Chelsea er enn með í baráttunni eftir 3-1 sigur - spenna á botninum Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 16. apríl 2011 13:45 Chelsea er enn með í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-1 sigur liðsins gegn WBA á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik og er Chelsea með 61 stig í þriðja sæti deildarinnar en Arsenal er þar fyrir ofan með 62 en liðið á leik til góða á morgun gegn Liverpool. Manchester United er efst með 69 stig. Baráttan á botni deildarinnar harðnar enn og Blackpool, West Ham og Wolves sitja nú í þremur neðstu sætum deildarinnar. Fylgst var með gangi mála í öllum leikjum dagsins á boltavakt Fréttablaðsins og visir.is.WBA - Chelsea 1-3 Peter Odemwingie skoraði fyrsta mark leiksins fyrir heimamenn eftir varnarmistök hjá Chelsea þar sem að John Terry leit ekki of vel út. Didier Drogba, sem var í byrjunarliði Chelsea á ný, þakkaði traustið og jafnaði metin á 21. mínútu. Fjórum mínútum síðar kom Salomon Kalou meistaraliði s.l. árs yfir og Frank Lampard bætti við þriðja markinu rétt undir lok fyrri hálfleiks. Þar við sat og Fernando Torres lék síðustu 10 mínúturnar í liði Chelsea - hann skoraði reyndar mark sem var dæmt af vegna rangstöðu.West Ham - Aston Villa 1-2 Gabriel Agbonlahor var hetja Aston Villa sem lagði West Ham á útivelli 2-1. Agbonlahor skoraði sigurmarkið á 90. mínútu en heimamenn komust yfir í leiknum strax á 1. mínútu þegar Robbie Keane skoraði. Darren Bent jafnaði metin fyrir Villa á 36. mínútu. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Aston Villa sem hafði sogast niður í fallbaráttuna á undanförnum vikum. Liðið er með 40 stig núna og situr í 9. sæti. West Ham er í næst neðsta sæti með 32 stig og útlitið er dökkt hjá félaginu.Blackpool - Wigan 1-3 Wigan vann gríðarlega mikilvægann sigur gegn Blackpool á útivelli. Með sigrinum þokaði Wigan sér úr fallsætinu. Hugo Rodallega kom gestunum yfir strax á 2. mínútu. Charles N'Zogbia bætti við öðru marki rétt undir lok fyrri hálfleiks. Neal Eardley skoraði sjálfsmark á 66. mínútu fyrir Blackpool og DJ Campbell skoraði eina mark heimamanna á 83. mínútu. Blackpool er með 33 stig í þriðja neðsta sæti en Wigan er með 34 í fjórða neðsta sæti.Birmingham - Sunderland 2-0 Sænski landsliðsmaðurinn Sebastian Larsson kom heimamönnum yfir á 40. mínútu og Craig Gardner bætti við marki á 65. mínútu. Með sigrinum náði Birmingham 38 stigum líkt og Sunderland. Þessi lið eru því alls ekki laus við falldrauginn því Wigan er í fjórða neðsta sæti með 34 stig.Everton - Blackburn 2-0 Everton vann góðan 2-0 sigur gegn Blackburn sem er í bullandi fallbaráttu. Everton náði með sigrinum í dag að komast í 47 stig og er liðið aðeins einu stigi á eftir Liverpool. Leon Osman náði að brjóta vörn Blackburn niður á 65. mínútu og Leighton Baines bætti við marki korteri fyrir leikslok. Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira
Chelsea er enn með í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-1 sigur liðsins gegn WBA á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik og er Chelsea með 61 stig í þriðja sæti deildarinnar en Arsenal er þar fyrir ofan með 62 en liðið á leik til góða á morgun gegn Liverpool. Manchester United er efst með 69 stig. Baráttan á botni deildarinnar harðnar enn og Blackpool, West Ham og Wolves sitja nú í þremur neðstu sætum deildarinnar. Fylgst var með gangi mála í öllum leikjum dagsins á boltavakt Fréttablaðsins og visir.is.WBA - Chelsea 1-3 Peter Odemwingie skoraði fyrsta mark leiksins fyrir heimamenn eftir varnarmistök hjá Chelsea þar sem að John Terry leit ekki of vel út. Didier Drogba, sem var í byrjunarliði Chelsea á ný, þakkaði traustið og jafnaði metin á 21. mínútu. Fjórum mínútum síðar kom Salomon Kalou meistaraliði s.l. árs yfir og Frank Lampard bætti við þriðja markinu rétt undir lok fyrri hálfleiks. Þar við sat og Fernando Torres lék síðustu 10 mínúturnar í liði Chelsea - hann skoraði reyndar mark sem var dæmt af vegna rangstöðu.West Ham - Aston Villa 1-2 Gabriel Agbonlahor var hetja Aston Villa sem lagði West Ham á útivelli 2-1. Agbonlahor skoraði sigurmarkið á 90. mínútu en heimamenn komust yfir í leiknum strax á 1. mínútu þegar Robbie Keane skoraði. Darren Bent jafnaði metin fyrir Villa á 36. mínútu. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Aston Villa sem hafði sogast niður í fallbaráttuna á undanförnum vikum. Liðið er með 40 stig núna og situr í 9. sæti. West Ham er í næst neðsta sæti með 32 stig og útlitið er dökkt hjá félaginu.Blackpool - Wigan 1-3 Wigan vann gríðarlega mikilvægann sigur gegn Blackpool á útivelli. Með sigrinum þokaði Wigan sér úr fallsætinu. Hugo Rodallega kom gestunum yfir strax á 2. mínútu. Charles N'Zogbia bætti við öðru marki rétt undir lok fyrri hálfleiks. Neal Eardley skoraði sjálfsmark á 66. mínútu fyrir Blackpool og DJ Campbell skoraði eina mark heimamanna á 83. mínútu. Blackpool er með 33 stig í þriðja neðsta sæti en Wigan er með 34 í fjórða neðsta sæti.Birmingham - Sunderland 2-0 Sænski landsliðsmaðurinn Sebastian Larsson kom heimamönnum yfir á 40. mínútu og Craig Gardner bætti við marki á 65. mínútu. Með sigrinum náði Birmingham 38 stigum líkt og Sunderland. Þessi lið eru því alls ekki laus við falldrauginn því Wigan er í fjórða neðsta sæti með 34 stig.Everton - Blackburn 2-0 Everton vann góðan 2-0 sigur gegn Blackburn sem er í bullandi fallbaráttu. Everton náði með sigrinum í dag að komast í 47 stig og er liðið aðeins einu stigi á eftir Liverpool. Leon Osman náði að brjóta vörn Blackburn niður á 65. mínútu og Leighton Baines bætti við marki korteri fyrir leikslok.
Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira