Sport

Liverpool gæti flutt frá Anfield

Eigandi Liverpool, Bandaríkjamaðurinn John W. Henry, segir að félagið gæti neyðst til þess að flytja frá heimavelli sínum, Anfield. Hann vill vera áfram á Anfield en segir að félaginu gæti reynst sá kostur nauðugur að færa sig um set.

Enski boltinn

Frost í samskiptum Bellamy og Mancini

Framherjinn Craig Bellamy hefur viðurkennt að hafa lent í rifrildi við Roberto Mancini aðeins nokkrum dögum eftir að Ítalinn tók við stjórnartaumunum hjá Man. City. Þeir hafa ekki talað saman síðan.

Enski boltinn

Webber á undan Schumacher á Silverstone

Mark Webber hjá Red Bull var fljótastur á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í Bretlandi í dag, en keppt verður á brautinni á sunnudaginn. Michael Schumacher á Mercedes var næst fljótastur og Rubens Barrichello á Williams þriðji. Sergio Perez á Sauber var með fjórða besta tíma, en hann er nýliði í Formúlu 1 á þessu ári. Bleyta var á Silverstone brautinni og Webber náði besta tímanum undir lok æfingarinnar, þegar hlutar brautarinnar höfðu þornað.

Formúla 1

Alonso: Erfitt að brúa bilið í Vettel

Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari stefnir á sigur í einstökum mótum á árinu, en telur að vandasamt fyrir ökumenn að skáka Sebastian Vettel ökumanni Red Bull í stigamótinu, nema Vettel geri mistök. Vettel er með 77 stiga forskot á Jenson Button hjá McLaren í stigamóti ökumanna, en Alonso er í fimmta sæti í stigamótinu, 99 stigum á eftir Vettel. Formúlu 1 mót er á Silverstone um helgina og fyrstu tvær æfingarnar á föstudag.

Formúla 1

EM í golfi: Ísland þarf að vinna Ítalíu

Íslenska karlalandsliðið í golfi þarf að vinna Ítalíu í dag til þess að halda keppnisrétti sínum á næsta Evrópumeistaramóti áhugamanna. Ísland tapaði í gær, 4-1, gegn Norðmönnum í B-riðli keppninnar en í þeim riðli leika þjóðirnar sem enduðu í 9.-16. sæti eftir höggleikinn á mótinu sem fram fer í Portúgal.

Golf

Aron Einar semur við Cardiff á morgun

Aron Einar Gunnarsson skrifar undir þriggja ára samning við Cardiff City í ensku fyrstu deildinni í fótbolta á morgun. Fyrst fer hann í læknisskoðun í fyrramálið. Þetta staðfesti Aron Einar við íþróttadeild fyrir örfáum mínútum.

Enski boltinn

Redknapp ætlar að byggja í kringum Modric

Harry Redknapp, stjóri Spurs, vonar að nýir leikmenn sannfæri króatíska miðjumanninn Luka Modric um að rétt sé að vera áfram hjá félaginu. Modric vill fara en félagið neitar að selja hann. Bæði Man. Utd og Chelsea vilja kaupa miðjumanninn.

Enski boltinn

O´Shea fór líka til Sunderland

Manchester United er búið að missa tvo varnarmenn til Sunderland í dag. Wes Brown fór fyrr í dag og nú er John O´Shea búinn að skrifa undir samning við félagið. Kaupverð leikmannanna var ekki gefið upp.

Enski boltinn

Stórsigur hjá KR í Evrópudeildinni

KR er komið áfram í Evrópudeild UEFA eftir afar öruggan sigur, 5-1, á færeyska liðinu ÍF Fuglafjörður í kvöld. KR vann rimmu liðanna 8-2 samanlagt. Yfirburðir KR-inga í leiknum voru miklir og talsverður gæðamunur á liðunum. Það mátti sjá strax í upphafi.

