun: Framarar tryggðu sér oddaleik Leik Fram og FH í Safamýrinni lauk með 27 - 26 sigri Fram. Með þessu tryggðu Framarar sér oddaleik í Kaplakrika á mánudaginn. Handbolti 16.4.2011 18:15 Jóhannes Karl með þrumufleyg sem tryggði Huddersfield sigur Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði sigurmark Huddersfield á útivelli gegn Charlton í ensku 2. deildinni í dag. Sigurinn var mikilvægur fyrir Huddersfield sem er í öðru sæti deildarinnar á eftir Brighton sem er með 77 stig en Huddersfield er með 67 stig. Markið skoraði Jóhannes með skoti beint úr aukaspyrnu á 83. mínútu af um 30 metra færi. Enski boltinn 16.4.2011 17:32 Man City leikur til úrslita - Yaya Touré tryggði sigurinn Manchester City og Manchester United áttust við í dag í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley og tryggði Yaya Touré Man City 1-0 sigur með marki á 52. mínútu. Paul Scholes var rekinn af leikvelli í liði Man Utd í síðari háfleik. Man City hefur ekki leikið til úrslita um enska bikarinn frá árinu 1981 og liðið hefur ekki unnið titil frá árinu 1976. Fylgst var með gangi mála í leiknum á boltavakt Fréttablaðsins og visir.is. Enski boltinn 16.4.2011 16:00 Gylfi lék í 45 mínútur í 1-0 sigri Hoffenheim Gylfi Sigurðsson lék í 45 mínútur með Hoffenheim í 1-0 sigri liðsins gegn Frankfurt í dag í þýsku 1. deildinni. Gylfi kom inná sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks en hann hefur aðeins fengið tækifæri í byrjunarliðinu hjá Hoffenheim í 6 leikjum það sem af er tímabilinu. Fótbolti 16.4.2011 15:23 Rory McIlroy lætur verkin tala eftir skellinn á Masters Rory McIlroy hefur náð að hrista af sér hrollinn eftir ömurlegan lokahring á Mastersmótinu í golfi á dögunum en Norður-Írinn er efstur á Maybank meistaramótinu á Evrópumótaröðinni. Hinn 21 árs gamli McIlroy náði að leika 9 holur á öðrum keppnisdegi áður en keppni var frestað vegna myrkurs en gera þurfti hlé á keppninni vegna úrkomu í Malasíu. Golf 16.4.2011 15:00 Örebro tapaði á útivelli gegn Tyresö - Edda í byrjunarliðinu Landsliðskonan Edda Garðarsdóttir var í byrjunarliði Örebro sem tapaði 2-1 á útivelli gegn Tyresö í dag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir var ekki í leikmannahóp Örebro í dag en liðið er með 1 stig að loknum tveimur leikjum. Fótbolti 16.4.2011 14:14 Jónas Guðni var í byrjunarliði Halmstad í tapleik Jónas Guðni Sævarsson fyrrum leikmaður KR og Keflavíkur var í byrjunarliði Halmstad í dag í 2-0 tapleik liðsins gegn GAIS frá Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hallgrímur Jónasson var á varamannabekk GAIS og kom hann ekkert við sögu í leiknum. Fótbolti 16.4.2011 14:04 Chelsea er enn með í baráttunni eftir 3-1 sigur - spenna á botninum Chelsea er enn með í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-1 sigur liðsins gegn WBA á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik og er Chelsea með 61 stig í þriðja sæti deildarinnar en Arsenal er þar fyrir ofan með 62 en liðið á leik til góða á morgun gegn Liverpool. Manchester United er efst með 69 stig. Baráttan á botni deildarinnar harðnar enn og Blackpool, West Ham og Wolves sitja nú í þremur neðstu sætum deildarinnar. Enski boltinn 16.4.2011 13:45 Brady segir að Benni McCarthy séu feitustu mistök West Ham Karren Brady, sem er varastjórnarformaður enska liðsins West Ham, dregur ekkert undan í viðtali við Daily Mail þegar hann segir að Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy, séu "feitustu“ mistök félagsins. Enski boltinn 16.4.2011 13:00 Missa stuðningsmenn af bikarleiknum á Wembley vegna stórbruna? Viðureign Manchester United og Mancheste City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í dag er einn stærsti íþróttaviðburður Englands á þessu ári. Gríðarlegur fjöldi stuðningsmanna beggja liða mun ferðast til London í dag til þess að sjá grannaliðin eigast