Sport

Haraldur: Það vantaði herslumuninn

„Ég er enginn hetja, það eru 11 menn inná vellinum í einu og við stóðum okkur allir vel í kvöld, en það vantaði herslumuninn,“ sagði Haraldur Björnsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld.

Íslenski boltinn

Gervinho til Arsenal

Arsenal hefur gengið frá kaupum á framherjanum Gervinho frá Lille. Fílbeinstrendingurinn 24 ára hefur verið orðaður við enska félagið undanfarnar vikur en nú hefur Arsene Wenger staðfest að hann sé á leið til félagsins.

Enski boltinn

Ragnar Hauksson gengur til liðs við Þór

Þórsarar hafa fengið liðstyrk fyrir átökin framundan í Pepsi-deild karla. Sóknarmaðurinn Ragnar Hauksson hefur gengið til liðs við félagið. Unnsteinn Jónsson formaður knattspyrnudeildar Þórs staðfesti þetta við Vísi fyrir stundu.

Íslenski boltinn

Essien frá í hálft ár

Chelsea varð fyrir miklu áfalli í dag þegar ljóst var að miðjumaðurinn Michael Essien yrði frá næstu sex mánuðina vegna meiðsla á hné.

Enski boltinn

Woodgate semur við Stoke til eins árs

Enski varnarmaðurinn Jonathan Woodgate hefur skrifað undir eins árs samning við Stoke City. Woodgate hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár en samningur hans við Tottenham var ekki endurnýjaður.

Enski boltinn

Fréttir úr Ytri Rangá

Ytri Rangá skilaði 13 löxum á sunnudag og tveir í viðbót veiddust í Hólsá. Að sögn Matta veiðivarðar í ánni var einhver reitingur í morgun og misstu veiðimenn meðal annars vænan lax, líklegast um 80 cm langan, á veiðistaðnum Djúpós.

Veiði

Skrýtin ákvörðun dómara á HM í Þýskalandi

Bandaríkin slógu út Brasilíu á HM kvenna í knattspyrnu í gærkvöld eftir vítaspyrnukeppni. Markvörðurinn Hope Solo var hetja Bandaríkjanna en hún varði vítaspyrnuna sem gerði gæfumuninn. Hún varði einnig víti í venjulegum leiktíma sem dómari leiksins lét af einhverjum ástæðum endurtaka.

Fótbolti

Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi

Vesturröst hefurtryggt sér umboð fyrir Federal ,CCI og American Eagle skot og hafa þeir fengið nýja sendingu af þeim og ein nákvæmustu verksmiðju hlöðnu skot sem hægt er að fá í dag Federal Premium í nokkrum caliberum.

Veiði

Valur getur endurheimt efsta sætið

Valsmenn geta endurheimt toppsætið í Pepsi-deild karla í knattspyrnu takist liðinu að leggja Stjörnumenn að velli á Hlíðarenda í kvöld. KR-ingar skutust upp fyrir Valsmenn með 3-0 sigri á Fylki í gærkvöld.

Íslenski boltinn

Stórlaxarnir bíða þín fyrir norðan

Veiðimenn sem eru á leið í Laxá í Aðaldal á næstunni ættu að líta í nýjustu Veiðifréttir SVFR en þar er að finna ítarlegt viðtal við Guðlaug Lárusson, stórveiðimann. Laxá í Aðaldal er hans heimavöllur og þar hefur hann dregið þá marga stóra í gegnum tíðina.

Veiði

Golfskóli Birgis Leifs: Einföld æfing til að bæta miðið

Í þessum kennsluþætti úr Golfskóla Birgis Leifs fer atvinnukylfingurinn yfir einfalda æfingu til þess að bæta miðið hjá kylfingum. Birgir Leifur bendir á nokkrar algengar villur sem eru ríkjandi hjá mörgum kylfingum og lausnin er frekar einföld eins og sjá má í myndbrotinu. Kennsluefnið er úr þáttunum Golfskóli Birgis Leifs sem sýndir eru á Stöð 2 sport.

Golf

Umfjöllun: Valsmenn náðu ekki að endurheimta toppsætið

Valur og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 10.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld á Hlíðarenda. Valsmenn áttu möguleika á því að komast á toppinn í deildinni en Stjörnumenn komu í veg fyrir það og jafntefli niðurstaðan. Stjarnan var mun sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og Valsmenn voru heppnir að fá stig úr leiknum, en markvörður þeirra Haraldur Björnsson átti frábæran leik og bjargaði þeim oft á tíðum.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Keflavík losaði sig úr fallbaráttunni

Keflavík vann mikilvægan 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínu í kvöld. Fyrir leikinn munaði aðeins fjórum stigum á liðunum og því ljóst að með sigri hefðu Víkingar sótt Keflavík í fallbaráttuna en með sigrinum er Keflavík nú sjö stigum frá fallsæti þar sem Víkingar sitja að því er virðist sem fastast.

Íslenski boltinn

Modric segir að stjórnarformaður Tottenham hafi beitt hótunum

Króatíski landsliðsmaðurinn Luka Modric heldur því fram að David Levy stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham hafi haft í hótunum við sig. Modric hefur lýst því yfir að hann vilji komast frá Tottenham. Levy er allt annað en ánægður með þá ákvörðun leikmannsins. Modric segir að Levy hafi hótað því að hann fengi ekkert að spila með félaginu ef hann sætti sig ekki við þá ákvörðun félagsins að setja hann ekki á sölulista.

Enski boltinn