Man City leikur til úrslita - Yaya Touré tryggði sigurinn Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 16. apríl 2011 16:00 Yaya Touré fagnar hér marki sínu á Wembley. Nordic Photos/Getty Images Manchester City og Manchester United áttust við í dag í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley og tryggði Yaya Touré Man City 1-0 sigur með marki á 52. mínútu. Paul Scholes var rekinn af leikvelli í liði Man Utd í síðari háfleik. Man City hefur ekki leikið til úrslita um enska bikarinn frá árinu 1981 og liðið hefur ekki unnið titil frá árinu 1976. Fylgst var með gangi mála í leiknum á boltavakt Fréttablaðsins og visir.is.95. mín: Leiknum er lokið með 1-0 sigri Man City og liðið leikur til úrslita gegn Stoke eða Bolton sem eigast við á morgun. Yaya Touré skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu. Fyrsti sigur Man City á Man Utd frá árinu 1955. Man City gæti unnið sinn fyrsta titil frá árinu 1976 en úrslitaleikurinn fer fram 14. maí.90. mín: Dómarinn bætir við 5 mínútum í uppbótartíma.72. mín: Paul Scholes fær beint rautt spjald fyrir gróft brot. Man Utd verður því einum færri og er einu marki undir.65. mín: Joe Hart ver aukaspyrnu frá Nani með glæsilegum hætti. Þrumuskot sem fór í einn varnarmann Man City og breytti um stefnu.1-0 52. mín: Michael Carrick gerði ótrúleg mistök fyrir framan vítateiginn. Yaya Touré náði boltanum og skoraði með skoti úr miðjum vítateignum. Staðan er því 1-0 fyrir Man City.45. mín: Fyrri hálfleik er lokið - staðan er 0-0. Man City sótti í sig veðrið á lokakaflanum í fyrri hálfleik en Man Utd hefur átt bestu færin í leiknum.43. mín: Vincent Kompany átti gott skot að marki Man Utd. Boltinn fór rétt framhjá, en City hefur verið mun betri aðilinn undanfarnar mínútur.35. mín: Mario Ballotelli með frábært langskot af um 30 metra færi. Edwin van der Saar varði glæsilega í marki Man Utd. Man City hefur nú fengið þrjár hornspyrnur í röð.33. mín: Gareth Barry átti skot í hliðarnetið hjá Man Utd. Langbesta færi Man City.30. mín: Man Utd hefur átt 7 skot að marki en Man City 1.17. mín: Dimitar Berbatov átti frábært færi en Joe Hart markvörður Man City varði frá Búlgaranum af stuttu færi. Langbesta færi leiksins. Manchester City lék síðast í undanúrslitum enska bikarsins árið 1981 en það sama ár tapaði liðið í úrslitum gegn Tottenham. Þetta er í fyrsta sinn sem Man Utd og Man City mætast í undanúrslitum enska bikarsins. Man Utd á enn möguleika á að endurtaka leikinn frá árinu 1999 þegar liðið sigraði í þremur stærstu mótunum en það ár varð liðið enskur meistari, enskur bikarmeistari og Evrópumeistari. Manchester United hefur 11 sinnum fagnað sigri í þessari keppni. Síðast árið 2004. Manchester City hefur 4 sinnum unnið enska bikarinn en biðin hefur verið löng - því síðast vann Man City bikarinn árið 1969 eða fyrir 42 árum. Manchester City lék síðast í undanúrslitum enska bikarsins árið 1981 en það sama ár tapaði liðið í úrslitum gegn Tottenham. Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira
Manchester City og Manchester United áttust við í dag í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley og tryggði Yaya Touré Man City 1-0 sigur með marki á 52. mínútu. Paul Scholes var rekinn af leikvelli í liði Man Utd í síðari háfleik. Man City hefur ekki leikið til úrslita um enska bikarinn frá árinu 1981 og liðið hefur ekki unnið titil frá árinu 1976. Fylgst var með gangi mála í leiknum á boltavakt Fréttablaðsins og visir.is.95. mín: Leiknum er lokið með 1-0 sigri Man City og liðið leikur til úrslita gegn Stoke eða Bolton sem eigast við á morgun. Yaya Touré skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu. Fyrsti sigur Man City á Man Utd frá árinu 1955. Man City gæti unnið sinn fyrsta titil frá árinu 1976 en úrslitaleikurinn fer fram 14. maí.90. mín: Dómarinn bætir við 5 mínútum í uppbótartíma.72. mín: Paul Scholes fær beint rautt spjald fyrir gróft brot. Man Utd verður því einum færri og er einu marki undir.65. mín: Joe Hart ver aukaspyrnu frá Nani með glæsilegum hætti. Þrumuskot sem fór í einn varnarmann Man City og breytti um stefnu.1-0 52. mín: Michael Carrick gerði ótrúleg mistök fyrir framan vítateiginn. Yaya Touré náði boltanum og skoraði með skoti úr miðjum vítateignum. Staðan er því 1-0 fyrir Man City.45. mín: Fyrri hálfleik er lokið - staðan er 0-0. Man City sótti í sig veðrið á lokakaflanum í fyrri hálfleik en Man Utd hefur átt bestu færin í leiknum.43. mín: Vincent Kompany átti gott skot að marki Man Utd. Boltinn fór rétt framhjá, en City hefur verið mun betri aðilinn undanfarnar mínútur.35. mín: Mario Ballotelli með frábært langskot af um 30 metra færi. Edwin van der Saar varði glæsilega í marki Man Utd. Man City hefur nú fengið þrjár hornspyrnur í röð.33. mín: Gareth Barry átti skot í hliðarnetið hjá Man Utd. Langbesta færi Man City.30. mín: Man Utd hefur átt 7 skot að marki en Man City 1.17. mín: Dimitar Berbatov átti frábært færi en Joe Hart markvörður Man City varði frá Búlgaranum af stuttu færi. Langbesta færi leiksins. Manchester City lék síðast í undanúrslitum enska bikarsins árið 1981 en það sama ár tapaði liðið í úrslitum gegn Tottenham. Þetta er í fyrsta sinn sem Man Utd og Man City mætast í undanúrslitum enska bikarsins. Man Utd á enn möguleika á að endurtaka leikinn frá árinu 1999 þegar liðið sigraði í þremur stærstu mótunum en það ár varð liðið enskur meistari, enskur bikarmeistari og Evrópumeistari. Manchester United hefur 11 sinnum fagnað sigri í þessari keppni. Síðast árið 2004. Manchester City hefur 4 sinnum unnið enska bikarinn en biðin hefur verið löng - því síðast vann Man City bikarinn árið 1969 eða fyrir 42 árum. Manchester City lék síðast í undanúrslitum enska bikarsins árið 1981 en það sama ár tapaði liðið í úrslitum gegn Tottenham.
Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira