Sport

Arenas farinn að planka

Körfuboltastjarnan óstýriláta, Gilbert Arenas, fylgir straumnum og hann er nú farinn að planka líkt og óður væri. Hann birtir ansi skemmtilegar myndir af sér að planka á Twitter-síðu sinni.

Körfubolti

Shelvey hugsanlega lánaður til Blackpool

Það er nokkuð ljóst að Liverpool ætlar sér ekki að missa af Charlie Adam. Sky greinir frá því í dag að félagið sé til í að lána Jonjo Shelvey til Blackpool í eitt ár og yrði það lán hluti af kaupunum.

Enski boltinn

Einar Ingi samdi við Mors Thy

Línumaðurinn Einar Ingi Hrafnsson leikur í Danmörku næsta vetur en hann er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við úrvalsdeildarliðið Mors Thy. Hann kemur til liðsins frá þýska liðinu Nordhorn.

Handbolti

Mata liggur ekkert á að komast frá Valencia

Ein af stjörnum spænska U-21 árs liðsins sem vann EM, Juan Mata, segir að sér liggi ekkert á að fara frá Valencia en fjölmörg félög hafa sýnt honum áhuga eftir mótið í Danmörku. Má þar nefna Real Madrid og Barcelona sem og Liverpool og Arsenal.

Fótbolti

Pepsimörkin: Umdeilt víti í Eyjum

Stjörnumenn voru verulega ósáttir við vítið sem ÍBV fékk í leik liðanna í Eyjum. Þá virðist Andri Ólafsson falla án mikillar snertingar en víti dæmt engu að síðar. Andri tók sjálfur vítið og skoraði úr því.

Íslenski boltinn

FH gæti mætt Þýskalandsmeisturunum

Fari svo að Íslandsmeisturum FH takist að vinna sinn riðil í forkeppni Meistaradeildarinnar bíður liðsins spennandi riðill í keppninni þar sem meðal annars Þýskalandsmeistarar Hamburg eru í riðlinum. Það er því að miklu að keppa fyrir FH-inga.

Handbolti

Pepsimörkin: Mörkin og tilþrifin úr 8 umferð

Pepsimörkin á Stöð 2 sport fór af stað að nýju eftir nokkurt hlé á Pepsideild karla í fótbolta. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 sport fór yfir öll helstu atriðin úr 8. umferð með þeim Hjörvari Hafliðasyni og Magnúsi Gylfasyni. Samantektin í lok þáttar var skreytt með laginu Cant go back með Primal Scream.

Íslenski boltinn

Fimm félög bítast um Neymar

Það kostar rúmar 40 milljónir punda að losa brasilíska undrabarnið Neymar fra´Santos. Þrátt fyrir þá staðreynd eru heil fimm félög tilbúin að leggja fram þá upphæð. Þau mega því byrja að ræða við hann um samning.

Fótbolti

Pepsimörkin: Gaupahornið á Akranesvelli

Guðjón Guðmundsson var með Gaupahornið í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í samantektarþættinum um 8. umferðina. Gaupi fór eldsnöggt yfir knattspyrnusögu Skagamanna á Akranesvelli og þar komu margir við sögu. Þar á meðal skíðasleðinn Alexander Högnason, rafvirkinn Guðjón Þórðarson, Hvítanesættin, Guðjónssynirnir þrír og ekki gleyma Benedikt Valtýssyni.

Íslenski boltinn

FC Bayern kaupir efnilegan Japana

Efnilegasti knattspyrnumaður Japan, Takashi Usami, er búinn að skrifa undir samning við FC Bayern. Hann kemur til þýska liðsins frá Gamba Osaka í heimalandinu.

Fótbolti

Kári: Þurfum allaf að berjast og djöflast

„Þetta var mjög kærkomið og ég er ánægður með vinnuframlagið og baráttan sem sást á leik okkar í kvöld,“ sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Blika, eftir sigurinn í kvöld. Breiðablik vann frábæran sigur, 2-1, gegn Keflavík í kvöld, en liðið hefur átt erfitt uppdráttar í sumar.

Íslenski boltinn

Ólafur: Vorum beinskeyttir allan leikinn

„Við höfum alltaf haft trú á verkefninu og erum búnir að vinna vel í okkar málum og þegar menn gera það, þá er þeim launað,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld sem Breiðablik vann 2-1 gegn Keflavík í 8. umferð Pepsi-deildar karla.

Íslenski boltinn

Donovan ósáttur við Bradley þjálfara?

Landon Donovan stjörnuleikmaður bandaríska landsliðsins skar sig úr meðal liðsmanna bandaríska landsliðsins að loknum úrslitaleiknum í Gullbikaranum á laugardag. Á meðan aðrir leikmenn studdu við bakið á þjálfaranum Bob Bradley eftir tapið gegn Mexíkó var Donovan stuttur til svars.

Fótbolti

Schmeichel til Leicester City

Daninn Kasper Schmeichel er genginn til liðs við Leicester City í ensku Championship-deildinni. Schmeichel hefur skrifað undir þriggja ára samning við Leicester en hann var seldur frá Leeds United þvert á vilja leikmannsins.

Enski boltinn

Stórstjarna í MLS-deildinni sektuð fyrir leikaraskap

Charlie Davies framherji D.C. United í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu (MLS) hefur verið sektaður fyrir að fiska vítaspyrnu. Aganefnd MLS fékk aukin völd fyrir tímabilið til þess að refsa leikmönnum fyrir leikaraskap og er Davies sá fyrsti sem fær á baukinn.

Fótbolti

David De Gea í læknisskoðun hjá Manchester United

Markvörðurinn David De Gea er í læknisskoðun þess stundina vegna félagsskipta hans frá Atletico Madrid til Manchester United sem hafa verið í umræðunni að undanförnu. Talið er að ensku meistararnir þurfi að greiða 18.9 milljónir punda fyrir markvörðinn.

Enski boltinn

FH mætir Haslum í Meistaradeildinni

Íslandsmeistarar FH mæta norsku meisturunum í Haslum í forkeppni Meistaradeildarinnar í handknattleik. Takist FH að leggja Haslum af velli mætir það annað hvort HC Metalurg frá Makedóníu eða Maccabi Srugo Rishon Lesio frá Ísrael í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Handbolti