Sport

Benzema vill vera áfram hjá Real Madrid

Karim Benzema, franski landsliðsmaðurinn hjá Real Madrid, vill alls ekki yfirgefa spænska stórliðið þrátt fyrir að hann hafi verið í vandræðum með að vinna sér sæti í byrjunarliðinu síðan að hann var keyptur frá Lyon fyrir 35 milljónir evra sumarið 2009.

Fótbolti

Ferguson: Snýst ekki um hefnd

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði á blaðamannafundi í dag að úrslitaleikurinn gegn Barcelona á morgun snúist ekki um að hefna fyrir tapið í Rómarborg árið 2009.

Fótbolti

Heinze er á förum frá Marseille

Argentínski varnarmaðurinn Gabriel Heinze er á förum frá franska liðinu Marseille og ætlar að finna sér nýtt félag í sumar. Heinze, sem er fyrrum leikmaður Manchester United er að klára sitt annað tímabil hjá Marseille eftir að hafa komið þangað frá Real Madrid sumarið 2009. Hann ætlar ekki að spila áfram í Frakklandi.

Fótbolti

Ný glær flotlína frá Airflo

Veiðimenn eru nýjungagjarnir og taka þróun í veiðivörum vel. Þróun í línum fyrir flugustangir er mikil og á hverju ári koma fram línur sem þykja skara framúr í eiginleikum og það er oft ótrúlegur munur á milli ára hjá framleiðendum.

Veiði

Cruyff: Guardiola gæti hætt hjá Barcelona eftir úrslitaleikinn

Johan Cruyff, fyrrum leikmaður og þjálfari Barcelona, telur að það séu líkur á því að Pep Guardiola hætti sem þjálfari Barcelona eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley á morgun og þá skipti þar engu máli hvort Barcelona eða Manchester United fagni sigri í leiknum.

Fótbolti

Liverpool borgaði mest fyrir stigin sín

Blackpool fékk flest stig fyrir peninginn en Liverpool fæst á nýlokinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Á meðan Blackpool greiddi tæpa hálfa milljón punda á hvert safnað stig varði rauði herinn frá Liverpool rúmum tveimur milljónum punda á stig. Þetta er niðurstaðan þegar launakostnaður liðanna er borinn saman við stigin sem liðin söfnuðu í leikjunum 38 í vetur. Það var vefsíðan sportingintelligence.com sem tók saman.

Fótbolti

Úrslitaleikurinn á Wembley: Reynsluboltarnir á miðjunni

Ryan Giggs leikmaður Manchester United hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarnar vikur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að halda nafni sínu úr sviðsljósinu. Goðsögnin með flekklausa mannorðið virðist á endaspretti ferilsins hafa stigið út af sporinu og reynir nú hvað hann getur að bjarga andlitinu. Hversu mikla athygli sem bólfimimál kappans mun vekja hefur hinn 37 ára Walesverji fyrir löngu skráð nafn sitt í sögubækurnar fyrir ótrúlega og einstaka velgengni á knattspyrnuvellinum.

Fótbolti

Dalglish vill fá þrjá leikmenn frá Aston Villa

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hefur mikinn áhuga á leikmönnum Aston Villa þessa dagana því skoski stjórinn vill fá bandaríska markvörðinn Brad Friedel og landsliðsmennina Ashley Young og Stewart Downing á Anfield fyrir næsta tímabil.

Enski boltinn

Alonso: Verðum að taka áhættu

Fernando Alonso var fljótasti ökumaðurinn á æfingum Formúlu 1 liða í Mónakó í gær, en lokaæfing og tímatakan fyrir Mónakó kappaksturinn sem fer fram á sunnudaginn verður á morgun. Ökumenn aka ekki í dag á brautinni í Mónakó, en hefð er fyrir því að aka fyrstu tvær æfingarnar á fimmtudögum í furstadæminu.

Formúla 1

Þorvaldur fær að dæma sinn fyrsta A-landsleik

Þorvaldur Árnason mun dæma vináttulandsleik á milli Lúxemborgar og Ungverjalands sem fer fram í Lúxemborg föstudaginn 3. júní næstkomandi. Aðstoðardómarar Þorvalds í leiknum verða þeir Áskell Þór Gíslason og Frosti Viðar Gunnarsson. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn

Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni!

Ef þú ert að veiða frá bát í fjarðarminni á norðurslóðum, setur í vænan fisk, þá er líklega það síðast sem þú átt von á er að þurfa að slást við ísbjörn um fiskinn! Þessari frétt fylgir myndskeið sem er svo ótrúlegt að maður þarf að horfa á það tvisvar til þess að trúa því.

Veiði

Wilshere: Fletcher, Park og Valencia nýtast vel gegn Barcelona

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, segir United-liðinu henti betur að mæta Barcelona en Arsenal. Barcelona sló Arsenal út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Wilshere hefur sínar skoðanir á því hvernig Manchester United eigi að spila á móti Barcelona þegar þau mætast í úrslitaleiknum á Wembley á morgun.

Fótbolti

Evra: Ég má bara ekki tapa öðrum úrslitaleik

Patrice Evra hefur kynnst því bæði að vinna og tapa úrslitaleik í Meistaradeildinni. Hann vann titilinn með Manchester United 2008 en þurfti að sætta sig við silfrið með bæði Mónakó-liðinu árið 2004 og með United fyrir tveimur árum. Evra spilar því sinn fjórða úrslitaleik á Wembley á morgun þegar Manchester United mætir Barcelona.

Fótbolti

Kleifarvatn að lifna við eftir mögur ár

Hér kemur ein skemmtileg veiðisaga úr Kleifarvatni. Gleðifréttir að veiðin sé að glæðast í þessu vatni og ræktunarátak klárlega að skila árangri. Hér fyrir mörgum árum var oft góð veiði í vatninu og þá sérstaklega í suðurendanum þar sem hverirnir eru. Þegar vatnyfirborðið var hærra gekk bleikjan stundum inní pollinn í torfum og tók fluguna oft vel. Eftir skjálftahrinu sem olli því að yfirborð vatnsins lækkaði um nokkra metra datt allur botn úr veiðinni og vatnið verið lítið stundað síðan. En núna virðist líf færast í vatnið aftur.

Veiði