við. Leikurinn hefst í dag kl. 16.15 að íslenskum tíma en lögreglan í London hefur lokað stærstu umferðaræðinni inn í borgina vegna stórbruna við M1-hraðbrautina í norður-hluta London. Enski boltinn 16.4.2011 12:15 Hermann vill enda ferilinn hjá Portsmouth Hermann Hreiðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, talar hlýlega um félag sitt Portsmouth í viðtalið við breska dagblaðið The Sun. Hermann tjáir sig einnig um hvernig Hótel KEX við Skúlagötu varð að veruleika, en knattspyrnumennirnir Eiður Smári Guðjohnsen, Pétur Marteinsson og Hermann Hreiðarsson eiga allir hlut í Hótelinu. Enski boltinn 16.4.2011 11:15 Guðjón Valur: Margir möguleikar opnast eftir ár Framtíð hornamannsins Guðjóns Vals Sigurðssonar er í óvissu. Skartgripajöfurinn Jesper Nielsen, sem fer fyrir liðum AGK og Rhein-Neckar Löwen, hefur lýst því yfir, oftar en einu sinni, að Guðjón muni spila með AGK á næsta ári. Handbolti 16.4.2011 10:00 Vettel vill ekki oftmetnast Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í þriðja skipti í röð á keppnistímabilini í Formúlu 1 og ræsir fremstur af stað í kínverska kappaksturinn á morgun. Á sama tíma er liðsfélagi hans Mark Webber aðeins átjándi á ráslínu, eftir ógöngur í tímatökunni í Kína í morgun. Formúla 1 16.4.2011 09:39 Í hópi fjögurra bestu landsliða í Evrópu U-17 landslið kvenna í knattspyrnu sneri aftur heim til Íslands í gær eftir frækna för til Póllands. Þar sigraði Ísland í sínum riðli í undankeppni Evrópumeistaramótsins og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í Sviss í sumar. Aðeins fjögur lið taka þátt í henni og er árangur liðsins því stórglæsilegur. Íslenski boltinn 16.4.2011 09:00 Vettel fremstur á ráslínu í Sjanghæ Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum á Sjanghæ brautinni í Kína í dag. Hann varð 0.715 sekúndum á undan Jenson Button á McLaren, en Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji. Hann veður því fremstur á ráslínu í kappakstrinum á morgun. Formúla 1 16.4.2011 08:04 KSÍ vill frekar fresta en fara með leiki inn í hús Veðurfarið á Íslandi síðustu daga er líklega ekki til þess að létta lund mótastjóra KSÍ. Það eru um tvær vikur í að Pepsi-deildin eigi að hefjast og enn snjóar reglulega og margir vellir eiga talsvert í land með að vera tilbúnir fyrir átökin. Íslenski boltinn 16.4.2011 08:00 Messi hefur ekki enn skorað gegn Mourinho Þrátt fyrir að Lionel Messi sé markamaskína af bestu gerð hefur honum ekki enn tekist að skora mark í leik gegn liði sem hefur verið stýrt af Jose Mourinho. Fótbolti 16.4.2011 06:00 Vettel fljóastur á lokaæfingunni í Kína Sebastian Vettel hélt uppteknum hætti á Sjanghæ brautinni í nótt þegar hann náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða í Formúlu 1. Hann hefur náð besta tíma á öllum æfingum og er því vel settur fyrir tímatökuna, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 05.45. Formúla 1 16.4.2011 04:25 Puyol í hópi Barcelona á morgun Carles Pyol, fyrirliði Barcelona, verður í leikmannahópi liðsins fyrir leikinn gegn Real Madrid á morgun. Hann hefur verið frá í þrjá mánuði vegna meiðsla. Fótbolti 15.4.2011 23:45 Wenger setur Englendingum úrslitakosti vegna Wilshere Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að ef Jack Wilshere spili með enska U-21 landsliðinu í úrslitakeppni EM í sumar muni hann líklega missa af tveimur leikjum enska A-landsliðsins í haust. Enski boltinn 15.4.2011 23:15 Mourinho þagði og blaðamenn gengu út Blaðamannafundur Real Madrid fyrir leikinn gegn Barcelona á morgun var ansi skrautlegur. Jose Mourinho, stjóri Real, sat fundinn en sagði ekki orð. Fótbolti 15.4.2011 22:30 Íslendingarnir öflugir hjá Emsdetten Patrekur Jóhannesson er að gera góða hluti hjá TV Emsdetten í þýsku B-deildinni þrátt fyrir að hann sé á leið frá félaginu í sumar. Handbolti 15.4.2011 21:45 Birkir spilaði í jafnteflisleik Birkir Már Sævarsson spilaði allan leikinn fyrir Brann sem gerði 3-3 jafntefli við Haugasund í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 15.4.2011 21:00 Zlatan verður ekki seldur frá Milan Þó svo Zlatan Ibrahimovic hafi verið til mikilla vandræða hjá AC Milan í vetur hefur félagið engan hug á því að losa sig við leikmanninn í sumar. Fótbolti 15.4.2011 20:15 Kuyt framlengir við Liverpool Hollendingurinn Dirk Kuyt framlengdi í dag samningi sínum við Liverpool um eitt ár. Hann verður því hjá félaginu til ársins 2013 hið minnsta. Enski boltinn 15.4.2011 19:30 Wenger: Yfirtaka Kroenke breytir engu fyrir mig Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að yfirvofandi yfirtaka Bandaríkjamannsins Stan Kroenke á félaginu muni ekki breyta neinu fyrir sig. Hann muni halda áfram að gera hlutina á sinn hátt. Enski boltinn 15.4.2011 18:45 Anton og Hlynur dæma undanúrslitleik í Evrópukeppni bikarhafa Besta handboltadómarapar landsins, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, hefur verið úthlutað spennandi verkefni í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Handbolti 15.4.2011 18:00 Guðjón Valur: Ég fer til AGK ef Löwen sleppir mér Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson segir það enn vera óljóst hvort hann gangi í raðir danska félagsins AGK í sumar eins og Jesper Nielsen, stjórnarformaður félagsins, hefur haldið fram. Nielsen hefur að minnsta kosti tvisvar lýst því yfir að Guðjón muni spila með AGK. Handbolti 15.4.2011 17:15 Frazier Campbell gæti líka misst af næsta tímabili Frazier Campbell hefur ekki spilað með Sunderland síðan í ágúst á síðasta ári og nú segir Steve Bruce, stjóri liðsins, að hann muni mögulega missa einnig af stærstum hluta næsta tímabils. Enski boltinn 15.4.2011 16:30 « ‹ ›
Jóhann: Úrslitasjarmi yfir þessum leik "Fyrri hálfleikurinn var tómt rugl en það var eitthvað í þessum leik, einhver úrslita-sjarmi að ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu," sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram. Handbolti 16.4.2011 18:18
Umfjöllun: Framarar tryggðu sér oddaleik Leik Fram og FH í Safamýrinni lauk með 27 - 26 sigri Fram. Með þessu tryggðu Framarar sér oddaleik í Kaplakrika á mánudaginn. Handbolti 16.4.2011 18:15
Jóhannes Karl með þrumufleyg sem tryggði Huddersfield sigur Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði sigurmark Huddersfield á útivelli gegn Charlton í ensku 2. deildinni í dag. Sigurinn var mikilvægur fyrir Huddersfield sem er í öðru sæti deildarinnar á eftir Brighton sem er með 77 stig en Huddersfield er með 67 stig. Markið skoraði Jóhannes með skoti beint úr aukaspyrnu á 83. mínútu af um 30 metra færi. Enski boltinn 16.4.2011 17:32
Man City leikur til úrslita - Yaya Touré tryggði sigurinn Manchester City og Manchester United áttust við í dag í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley og tryggði Yaya Touré Man City 1-0 sigur með marki á 52. mínútu. Paul Scholes var rekinn af leikvelli í liði Man Utd í síðari háfleik. Man City hefur ekki leikið til úrslita um enska bikarinn frá árinu 1981 og liðið hefur ekki unnið titil frá árinu 1976. Fylgst var með gangi mála í leiknum á boltavakt Fréttablaðsins og visir.is. Enski boltinn 16.4.2011 16:00
Gylfi lék í 45 mínútur í 1-0 sigri Hoffenheim Gylfi Sigurðsson lék í 45 mínútur með Hoffenheim í 1-0 sigri liðsins gegn Frankfurt í dag í þýsku 1. deildinni. Gylfi kom inná sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks en hann hefur aðeins fengið tækifæri í byrjunarliðinu hjá Hoffenheim í 6 leikjum það sem af er tímabilinu. Fótbolti 16.4.2011 15:23
Rory McIlroy lætur verkin tala eftir skellinn á Masters Rory McIlroy hefur náð að hrista af sér hrollinn eftir ömurlegan lokahring á Mastersmótinu í golfi á dögunum en Norður-Írinn er efstur á Maybank meistaramótinu á Evrópumótaröðinni. Hinn 21 árs gamli McIlroy náði að leika 9 holur á öðrum keppnisdegi áður en keppni var frestað vegna myrkurs en gera þurfti hlé á keppninni vegna úrkomu í Malasíu. Golf 16.4.2011 15:00
