Enski boltinn

Frazier Campbell gæti líka misst af næsta tímabili

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frazier Campbell í leik með Sunderland.
Frazier Campbell í leik með Sunderland. Nordic Photos / Getty Images
Frazier Campbell hefur ekki spilað með Sunderland síðan í ágúst á síðasta ári og nú segir Steve Bruce, stjóri liðsins, að hann muni mögulega missa einnig af stærstum hluta næsta tímabils.

Campbell sleit krossband í hné í ágúst síðastliðnum og fór í aðgerð vegna þessa. Hann sneri svo hnéð á æfingu í síðustu viku og segir Bruce mögulegt að hann þurfi að fara í aðra aðgerð á næstunni.

„Við óttumst að hann þurfi að fara í aðra aðgerð sem myndi þýða að hann yrði frá stærstan hluta af næsta tímabils,“ sagði Bruce við enska fjölmiðla.

„Við teljum að það sé þörf fyrir það að skoða betur meiðslin og ef skurðlæknir telur þörf á annarri aðferð væri það mikið áfall fyrir okkur og ekki síst drenginn sjálfan.“

„Hann sinnti endurhæfingunni sinni af mikilli samviskusemi en datt illa og sneri upp á hnéð á föstudaginn fyrir leikinn gegn Manchester City.“

Aðeins tveir framherjar hjá Sunderland eru leikfærir - þeir Asamoah Gyan og Danny Welbeck. Sunderland mætir Birmingham um helgina í mikilvægum leik en bæði lið eru í neðri hluta deildarinnar.

Campbell er 23 ára gamall sóknarmaður sem var á mála hjá Manchester United til 2009, þar til að hann gekk til liðs við Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×