Fótbolti

Wes Brown til Sunderland

Varnarmaðurinn Wes Brown hefur gengið til liðs við Sunderland frá Manchester United. Brown skrifaði undir fjögurra ára samning í dag en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

Enski boltinn

Elfar Freyr Helgason á leið til AEK

Knattspyrnumaðurinn Elfar Freyr Helgason úr Breiðabliki er á leiðinni til gríska félagsins AEK Aþenu. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverðið en Elfar Freyr á eftir að gangast undir læknisskoðun og semja um kaup og kjör.

Íslenski boltinn

Hörður Axel samdi við þýskt úrvalsdeildarlið

Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflvíkingum í IcelandExpress deild karla á næstu leiktíð. Hörður, sem er 22 ára gamall leikstjórnandi, hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið Mitteldeutscher til þriggja ára. Frá þessu er greint á karfan.is.

Körfubolti

Argentína veldur vonbrigðum á heimavelli

Það er óhætt að segja að landslið Argentínu í knattspyrnu hafi ollið stuðningsmönnum sínum vonbrigðum í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu til þessa. Liðið gerði markalaust jafntefli við Kólumbíu í gærkvöldi. Miklar vonir voru bundnar við argentínska liðið enda liðið stjörnum hlaðið og á heimavelli.

Fótbolti

Læknir Tiger Woods játar sök í lyfjahneykslismáli

Kanadíski læknirnir Anthony Galea hefur játað að hafa smyglað ólöglegum lyfjum til Bandaríkjanna. Galea sem starfar í Toronto í Kanada hefur haft íþróttamenn á borð við Tiger Woods og hafnarboltastjörnuna Alex Rodriguez á sínum snærum.

Golf

Veiði hafin á öllum svæðum Hreggnasa

Veiði er nú hafin í öllum ánum sem Veiðifélagið Hreggnasi er með á leigu og selur veiðileyfi í. Góð veiði hefur verið í Korpu og byrjunin í Svalbarðsá í Þistilfirði lofar mjög góðu. Gljúfurá í Húnaþingi var opnuð í gær og þar fékkst einn lax og nokkrar bleikjur. Rólegt hefur verið yfir veiðinni í Grímsá og Laxá í Kjós og Bugðu en menn eru vongóðir um að veiðin glæðist eftir stórstreymið nú um helgina og á morgun.

Veiði

Lax að ganga í Hvannadalsá

Við heyrðum í veiðimönnum úr Hvannadalsá. Þeir segja mikið vatn vera í ánni og frekar kalt úti. Lítið gekk hjá þeim til að byrja með á sunnudag en fór svo strax að ganga betur á mánudag, þá fengu þeir tvo laxa í Djúpafossi, annar um 90cm en hinn í kringum 83cm. Í gær beit hann svo á í Árdalsafossi og Árdalsfljóti en þeir voru í kringum 83cm, á meðan slagurinn stóð yfir sáu þeir um 10-15 laxa renna sér inn í Árdalsfljót.

Veiði

Veiðin gengur vel í Elliðaánum

Samkvæmt veiðivörðum stóðu Elliðaárnar í 176 veiddum löxum í gærkveldi. Stöðugar göngur eru í árnar en í nótt gengur 30 laxar gegnum teljarann við rafstöðina.

Veiði

Góð veiði í Straumunum

Síðasta holl í Straumunum var með 17 laxa á tveimur dögum á tvær stangir. Hollið þar á undan var með 16 laxa en mikið vatn er í vatnamótunum.

Veiði

Veiðidagar barna í Elliðaánum

Nú fer að líða að fyrsta veiðidegi barna í Elliðaánum og er mikil eftirvænting meðal yngri kynslóðarinnar. Töluverðar eftirspurnir hafa verið eftir plássum og hefur því einum degi verið bætt við þann 13.júlí næstkomandi. Enn eru örfá pláss laus þennan dag.

Veiði

Robbie Fowler semur við tælenskt félag

Fyrrum framherji Liverpool Robbie Fowler hefur ákveðið að ganga til liðs við tælenska knattspyrnufélagið Muang Thong United. Fowler sem er einn vinsælasti leikmaðurinn í sögu Liverpool spilaði tvö síðustu tímabil í Ástralíu.

Enski boltinn