Örebro tapaði á útivelli gegn Tyresö - Edda í byrjunarliðinu Landsliðskonan Edda Garðarsdóttir var í byrjunarliði Örebro sem tapaði 2-1 á útivelli gegn Tyresö í dag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir var ekki í leikmannahóp Örebro í dag en liðið er með 1 stig að loknum tveimur leikjum. Fótbolti 16.4.2011 14:14
Jónas Guðni var í byrjunarliði Halmstad í tapleik Jónas Guðni Sævarsson fyrrum leikmaður KR og Keflavíkur var í byrjunarliði Halmstad í dag í 2-0 tapleik liðsins gegn GAIS frá Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hallgrímur Jónasson var á varamannabekk GAIS og kom hann ekkert við sögu í leiknum. Fótbolti 16.4.2011 14:04
Chelsea er enn með í baráttunni eftir 3-1 sigur - spenna á botninum Chelsea er enn með í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-1 sigur liðsins gegn WBA á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik og er Chelsea með 61 stig í þriðja sæti deildarinnar en Arsenal er þar fyrir ofan með 62 en liðið á leik til góða á morgun gegn Liverpool. Manchester United er efst með 69 stig. Baráttan á botni deildarinnar harðnar enn og Blackpool, West Ham og Wolves sitja nú í þremur neðstu sætum deildarinnar. Enski boltinn 16.4.2011 13:45
Brady segir að Benni McCarthy séu feitustu mistök West Ham Karren Brady, sem er varastjórnarformaður enska liðsins West Ham, dregur ekkert undan í viðtali við Daily Mail þegar hann segir að Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy, séu "feitustu“ mistök félagsins. Enski boltinn 16.4.2011 13:00
Missa stuðningsmenn af bikarleiknum á Wembley vegna stórbruna? Viðureign Manchester United og Mancheste City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í dag er einn stærsti íþróttaviðburður Englands á þessu ári. Gríðarlegur fjöldi stuðningsmanna beggja liða mun ferðast til London í dag til þess að sjá grannaliðin eigast við. Leikurinn hefst í dag kl. 16.15 að íslenskum tíma en lögreglan í London hefur lokað stærstu umferðaræðinni inn í borgina vegna stórbruna við M1-hraðbrautina í norður-hluta London. Enski boltinn 16.4.2011 12:15
Hermann vill enda ferilinn hjá Portsmouth Hermann Hreiðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, talar hlýlega um félag sitt Portsmouth í viðtalið við breska dagblaðið The Sun. Hermann tjáir sig einnig um hvernig Hótel KEX við Skúlagötu varð að veruleika, en knattspyrnumennirnir Eiður Smári Guðjohnsen, Pétur Marteinsson og Hermann Hreiðarsson eiga allir hlut í Hótelinu. Enski boltinn 16.4.2011 11:15
Guðjón Valur: Margir möguleikar opnast eftir ár Framtíð hornamannsins Guðjóns Vals Sigurðssonar er í óvissu. Skartgripajöfurinn Jesper Nielsen, sem fer fyrir liðum AGK og Rhein-Neckar Löwen, hefur lýst því yfir, oftar en einu sinni, að Guðjón muni spila með AGK á næsta ári. Handbolti 16.4.2011 10:00
Vettel vill ekki oftmetnast Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í þriðja skipti í röð á keppnistímabilini í Formúlu 1 og ræsir fremstur af stað í kínverska kappaksturinn á morgun. Á sama tíma er liðsfélagi hans Mark Webber aðeins átjándi á ráslínu, eftir ógöngur í tímatökunni í Kína í morgun. Formúla 1 16.4.2011 09:39
Í hópi fjögurra bestu landsliða í Evrópu U-17 landslið kvenna í knattspyrnu sneri aftur heim til Íslands í gær eftir frækna för til Póllands. Þar sigraði Ísland í sínum riðli í undankeppni Evrópumeistaramótsins og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í Sviss í sumar. Aðeins fjögur lið taka þátt í henni og er árangur liðsins því stórglæsilegur. Íslenski boltinn 16.4.2011 09:00
