Sport

Birgir Leifur keppir á Áskorendamótaröðinni á Ítalíu í dag

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn til Flórens á Ítalíu þar sem hann keppir á Mugello Tuscany Open mótinu í evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur fékk óvænt boð á mótið þegar fjölmargir spænskir kylfingar boðuðu forföll vegna jarðafarar Seve Ballesteros sem lést um síðustu helgi.

Golf

Aron segist ekki tekinn við Haukaliðinu

Handboltaþjálfarinn Aron Kristjánsson segist ekki vera tekinn aftur við Haukum eins og fullyrt er á fréttamiðlinum sport.is í dag. Haukar eru að leita sér að nýjum þjálfara eftir að hafa misst af úrslitakeppni N1 deildar karla í vetur.

Handbolti

Barrichello: Williams vantar leiðtoga

Rubens Barrichello hjá Williams er reynslumesti ökumaðurinn í Formúlu 1 og hefur ekið í flestum mótum. Hann telur að lið sitt skorti leiðtoga sem tekur af skarið varðandi starfsemi innan liðsins. Hann vann m.a. í mörg ár með Ferrari á bestu árum Michael Schumachers. Williams hefur ekki unnið meistaratitla síðan 1997.

Formúla 1

Fyrrum NBA leikmaður fannst látinn

Robert Traylor, fyrrverandi NBA leikmaður, fannst látinn á heimili sínu aðeins 34 ára. Taylor lék í sjö ár í NBA-deildinni áður en hann flutti sig yfir til Púertó Ríkó þar sem hann lék með the Bayamon Cowboys fram að deginum í gær.

Körfubolti

Atli Sveinn: Þetta var mjög svekkjandi

Valsmenn sofnuðu á verðunum í kvöld og fengu á sig mark í uppbótartíma sem kostaði liðið 0-1 tap fyrir ÍBV í 100 ára afmælisveislu félagsins. Valsmenn voru manni fleiri allan seinni hálfleikinn en tókst ekki að nýta sér það.

Íslenski boltinn

Gummi Ben: Þetta var þolinmæðisvinna

Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks var hress að leik loknum. "Þetta var nauðsynlegt eftir tvö töp í byrjun að ná í þrjá punkta. Þetta var smá strögl en menn sýndu þolinmæði og voru ekkert að flýta sér um of. “

Íslenski boltinn

Andri: Okkur fannst allavega gaman í þessu afmæli

Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, var að sjálfsögðu kátur eftir 1-0 sigur á Val á Vodafonevellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfleikinn en tókst að tryggja sér 1-0 sigur með marki Þórarins Inga Valdimarssonar í uppbótartíma.

Íslenski boltinn

Andri Marteinsson: Stóðumst prófið þrátt fyrir tap

Andri Marteinsson þjálfari Víkings, var alls ekki ósáttur við frammistöðu síns liðs gegn KR í gærkvöld. „Þetta var ákveðið próf sem við þreyttum hér í dag. Mér fannst við standa okkur vel þó við höfum tapað. Mínir menn gerðu hluti sem var fyrir þá lagt og þeir lögðu sig fram,“ sagði Andri.

Íslenski boltinn

Rúnar Kristinsson: Vorum mun betri

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var að vonum hæst ánægður með stigin þrjú sem KR sótti í Víkina. „Frábær stig að sækja hingað á Víkingsvöll. Það er erfitt að koma hingað og mæta vel skipulögðu Víkingsliði. Við þurftum eins og alltaf að gefa okkur alla í leikinn. Við sækjum ekki þrjú stig í neinum leik í Íslandsmótinu án þess að hafa fyrir því. Ég er mjög ánægður með að sækja þrjú stig hingað og halda hreinu,“ sagði Rúnar.

Íslenski boltinn

Ólafur: Jafntefli sanngjörn úrslit

„Mér fannst við ekki verðskulda neitt annað en eitt stig út úr þessum leik,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í kvöld. Fylkir gerði 0-0 jafntefli við Fram í heldur tíðindalitlum leik.

Íslenski boltinn

Halldór Orri: Heimavallargryfja hvað?

"Það er varla hægt að kalla þetta gryfju þegar þeir hafa ekki spilað neinn leik hérna, án þess þó að gera lítið úr Þórsurum," sagði Halldór Orri Björnsson, stjörnumaður, spakur eftir sigurinn á Þór í kvöld.

Íslenski boltinn