Sport

Diouf í fimm ára bann frá landsliðinu

El Hadji Diouf, hinn umdeildi leikmaður Blackburn Rovers, hefur verið settur í fimm ára bann frá knattspyrnu í heimalandi sínu Senegal. Diouf var afar gagnrýninn á knattspyrnusamband Senegal eftir að hann var ekki valinn í landsliðið í undankeppni Afríkukeppninnar.

Enski boltinn

Chelsea sendi inn kvörtun vegna áhorfenda í Malasíu

Chelsea hefur sent inn formlega kvörtun til knattspyrnusambands Malasíu vegna hegðunar áhorfenda á leik liðsins gegn úrvalsliði frá Malasíu. Yossi Benayoun, landsliðsmaður frá Ísrael, fékk að heyra það frá áhorfendum í leiknum og telja forsvarsmenn Chelsea að um kynþáttahatur hafi verið að ræða.

Enski boltinn

Ísland tapaði 4-0 gegn Evrópumeistaraliði Spánverja

Íslenska U17 ára kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 4-0 gegn ríkjandi Evrópumeistaraliði Spánverja í undanúrslitum Evrópumótsins í Nyon í Sviss í dag. Spánverjar voru með mikla yfirburði í leiknum en mörkin sem Ísland fékk á sig voru afar slysaleg svo ekki sé meira sagt. Frakkar og Þjóðverjar eigast við kl. 16 í dag í hinum undanúrslitaleiknum og mætir Íslandi tapliðinu úr þeirri viðureign í leiknum um bronsverðlaunin.

Fótbolti

Kobayshi og Perez áfram hjá Sauber 2012

Sauber Formúlu 1 liðið tilkynnti í morgun að Kamui Kobayahsi og Sergio Perez verða áfram hjá liðinu á næsta ári. Þá verður varaökumaður liðsins, Esteban Gutigraverrez áfram hjá liðinu, en hann og Perez eru frá Mexíkó, en Kobayahsi er japanskur.

Formúla 1

Veigar Páll er enn leikmaður Stabæk segir talsmaður liðsins

Inge André Olsen, yfirmaður íþróttamála hjá norska fótboltaliðinu Stabæk, segir í viðtali við NRK að ekki sé búið að ganga frá sölunni á Veigari Páli Gunnarssyni til meistaraliðs Rosenborg í Þrándheimi. Olsen segir ennfremur að töluvert beri í milli í viðræðunum og það sé alls ekki búið að ganga frá samningum við Veigar Pál hjá Rosenborg.

Fótbolti

Innsend frétt úr Korpunni

Það hefur verið fínn gangur í Korpunni í sumar, í gær miðvikudaginn 17. júlí voru komnir á land 110 laxar á land og 12 sjóbirtingar. Það eru ennþá stórar torfur af laxi sem dólar um í sjónum, hnusar af ósnum og bíður eftir réttum aðstæðum til þess að renna sér upp í ánna, það verður virkilega gaman að sjá hvað gerist núna þegar bleyta er í kortunum enda var farið að örla á vatnsleysi og ekki er áin vatnsmikil fyrir.

Veiði

Arnar Freyr samdi við Keflavík

Arnar Freyr Jónsson skrifaði í gær undir samning við körfuknattleiksdeild Keflavíkur og mun hann leika með sínu gamla liði á næstu leiktíð. Samningurinn er til eins árs en Arnar missti af síðasta tímabili eftir að hafa slitið krossband hægra í hné en þá var hann leikmaður með úrvalsdeildarliði í Danmörku.

Körfubolti

Árás markvarðar í leik rannsökuð sem morðtilraun - myndband

Markvörður u19 ára landsliðs Brasilíu í fótbolta gæti átt yfir höfði sér ákæru um morðtilraun eftir að hann sparkaði með fólskulegum hætti í hálsinn á Elivelton leikmanni Vasco da Gama. Markvörðurinn, Gustavo, var leikmaður Sport Recife, en forráðamenn liðsins ráku hann úr liðinu eftir að myndband af atvikinu fór eins og eldur í sinu á veraldarvefnum.

