Enski boltinn

Man City leikur til úrslita - Yaya Touré tryggði sigurinn

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Yaya Touré fagnar hér marki sínu á Wembley.
Yaya Touré fagnar hér marki sínu á Wembley. Nordic Photos/Getty Images
Manchester City og Manchester United áttust við í dag í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley og tryggði Yaya Touré Man City 1-0 sigur með marki á 52. mínútu. Paul Scholes var rekinn af leikvelli í liði Man Utd í síðari háfleik. Man City hefur ekki leikið til úrslita um enska bikarinn frá árinu 1981 og liðið hefur ekki unnið titil frá árinu 1976. Fylgst var með gangi mála í leiknum á boltavakt Fréttablaðsins og visir.is.

95. mín: Leiknum er lokið með 1-0 sigri Man City og liðið leikur til úrslita gegn Stoke eða Bolton sem eigast við á morgun. Yaya Touré skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu. Fyrsti sigur Man City á Man Utd frá árinu 1955. Man City gæti unnið sinn fyrsta titil frá árinu 1976 en úrslitaleikurinn fer fram 14. maí.

90. mín: Dómarinn bætir við 5 mínútum í uppbótartíma.

72. mín: Paul Scholes fær beint rautt spjald fyrir gróft brot. Man Utd verður því einum færri og er einu marki undir.

65. mín: Joe Hart ver aukaspyrnu frá Nani með glæsilegum hætti. Þrumuskot sem fór í einn varnarmann Man City og breytti um stefnu.

1-0 52. mín: Michael Carrick gerði ótrúleg mistök fyrir framan vítateiginn. Yaya Touré náði boltanum og skoraði með skoti úr miðjum vítateignum. Staðan er því 1-0 fyrir Man City.

45. mín: Fyrri hálfleik er lokið - staðan er 0-0. Man City sótti í sig veðrið á lokakaflanum í fyrri hálfleik en Man Utd hefur átt bestu færin í leiknum.

43. mín: Vincent Kompany átti gott skot að marki Man Utd. Boltinn fór rétt framhjá, en City hefur verið mun betri aðilinn undanfarnar mínútur.

35. mín: Mario Ballotelli með frábært langskot af um 30 metra færi. Edwin van der Saar varði glæsilega í marki Man Utd. Man City hefur nú fengið þrjár hornspyrnur í röð.

33. mín: Gareth Barry átti skot í hliðarnetið hjá Man Utd. Langbesta færi Man City.

30. mín: Man Utd hefur átt 7 skot að marki en Man City 1.

17. mín: Dimitar Berbatov átti frábært færi en Joe Hart markvörður Man City varði frá Búlgaranum af stuttu færi. Langbesta færi leiksins.

Manchester City lék síðast í undanúrslitum enska bikarsins árið 1981 en það sama ár tapaði liðið í úrslitum gegn Tottenham.

Þetta er í fyrsta sinn sem Man Utd og Man City mætast í undanúrslitum enska bikarsins. Man Utd á enn möguleika á að endurtaka leikinn frá árinu 1999 þegar liðið sigraði í þremur stærstu mótunum en það ár varð liðið enskur meistari, enskur bikarmeistari og Evrópumeistari.

Manchester United hefur 11 sinnum fagnað sigri í þessari keppni. Síðast árið 2004.

Manchester City hefur 4 sinnum unnið enska bikarinn en biðin hefur verið löng - því síðast vann Man City bikarinn árið 1969 eða fyrir 42 árum.

Manchester City lék síðast í undanúrslitum enska bikarsins árið 1981 en það sama ár tapaði liðið í úrslitum gegn Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×