Sport

Umfjöllun: Valsmenn felldu Víkinga niður um deild

Valsmenn felldu Víkinga niður um deild í kvöld þegar þeir sigruðu heimamenn 1-0 í Fossvoginum. Valsmenn skoruðu eina mark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og í raun magnað að aðeins eitt mark hafi verið skorað í leiknum. Matthías Guðmundsson, leikmaður Vals, gerði mark gestanna.Valur réði lögum og lofum í seinni hálfleiknum og fengu heldur betur færin til að skora fleiri mörk.

Íslenski boltinn

Ferguson: Berbatov fær sín tækifæri

Dimitar Berbatov, leikmaður Manchester United, hefur lítið fengið að spila með liðinu í upphafi tímabilsins en stjóri liðsins, Alex Ferguson, segir að hann muni fá sín tækifæri til að sanna sig.

Enski boltinn

Útsala hjá Vesturröst

Veiðimenn gera góð kaup þessa dagana hjá Vesturröst en haustútsalan þeirra byrjaði í gær. Afslátturinn á stangveiðivörum er 20-80% og því tilvalið að bæta einhverju í veiðidótið sem þarfnast endurnýjunar eða þá til að skella sé á eitthvað nýtt.

Veiði

Teikningar af nýrri stúku við Hásteinsvöll

ÍBV hefur látið teikna og hanna nýja stúku við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum en félagið þarf að byggja stúkuna fyrir næsta tímabil ætli það að fá keppnisleyfi á vellinum fyrir næsta tímabil í Pepsi-deild karla. Framkvæmdarstjóri ÍBV segir hins vegar skort vera á fjárhagslegum stuðningi frá bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum.

Íslenski boltinn

Dóttir Kenny Dalglish fór í taugarnar á Ferguson

Eins og frægt er þá brást Ales Ferguson, stjóri Manchester United, heldur illa við spurningu fréttamanns eftir leik liðsins gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu í gær. Téður fréttamaður er hins vegar dóttir Kenny Dalglish, stjóra Liverpool.

Fótbolti

Höfuðborgarsvæðið helsta vígi ÍBV

Það verður mikið um að vera í Pepsi-deild karla í kvöld þegar 19. umferðin fer öll fram. Spennan jókst bæði á toppi og botni um síðustu helgi, þar sem Eyjamenn tóku meðal annars toppsætið af KR-ingum með góðri hjálp frá FH. Augu margra verða á leik Stjörnunnar og ÍBV í Garðabænum, enda verður spennandi að sjá hvernig Eyjaliðið ræður við pressuna sem fylgir því að sitja í toppsætinu.

Íslenski boltinn

Töpuð stig hjá toppliðunum: Mikill munur á KR og ÍBV

Þrjú lið eiga raunhæfa möguleika á því að verða Íslandsmeistarar í ár; ÍBV og KR eru í harðri baráttu um titilinn og FH á enn smá von. Það er athyglisvert að skoða á móti hvaða liðum þessi þrjú lið hafa tapað stigum miðað við hvernig tafla Pepsi-deildarinnar lítur út.

Íslenski boltinn

Ferguson pirraður út í blaðamenn - De Gea spilar gegn Chelsea

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var eitthvað pirraður út í blaðamenn eftir jafnteflið gegn Benfica í kvöld. Hann þoldi illa að þeir spyrðu hann út í hvort frammistaða markvarðarins Anders Lindegaard hefði gert það að verkum að David de Gea yrði á bekknum í næsta leik.

Fótbolti

Ævintýri við erfiðar aðstæður

Þrátt fyrir grátlegar aðstæður undanfarið hafa veiðimenn verið að reka í stórlaxa í Nesi sem venja er. Hafa fimm laxar á bilinu 20-25 pund veiðst á sl. fjórum dögum.

Veiði

Veiði lokið í Norðurá

Veiði er formlega lokið í Norðurá í Borgarfirði. Veiðisumarið var gott í Norðurá og lokatalan 2.134 laxar sem verður að teljast afbragðsgóð niðurstaða.

Veiði

Farið að bera á sjóbirting

Sjóbirtingsveiðimenn bíða nú eftir sunnanáttinni, líkt og aðrir stangaveiðimenn. Ljóst er að sjóbirtingur er mættur í vatnamót Tungufljóts í Skaftafellssýslu.

Veiði

Makedónía sló óvænt út heimamenn í Litháen á EM í körfu

Makedónía tryggði sér óvænt undanúrslitaleik á móti Evrópumeisturum Spánar á Evrópumótinu í körfubolta í Litháen eftir tveggja stiga dramatískan sigur á gestgjöfum Litháen, 67-65, í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. Makedónía hefur aldrei áður komist svona langt í úrslitakeppni EM í körfubolta.

Körfubolti

Íslendingar markahæstir í öllum deildarleikjum AG til þessa

Íslensku landsliðsmennirnir í danska liðinu AG frá Kaupmannahöfn hafa verið áberandi í fyrstu leikjum nýs tímabils í dönsku úrvalsdeildinni. AG er búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína með níu mörkum að meðaltali í leik og íslensku leikmennirnir hafa skorað 16,7 mörk að meðaltali í þessum þremur leikjum.

Handbolti

Löwen lagði meistara Hamburg

Það gengur hvorki né rekur hjá Þýskalandsmeisturum Hamburg undir stjórn Svíans Per Carlén. Í kvöld tapaði Hamburg gegn lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar, 33-29.

Handbolti