Fótbolti

Man Utd átti ekki í vandræðum með stjörnulið MLS deildarinnar

Manchester United átti ekki í erfiðleikum með að vinna úrvalslið bandarísku MLS deildarinnar í fótbolta í gær í New Jersey. Ensku meistararnir unnu 4-0 sigur en David Beckham var einn af leikmönnum úrvalsliðsins. Anderson og Park Ji-sung skoruðu fyrir Man Utd í fyrri hálfleik en Dimitar Berbatov og Danny Welbeck bættu við mörkum í síðari hálfleik.

Enski boltinn

Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar

Þá eru komnar nýjar tölur frá Landsambandi veiðifélaga og Norðurá heldur sínu fyrsta sæti. Þess ber að geta fyrir þá sem eru að rýna í tölurnar í fyrsta skipti að það er ekki endilega heildartalan sem skiptir máli heldur hversu margir laxar það eru sem koma á stöngina.

Veiði

Ágæt bleikjuveiði í Litluá

Ágæt bleikjuveiði hefur verið í Litlá í sumar í bland við urriðann. Eru þær margar vænar og algeng stærð 45 til 50 sm. Einnig hafa ágætir urriðar komið á land og veiddist um daginn 71 sm urriði sem áætlaður var um 11 pund.

Veiði

Enn einn stórlaxinn úr Víðidalnum

Þrátt fyrir að veiðin sé nokkuð róleg enn sem komið er í Víðidalnum eru þar þó nokkrir drekar á sveimi. Þessi sem hér sést á mynd er 100 cm langur og tók hann Green Brahan no. 14 í Harðeyrarstreng. Veiðimaðurinn er Konstantin Kravchenko og óskum við honum til lukku með þennan fallega fisk.

Veiði

Lifnar loksins yfir Stóru Lax-á

Við heyrðum góðar fréttir úr Stóru Laxá sv. I og II. Í gær komu sjö laxar á land og veiðimenn misstu annað eins. Laxinn var að taka á öllu svæðinu. Eru þetta góðar fréttir fyrir Stóru Laxá sem hefur verið eins og svo margar aðrar ár seinni í gang en undanfarin ár.

Veiði

Guð er í nótt á Þingvöllum

Atli Bergmann hefur í vor og sumar farið sannkölluðum hamförum á veiðislóð. Bleikja og urriði í hundruða tali auk vænna sjóbirtinga og stórlaxa eru á afrekaskránni. Atli fékk lax lífs síns í Svartá um daginn.

Veiði

Blanda komin yfir 1.100 laxa

Þó að laxveiðin í Blöndu hafi ekki verið eins mikil í sumar og á tveimur síðustu árum hefur veiðin verið þokkaleg. Samkvæmt upplýsingum frá Lax-á hafa veiðst um 1.100 laxar.

Veiði

Leiknismenn á siglingu undir stjórn Zorans

Leiknismenn unnu sinn þriðja leik í röð í 1. deild karla í kvöld þegar þeir unnu 5-1 sigur á Þrótturum sem voru fyrir leikinn sex sætum ofar en þeir í töflunni. Haukar sóttu að Selfossi í baráttunni um annað sætið þökk sé sigurmarki Hilmars Rafns Emilssonar á móti ÍR.

Íslenski boltinn

Atli Sigurjónsson: Ég vil fá KR í úrslitaleiknum

„Ég veit ekki alveg hvernig ég á að haga mér. Ég er alveg búinn á því en mjög glaður," sagði Þórsarinn Atli Sigurjónsson í viðtali við Valtýr Björn Valtýsson á Stöð 2 Sport eftir að Þórsliðið hafði tryggt sér sæti í bikarúrslitaleiknum í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Íslenski boltinn

Jakob og Hlynur báðir í úrvalsliði NM 2011

Íslenska landsliðið átti tvo leikmenn í úrvalsliði Norðurlandamótsins í körfubolta sem lauk í Sundsvall í kvöld eða jafnmarga og Norðurlandameistarar Finna. Íslenska liðið tryggði sér bronsverðlaun með sigri á Norðmönnum í dag.

Körfubolti