Enski boltinn

Kuyt framlengir við Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kuyt fagnar með Suarez.
Kuyt fagnar með Suarez.
Hollendingurinn Dirk Kuyt framlengdi í dag samningi sínum við Liverpool um eitt ár. Hann verður því hjá félaginu til ársins 2013 hið minnsta.

"Ég er afar kátur með þetta. Allar viðræður gengu vel og við náðum sem betur fer lendingu," sagði Kuyt.

"Hér hefur mér liðið vel frá fyrsta degi og það hefur aldrei breyst."

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, lýsti yfir mikilli ánægju með það að Kuyt yrði áfram. Sagði Kuyt vera fyrirmyndarleikmann sem aldrei gæfist upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×