Handbolti

FH gæti mætt Þýskalandsmeisturunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fari svo að Íslandsmeisturum FH takist að vinna sinn riðil í forkeppni Meistaradeildarinnar bíður liðsins spennandi riðill í keppninni þar sem meðal annars Þýskalandsmeistarar Hamburg eru í riðlinum. Það er því að miklu að keppa fyrir FH-inga.

Íslendingaliðin AGK og Kiel eru saman í riðli en Rhein-Neckar Löwen þarf að fara í forkeppni. Komist liðið í gegnum hana mun liðið mæta Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í Füchse Berlin.

Í riðli AGK og Kiel er líka franska liðið Montpellier sem Nikola Karabatic leikur með.

Riðlarnir í Meistaradeildinni:

A-riðill: Barcelona, Croatia Zagreb, Kadetten, Chambery, Bosna, sigurvegari úr 2. öðrum riðli forkeppninnar.

B-riðill: Chekhovskie Medvedi, Vészprém, Ciudad Real, Füchse Berlin, Bjerringbro og Valladolid/Rhein-Neckar Löwen/Kielce eða Dunkerque.

C-riðlill: Hamburg, Cimos Koper, Constanta, St. Petersburg, Wisla Plock, sigurvegari í 3. riðli forkeppninnar.

D-riðill: Montpellier, AG Köbenhavn, Kiel, Ademar Leon, Pick Szeged, sigurvegari í 1. riðli forkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×