Hermann vill enda ferilinn hjá Portsmouth Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2011 11:15 Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth. Mynd/Getty Hermann Hreiðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, talar hlýlega um félag sitt Portsmouth í viðtalið við breska dagblaðið The Sun. Hermann tjáir sig einnig um hvernig Hótel KEX við Skúlagötu varð að veruleika, en knattspyrnumennirnir Eiður Smári Guðjohnsen, Pétur Marteinsson og Hermann Hreiðarsson eiga allir hlut í hótelinu. Hermann er aðeins einn af tveimur leikmönnum Portsmouth sem voru í bikarmeistaraliðinu árið 2008, en Nwankwo Kanu er einnig enn hjá þeim bláklæddu. Síðan að Portsmouth varð enskur bikarmeistari hefur liðið gengið í gegnum margt. Portsmouth féll úr úrvalsdeildinni árið 2010 og hefur átt í gríðarlegum fjárhagslegum erfileikum. Örlög Portsmouth hefur haft það í för með sér að leikmenn hafa leitað á önnur mið og róðurinn hefur verið erfiður fyrir Pompey. Liðið er sem stendur í 14. sæti ensku Championship deildarinnar. „Ég vona innilega að ég geti leikið hjá Portsmouth á næsta tímabili og endað ferilinn minn þar," sagði Hermann Hreiðarsson við breska dagblaðið, The Sun. „Alveg frá byrjun hefur mér liðið einstaklega vel hjá klúbbnum, þrátt fyrir alla þá erfileika sem félagið hefur þurft að ganga í gegn um". „Fyrsta tímabilið var frábært hjá Portsmouth, við unnum enska bikarinn og stóðum okkur virkilega vel í deildinni, en bikarinn var án efa stærsta stund ferils míns. Síðastliðin þrjú ár hafa verið virkilega erfið fyrir félagið, en vandamál utan vallar hafa valdið því að liðið hefur þurft að ganga í gegnum örar mannabreytingar". „Það var skýrt markmið hjá liðinu fyrir tímabilið að komast í umspilið, en það er nokkuð óraunhæft eins og staðan er núna. Til þess að komast í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni þurfum við að ná öll stig sem í boði eru". „Þó svo að liðið komist ekki upp í efstu deild á næsta tímabili getum við farið stoltir í sumarfrí eftir ágætt tímabil, en við höfum að skipa virkilega þunnan leikmannahóp sem hefur gert okkur lífið leitt". „Það var alltaf draumurinn okkar að stofna Hótel af þessari tegund," sagði Hermann um Hótel KEX sem hann og viðskiptafélagar hans stofnuðu árið 2010. „Húsnæðið er fyrrum kexverksmiðja Í Reykjavík og við erum gríðarlega spenntir fyrir verkefninu". Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Hermann Hreiðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, talar hlýlega um félag sitt Portsmouth í viðtalið við breska dagblaðið The Sun. Hermann tjáir sig einnig um hvernig Hótel KEX við Skúlagötu varð að veruleika, en knattspyrnumennirnir Eiður Smári Guðjohnsen, Pétur Marteinsson og Hermann Hreiðarsson eiga allir hlut í hótelinu. Hermann er aðeins einn af tveimur leikmönnum Portsmouth sem voru í bikarmeistaraliðinu árið 2008, en Nwankwo Kanu er einnig enn hjá þeim bláklæddu. Síðan að Portsmouth varð enskur bikarmeistari hefur liðið gengið í gegnum margt. Portsmouth féll úr úrvalsdeildinni árið 2010 og hefur átt í gríðarlegum fjárhagslegum erfileikum. Örlög Portsmouth hefur haft það í för með sér að leikmenn hafa leitað á önnur mið og róðurinn hefur verið erfiður fyrir Pompey. Liðið er sem stendur í 14. sæti ensku Championship deildarinnar. „Ég vona innilega að ég geti leikið hjá Portsmouth á næsta tímabili og endað ferilinn minn þar," sagði Hermann Hreiðarsson við breska dagblaðið, The Sun. „Alveg frá byrjun hefur mér liðið einstaklega vel hjá klúbbnum, þrátt fyrir alla þá erfileika sem félagið hefur þurft að ganga í gegn um". „Fyrsta tímabilið var frábært hjá Portsmouth, við unnum enska bikarinn og stóðum okkur virkilega vel í deildinni, en bikarinn var án efa stærsta stund ferils míns. Síðastliðin þrjú ár hafa verið virkilega erfið fyrir félagið, en vandamál utan vallar hafa valdið því að liðið hefur þurft að ganga í gegnum örar mannabreytingar". „Það var skýrt markmið hjá liðinu fyrir tímabilið að komast í umspilið, en það er nokkuð óraunhæft eins og staðan er núna. Til þess að komast í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni þurfum við að ná öll stig sem í boði eru". „Þó svo að liðið komist ekki upp í efstu deild á næsta tímabili getum við farið stoltir í sumarfrí eftir ágætt tímabil, en við höfum að skipa virkilega þunnan leikmannahóp sem hefur gert okkur lífið leitt". „Það var alltaf draumurinn okkar að stofna Hótel af þessari tegund," sagði Hermann um Hótel KEX sem hann og viðskiptafélagar hans stofnuðu árið 2010. „Húsnæðið er fyrrum kexverksmiðja Í Reykjavík og við erum gríðarlega spenntir fyrir verkefninu".
Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira