Enski boltinn

Missa stuðningsmenn af bikarleiknum á Wembley vegna stórbruna?

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Sir Alex Ferguson er einn þeirra sem hafa gagnrýnt hve margir stórviðburðir fara fram í London um helgina.
Sir Alex Ferguson er einn þeirra sem hafa gagnrýnt hve margir stórviðburðir fara fram í London um helgina. Nordic Photos/Getty Images
Viðureign Manchester United og Mancheste City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í dag er einn stærsti íþróttaviðburður Englands á þessu ári. Gríðarlegur fjöldi stuðningsmanna beggja liða mun ferðast til London í dag til þess að sjá grannaliðin eigast við. Leikurinn hefst í dag kl. 16.15 að íslenskum tíma en lögreglan í London hefur lokað stærstu umferðaræðinni inn í borgina vegna stórbruna við M1-hraðbrautina í norður-hluta London.

Það er því óvíst hvort allir stuðningsmenn beggja liða sem eiga miða á Wembley í dag nái í tæka tíð á völlinn vegna umferðatafa. Uppselt er á leikinn en 90.000 áhorfendur komast fyrir á Wembley. Talið er að allt að 60.000 manns séu á leiðinn frá Manchester á leikinn.

Það er nóg um að vera í London þessa helgina því Lundúnarmaraþonið er haldið í borginni, Stoke mætir Bolton á morgun í hinni undanúrslitaviðureigninni í bikarnum á Wembley. Og ekki má gleyma því að Arsenal tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Það er því gríðarlegur fjöldi stuðningsmanna sem er á ferðinni frá norður-hluta Englands í dag og á morgun og bruninn við M1 hraðbrautina getur sett stórt strik í reikninginn hjá þeim.

Margir hafa gagnrýnt þá ákvörðun enska knattspyrnusambandsins að halda undanúrslitaleikina á Wembley og þar á meðal er Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Man Utd. Hinn 69 ára gamli Skoti telur að aðrir vellir í norður-hluta Englands hefðu reynst betri valkostur en Ferguson telur að margt geti farið úrskeiðis í London þegar margir stórviðburðir fara fram í borginni nánast á sama tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×