Sport

Moyes vill fá Sturridge til Everton á láni

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur verið í viðræðum við Chelsea um að fá Daniel Sturridge til liðs við félagið á láni, en leikmaðurinn sló í gegn á síðasta tímabili þegar hann var lánaður frá Chelsea til Bolton í janúar.

Enski boltinn

Enski boltinn: Upphitun fyrir leiki dagsins

Mikil eftirvænting er fyrir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Íslendingaslagur verður á Loftus Road, tvö af kaupóðustu félögunum mætast á Anfield og vonandi verður boðið upp á jafnmikla markaveislu á St. James' Park og í fyrra. Kíkjum nánar á málið.

Enski boltinn

Mancini: Nasri ætti að vera löngu kominn

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, er allt annað en sáttur við vinnubrögð stjórnar félagsins. Hann segir stjórnina, annað árið í röð, ekki standa sig þegar kemur að leikmannakaupum yfir sumartímann.

Enski boltinn

Enn veldur Tiger Woods vonbrigðum

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er úr leik á PGA-meistaramótinu í golfi í Atlanta. Woods var samtals á tíu höggum yfir pari eftir tvo fyrstu hringina og var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Golf

Tekst Þór að spilla gleðisumri KR?

Nýliðar Þórs og Íslandsmeistaraefnin í KR mætast í úrslitum Valitor-bikars karla á Laugardalsvelli í dag. Þórsarar geta skráð nafn sitt á bikarinn í fyrsta sinn en KR-ingar eru öllu vanir þegar kemur að bikarnum.

Íslenski boltinn

Fólk elskar að hata mig

Eyjapeyinn Tryggvi Guðmundsson er aðeins fjórum mörkum frá því afreki að jafna met Inga Björns Albertssonar yfir flest skoruð mörk í efstu deild íslenska fótboltans frá upphafi. Kjartan Guðmundsson ræddi við hann um metið, ferilinn og framtíðina.

Íslenski boltinn

Heilt lið réðst á dómara sem bjargaði sér á hlaupum

Dómaratríó í Argentínu komst í hann krappan á dögunum þegar allt varð vitlaust í leik San Guillermo og Atletico Tostado í argentínsku 5. deildinni. Dómara leiksins varð á þau mistök að gefa röngum manni rautt spjald og hann þurfti í kjölfarið að forða sér á hlaupum undan leikmönnum Tostado sem réðust allir að honum.

Fótbolti

Félagi Gylfa Þórs hjá Hoffenheim lánaður til Spánar

Þýska félagið Hoffenheim hefur samþykkt að lána argentínska miðjumanninn Franco Zuculini til spænska liðsins Real Zaragoza á þessu tímabili. Zuculini er 20 ára gamall og einu ári yngri en Gylfi Þór Sigurðsson sem var að berjast við hann um stöðu á miðju Hoffenheim.

Fótbolti

West Brom hafnaði tilboði Wigan í Peter Odemwingie

West Bromwich Albion hefur hafnað tilboði Wigan í nígeríska-rússneska framherjann Peter Odemwingie en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu West Brom í kvöld. Peter Odemwingie skoraði fimmtán mörk fyrir West Brom liðið á síðustu leiktíð og á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.

Enski boltinn