Enski boltinn

Brady segir að Benni McCarthy séu feitustu mistök West Ham

Karren Brady, sem er varastjórnarformaður enska liðsins West Ham, dregur ekkert undan í viðtali við Daily Mail þegar hann segir að Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy, séu "feitustu“ mistök félagsins.
Karren Brady, sem er varastjórnarformaður enska liðsins West Ham, dregur ekkert undan í viðtali við Daily Mail þegar hann segir að Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy, séu "feitustu“ mistök félagsins. Nordic Photos/Getty Images
Karren Brady, sem er varastjórnarformaður enska liðsins West Ham, dregur ekkert undan í viðtali við Daily Mail þegar hann segir að Suður-Afríkumaðurinn Benni McCarthy, séu „feitustu" mistök félagsins.

Alls eru fimm leikir sem hefjast kl. 14 í dag í enska boltanum: Leikur WBA og Chelsea verður í beinni á Stöð 2 sport 2.

Hinn 33 ára gamli framherji náði ekki skora mark fyrir West Ham á þeim 15 mánuðum sem hann var hjá félaginu eftir að hann var keyptur frá Blackburn. Brady segir að West Ham hafi hent um einum milljarði kr. út um gluggann með því að fá McCarthy til liðsins.

West Ham hefur losað sig við leikmanninn og Brady segir að McCarthy hafi haft meiri áhuga á að borða en að skora mörk en hann var ávallt of þungur og langt frá því að vera í standi. West Ham berst fyrir lífi sínu í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni en liðið tekur á móti Aston Villa á heimavelli og hefst leikurinn kl 14.

WBA – Chelsea Stöð 2 sport 2

Birmingham – Sunderland – Stöð 2 sport 5

Blackpool – Wigan - Stöð 2 sport 6

Everton – Blackburn - Stöð 2 sport 4

West Ham – Aston Villa Stöð 2 sport 3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×