Sport

Tryggvi verður með öfluga grímu á andlitinu gegn Víkingum

Tryggvi Guðmundsson varð fyrir alvarlegum meiðslum í leiknum gegn Keflavík á dögunum þar sem kinnbein brotnaði á þremur stöðum. Framherjinn ætlar ekki að láta þessi meiðsli stöðva sig og hefur hann hug á því að leika næsta leik ÍBV gegn Víkingum í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. Tryggvi mun leika með öfluga hlífðargrímu á andlitinu og eins og sjá má á myndinni.

Íslenski boltinn

LeBron James: Mánuður eftir af hatrinu

LeBron James fór á kostum í úrslitum Austudeildarinnar þar sem Miami Heat vann 4-1 sigur á Chicago Bulls og tryggði sér sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas. Miami-liðið er nú aðeins fjórum sigrum frá meistaratitlinum sem þeir lofuðu stuðningsmönnum sínum í júlí síðastliðnum.

Körfubolti

NBA: Miami komið í lokaúrslitin á móti Dallas

Miami Heat vann fjórða leikinn í röð á móti Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og tryggði sér þar með sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas Mavericks. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2006 sem bæði þessi lið komast alla leið í úrslitin.

Körfubolti

Brynjar Þór samdi við KR

Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði KR, gerði í gær nýjan tveggja ára samning við félagið. Það er þó með þeim fyrirvara að hann fari mögulega erlendis en hann er að þreifa fyrir sér þar.

Körfubolti

Ólafur: Vorum sjálfum okkur verstir

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hélt leikmönnum sínum lengi inn í klefa áður en hann kom fram að ræða við fjölmiðlamenn. Hann vildi þó ekki viðurkenna að hafa verið að lesa sínum mönnum pistilinn.

Íslenski boltinn

Hrannar Björn: Þetta er mjög fúlt

Hrannar Björn Steingrímsson átti fínan leik í liði Völsungs í kvöld sem tapaði naumlega, 2-1, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks. Hrannar skoraði mark Völsungs í leiknum og var það smekklega gert.

Íslenski boltinn

Abidal valinn aftur í franska landsliðið

Eric Abidal, franski varnarmaðurinn hjá Barcelona, hefur átt ótrúlega endurkomu í fótboltann eftir að hafa þurft að fara í uppskurð í mars vegna krabbameins í lifur. Hann er farinn að spila aftur með Barcelona-liðinu og í dag var hann valinn aftur í franska landsliðið.

Fótbolti

Þórir bara í þriðja sæti í kjöri IHF á besta þjálfara ársins

Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópumeistara Noregs í kvennaflokki, var í þriðja sæti á kjöri IHF á besta þjálfara ársins 2010 en kosning fór fram á heimasíðu Alþjóða handboltasambandsins. Það voru frönsku landsliðsþjálfararnir, Claude Onesta og Olivier Krumbholz, sem fengu flest atkvæði í kjörinu í ár.

Handbolti

Galliani: Fábregas er of dýr fyrir AC Milan

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan hefur lokað á þann möguleika að félagið kaupi Cesc Fábregas frá Arsenal fyrir næsta tímabil. Fábregas hefur verið orðaður við ítölsku meistarana að undanförnu en Galliani sagði í viðtali við Gazzetta dello Sport að AC Milan hefði ekki efni á fyrirliða Arsenal.

Enski boltinn