Sport

Þrettán knattspyrnumenn létu sig hverfa

Þrettán leikmenn knattspyrnuliðsins The Red Sea FC frá Erítreu létu sig hverfa að loknu knattspyrnumóti sem lauk í Tansaníu um helgina. Leikmenn liðsins áttu að snúa til síns heima á laugardaginn þegar í ljós kom að þrettán þeirra voru horfnir.

Fótbolti

O'Shea verður fyrirliði Sunderland

Írinn John O'Shea verður næsti fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland. Slúðurmiðillinn Dailymail greinir frá þessu á vefsíðu sinni í dag og segir Lee Cattermole allt annað en sáttan.

Enski boltinn

Lifnar yfir Syðri Brú

Við heyrðum í Búa Gíslasyni veiðimanni sem var við veiðar í Syðri Brú í morgun ásamt veiðifélaga. Þeir félagarnir voru búnir að setja í tvo laxa um 6-7 pundið og báðir grálúsugir.

Veiði

17 laxar úr Víðidalsá í gær

Góðar fréttir bárust úr Víðidalsá í dag en veiðimenn settu í 17 laxa í gær og þar af var góður hluti af því smálax. Hitch-ið hefur verið að gefa meirihlutann af laxinum í sumar og var enginn breyting á því í gær.

Veiði

FH-liðið orðið of gamalt?

Hörður Magnússon velti því upp í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 í gærkvöld hvort FH-liðið væri orðið of gamalt. FH-ingar töpuðu 3-1 gegn ÍBV í Eyjum og þótti frammistaða þeirra ekki góð. Magnús Gylfason og Reynir Leósson, sérfræðingar þáttarins, höfðu sína skoðun á vandamálum FH-liðsins.

Íslenski boltinn

243 laxar komnir á land í Selá

Ein af þeim ám sem er að koma öllum á óvart þessa dagana er Selá í Vopnafirði. Á góðu ári hefur áin verið að skila rétt yfir hundrað löxum fyrstu tvær vikurnar en núna eru laxarnir orðnir 243! Það er frábær veiði þegar við tökum það inní myndina að aðeins er veitt á 4 stangir á þessum tíma.

Veiði

Corinthians með 35 milljóna punda boð í Tevez

Brasilíska knattspyrnufélagið Corinthians hefur boðið 35 milljónir punda eða sem svarar 6.6 milljörðum íslenskra króna í Carlos Tevez leikmann Man City. Kia Joorabchian ráðgjafi Tevez segist þegar hafa rætt við brasilíska félagið.

Enski boltinn

Maradona lenti í bílslysi

Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona slapp með skrekkinn í bílslysi í Buenos Aires í gærkvöldi. Betri helmingur Maradona, Veronica Ojeda, var með honum í bílnum og slapp einnig ómeidd.

Fótbolti

Pepsimörkin: Gaupahornið í heimsókn hjá Jóa Útherja

Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 brá sér í heimsókn í íþróttaverslunina Jóa Útherja og ræddi þar við feðgana sem þar ráða ríkjum. Atriðið er úr þættinum Pepsimörkin sem var á dagskrá í gær eftir 10. umferð Íslandsmóts karla á Stöð 2 sport.

Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Allt það besta úr 10. umferðinni

Öll mörkin úr 10. umferð Pepsideildar karla í fótbolta voru sýnd í þættinum Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær. Þar fóru Hörður Magnússon, Reynir Leósson og Magnús Gylfason yfir gang mála í öllum leikjum umferðarinnar. Mörkin og öll helstu tilþrifin má sjá í myndbandinu.

Íslenski boltinn

Rory McIlroy verður með Els og Fowler í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana

Opna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Royal St. George‘s vellinum og er þetta í 140. sinn sem mótið fer fram. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku hefur titil að verja en hann sigraði með nokkrum yfirburðum í fyrra á St. Andrews. Að venju verða margir spennandi ráshópar fyrstu tvo keppnisdagana og Norður-Írinn Rory McIlroy vekur mesta athygli allra keppenda.

Golf

103 sm stórlax af Hrauni

Á föstudaginn sl. veiddist fyrsti lax sumarsins á Hrauni, 103 cm lúsugur hængur. Þetta var þykkur og fallegur lax eins og myndin sýnir en hann veiddist við Engey sem er neðst á svæðinu. Laxinn gæti því hugsanlega vegið 23 til 24 pund en honum var auðvitað sleppt. Hraun og hin svæðin neðan virkjunar voru mikil stórlaxasvæði hér í den en á því varð breyting upp úr 1980.

Veiði

Ánægjulegur veiðitúr í Hvannadalsá

Árni Eggertsson sendi okkur línu eftir skemmtilegan veiðitúr í Hvannadalsá 7-9 júlí en þetta var í fyrsta skiptið sem þeir félagar reyndu við ánna. Aðstæður voru erfiðar fyrsta daginn þar sem mikið vatn var í ánni en það fór minnkandi næstu daga á eftir.

Veiði

Góð urriðaveiði fyrir norðan

Það hefur verið líflegt á urriðasvæðunum eftir að sumarið gekk í garð nyrðra. Þurrfluguveiðimenn eru komnir á stjá í kjölfar hlýindanna síðustu daga.

Veiði

Stabæk vill fá um 100 milljónir kr. fyrir Veigar Pál

Veigar Páll Gunnarsson er enn til umfjöllunar í norskum fjölmiðlum í dag en norska meistaraliðið Rosenborg hefur sýnt honum áhuga og bendir allt til þess að Veigar verði seldur frá Stabæk á allra næstu dögum. Samkvæmt heimildum Addressavisen er kaupverðið um 100 milljónir kr.

Fótbolti

Messi með snilldartakta í 3-0 sigri Argentínumanna

Lionel Messi sýndi snilldartilþrif í gær þegar Argentína vann Kosta-Ríku, 3-0, i lokaumferð A-riðils á Copa America í gær. Argentína varð að vinna leikinn til þess að komast upp úr riðlinum en liðið var langt frá sínu besta í fyrstu tveimur leikjunum.

Fótbolti

Haraldur: Það vantaði herslumuninn

„Ég er enginn hetja, það eru 11 menn inná vellinum í einu og við stóðum okkur allir vel í kvöld, en það vantaði herslumuninn,“ sagði Haraldur Björnsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld.

Íslenski boltinn

Gervinho til Arsenal

Arsenal hefur gengið frá kaupum á framherjanum Gervinho frá Lille. Fílbeinstrendingurinn 24 ára hefur verið orðaður við enska félagið undanfarnar vikur en nú hefur Arsene Wenger staðfest að hann sé á leið til félagsins.

Enski boltinn