Sport

Heiðar skoraði eftir 30 sekúndur en QPR tapaði

Heiðar Helguson skoraði mark Queens Park Rangers í 1-2 tapi á móti Leeds í lokaumferð ensku b-deildarinnar í dag. Heiðar og félagar fengu bikarinn afhentann í leikslok en liðið vann ensku b-deildina í ár og tryggði sér um leið sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Enski boltinn

Everton vann endurkomusigur á Manchester City

Manchester City tókst ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni í dag þegar þeir töpuðu 2-1 á útivelli á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni. City hefði tryggt sér fjórða sætið með sigri en nú eiga Liverpool og Tottenham enn smá möguleika á Meistaradeildarsætinu. City er sjö stigum á undan þeim þegar níu stig eru eftir í pottinum.

Enski boltinn

Vettel fremstur á ráslínu fjórða skipti í röð

Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel sá við öllum keppinautum sínum í tímatökum á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. Hann varð á undan Mark Webber liðsfélaga sínum hjá Red Bull, en Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji.

Formúla 1

Aron með 4 mörk þegar Kiel komst í bikarúrslitin

Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk í fimm marka sigri Kiel á Göppingen, 28-23, í undanúrslitum þýska bikarsins í handbolta sem fram fór í Color Line Arena í Hamburg í dag. Kiel mætir annaðhvort Flensburg eða Rhein-Neckar Löwen í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn er nú að hefjast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Handbolti

Rúnar fann réttu stöðuna fyrir mig

Rúnar Kristinsson breytti miklu þegar hann tók við liði KR síðasts sumar og eitt af því sem hann breytti var að færa Kjartan Henry Finnbogason til á vellinum. Rúnar færði hann aðeins aftar á völlinn, en Kjartan Henry hefur samt sem áður raðað inn mörkum í nýrri stöðu.

Íslenski boltinn

NBA: Dallas komið í 3-0 á móti Lakers - Rose með 44 stig

Dallas Mavericks vann þriðja leikinn í röð á móti NBA-meisturum Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í nótt og getur sópað út Kobe Bryant og félögum út úr undanúrslitum Vesturdeildarinnar með því að vinna fjórða leikinn í Dallas á morgun. Chicago Bulls náði hinsvegar aftur í heimavallarréttinn með því að vinna í Atlanta og komast í 2-1 á móti Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar.

Körfubolti

Undanúrslit þýska bikarsins í beinni á Stöð 2 Sport í dag

Það verður mikið um dýrðir í Color Line Arena í Hamburg í dag þegar undanúrslitaleikir þýsku bikarkeppninnar í handbolta fara fram. Tvö Íslendingalið eiga þá möguleika á því að komast í bikarúrslitaleikinn á morgun og það er hægt að sjá báða leikina beint á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikurinn verður síðan einnig í beinni á morgun.

Handbolti

Golfgoðsögn látin

Golfgoðsögnin Seve Ballesteros lést í nótt af völdum heilaæxlis. Hann var 54 ára gamall. Í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðu Ballesteros í morgun kemur fram að hann hafi látist á heimili sínu í Padrena, umvafinn ástvinum sínum. Ballesteros var áhrifamikill frumkvöðull í golfíþróttinni á Spáni. Hann vann meðal annars fimm risamót á ferli sínum. Spænsku blöðin kalla hann jafnvel „upphafsmann spænska golfsins“.

Golf

Ætla ekki að munnhöggvast við Reyni

Reynir Þór Reynisson, sem hætti sem þjálfari Fram í gær, segir að taka þurfi til í leikmannamálum félagsins og bar leikmennina þungum sökunum í viðtali við Fréttablaðið.

Handbolti

Leikmenn með slæmt hugarfar

Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fram í vetur, er hættur hjá félaginu eftir að hafa komist að samkomulagi þess efnis við stjórn handknattleiksdeildar Fram. "Það má segja að leið mín og leikmanna hafi ekki legið saman,“ segir Reynir í samtali við Fréttablaðið.

Handbolti

Ferguson ánægður með að fá Webb

Alex Ferguson segir að sinn helsti ótti fyrir leik Manchester United gegn Chelsea á morgun sé að dómgæslan muni bitna á sínum mönnum. Hann er þó ánægður með að Howard Webb dæmi leikinn.

Enski boltinn

Mourinho mun berjast gegn banninnu

Aitor Karanka, aðstoðarmaður Jose Mourinho hjá Real Madrid, segir að sá síðarnefndi sé allt annað en sáttur við fimm leikja bannið sem hann fékk hjá Knattspyrnusambandi Evrópu í dag.

Fótbolti

Ölgerðin: Það má ekki kalla Peppa Pepsi kallinn

Ölgerðin hefur látið hanna lukkudýr Pepsi-deildarinnar og ber hann nafnið „Pepsi-dósin“ og gælunafnið er „Peppi“. KSÍ kynnti kappann sem Peppa Pepsi-karl en það féll ekki í kramið hjá mönnum í Ölgerðinni sem sáu sig tilneydda til að ítreka rétt nafn nýja lukkutröllsins.

Íslenski boltinn

Hermann vongóður um nýjan samning

Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth, segist í samtali við enska dagblaðið Portsmouth News að hann sé vongóður um að gengið verði frá nýjum samningi á milli hans og félagsins á næstunni.

Enski boltinn

Hverjir byrja hjá Chelsea? - Sir Alex hefur ekki hugmynd

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist ekki getað séð fyrir sér hvaða leikmenn verða í byrjunarliðinu hjá Chelsea í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er með þriggja stiga forskot á Chelsea en Lundúnaliðið kemst á toppinn með sigri.

Enski boltinn