Vettel fremstur á ráslínu í Sjanghæ Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum á Sjanghæ brautinni í Kína í dag. Hann varð 0.715 sekúndum á undan Jenson Button á McLaren, en Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji. Hann veður því fremstur á ráslínu í kappakstrinum á morgun. Formúla 1 16.4.2011 08:04
KSÍ vill frekar fresta en fara með leiki inn í hús Veðurfarið á Íslandi síðustu daga er líklega ekki til þess að létta lund mótastjóra KSÍ. Það eru um tvær vikur í að Pepsi-deildin eigi að hefjast og enn snjóar reglulega og margir vellir eiga talsvert í land með að vera tilbúnir fyrir átökin. Íslenski boltinn 16.4.2011 08:00
Messi hefur ekki enn skorað gegn Mourinho Þrátt fyrir að Lionel Messi sé markamaskína af bestu gerð hefur honum ekki enn tekist að skora mark í leik gegn liði sem hefur verið stýrt af Jose Mourinho. Fótbolti 16.4.2011 06:00
Vettel fljóastur á lokaæfingunni í Kína Sebastian Vettel hélt uppteknum hætti á Sjanghæ brautinni í nótt þegar hann náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða í Formúlu 1. Hann hefur náð besta tíma á öllum æfingum og er því vel settur fyrir tímatökuna, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 05.45. Formúla 1 16.4.2011 04:25
Puyol í hópi Barcelona á morgun Carles Pyol, fyrirliði Barcelona, verður í leikmannahópi liðsins fyrir leikinn gegn Real Madrid á morgun. Hann hefur verið frá í þrjá mánuði vegna meiðsla. Fótbolti 15.4.2011 23:45
Wenger setur Englendingum úrslitakosti vegna Wilshere Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að ef Jack Wilshere spili með enska U-21 landsliðinu í úrslitakeppni EM í sumar muni hann líklega missa af tveimur leikjum enska A-landsliðsins í haust. Enski boltinn 15.4.2011 23:15
Mourinho þagði og blaðamenn gengu út Blaðamannafundur Real Madrid fyrir leikinn gegn Barcelona á morgun var ansi skrautlegur. Jose Mourinho, stjóri Real, sat fundinn en sagði ekki orð. Fótbolti 15.4.2011 22:30
Íslendingarnir öflugir hjá Emsdetten Patrekur Jóhannesson er að gera góða hluti hjá TV Emsdetten í þýsku B-deildinni þrátt fyrir að hann sé á leið frá félaginu í sumar. Handbolti 15.4.2011 21:45
Birkir spilaði í jafnteflisleik Birkir Már Sævarsson spilaði allan leikinn fyrir Brann sem gerði 3-3 jafntefli við Haugasund í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 15.4.2011 21:00
Zlatan verður ekki seldur frá Milan Þó svo Zlatan Ibrahimovic hafi verið til mikilla vandræða hjá AC Milan í vetur hefur félagið engan hug á því að losa sig við leikmanninn í sumar. Fótbolti 15.4.2011 20:15
Kuyt framlengir við Liverpool Hollendingurinn Dirk Kuyt framlengdi í dag samningi sínum við Liverpool um eitt ár. Hann verður því hjá félaginu til ársins 2013 hið minnsta. Enski boltinn 15.4.2011 19:30
Wenger: Yfirtaka Kroenke breytir engu fyrir mig Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að yfirvofandi yfirtaka Bandaríkjamannsins Stan Kroenke á félaginu muni ekki breyta neinu fyrir sig. Hann muni halda áfram að gera hlutina á sinn hátt. Enski boltinn 15.4.2011 18:45
Anton og Hlynur dæma undanúrslitleik í Evrópukeppni bikarhafa Besta handboltadómarapar landsins, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, hefur verið úthlutað spennandi verkefni í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Handbolti 15.4.2011 18:00
Guðjón Valur: Ég fer til AGK ef Löwen sleppir mér Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson segir það enn vera óljóst hvort hann gangi í raðir danska félagsins AGK í sumar eins og Jesper Nielsen, stjórnarformaður félagsins, hefur haldið fram. Nielsen hefur að minnsta kosti tvisvar lýst því yfir að Guðjón muni spila með AGK. Handbolti 15.4.2011 17:15
Frazier Campbell gæti líka misst af næsta tímabili Frazier Campbell hefur ekki spilað með Sunderland síðan í ágúst á síðasta ári og nú segir Steve Bruce, stjóri liðsins, að hann muni mögulega missa einnig af stærstum hluta næsta tímabils. Enski boltinn 15.4.2011 16:30