Sport

Jordan græðir meiri pening í dag en þegar hann spilaði í NBA

Það er langt síðan að Michael Jordan lagði körfuboltaskóna á hilluna en hann græðir engu að síður á tá og fingri í dag í gegnum allskyns auglýsingasamninga. Jordan aflaði meira en 60 milljónir dollara á síðasta ári, rúma sjö milljarða íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum frá Forbes eða meira en allir aðrir leikmenn NBA-deildarinnar í dag.

Körfubolti

Mancini vill Tevez í burtu frá City

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, vill losna við Carlos Tevez frá félaginu eftir að sá síðarnefndi neitaði að koma inn á sem varamaður gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Fótbolti

Tevez: Reyni að gera mitt besta

Carlos Tevez sagði í raun lítið um ástæður sínar fyrir því að hafa neitað að koma inn á sem varamaður í leik Manchester City gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann ítrekaði aðeins að hann væri óánægður hjá félaginu í viðtölum við fjölmiðlamenn eftir leikinn.

Fótbolti

Carlos Tevez neitaði að koma inn á

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, staðfesti eftir leik liðsins gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld að Carlos Tevez hafi neitað að koma inn á sem varamaður í leiknum. Það er ólíklegt að hann spili aftur fyrir City úr þessu.

Fótbolti

Dramatískur sigur Löwen á Lemgo

Krzysztof Lijewski tryggði í kvöld Rhein-Neckar Löwen nauman sigur á Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta með því að skora sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka. Lokatölur voru 26-25 og er Löwen með átta stig eftir sex leiki í þriðja sæti deildarinnar.

Handbolti

Sunnudagsmessan: Elokobi sat á bekknum gegn Liverpool

Að venju var farið yfir helstu afrek varnarmannsins George Elokobi hjá Wolves í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport um s.l. helgi. Hinn 25 ára gamli leikmaður frá Kamerún sat reyndar á varamannabekknum gegn Liverpool en þrátt fyrir það lét hann að sér kveða með ýmsum hætti.

Enski boltinn

Kiel mætir Magdeburg í bikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta í dag. Alfreð Gíslason og félagar í Kiel eru núverandi bikarmeistarar en þeir fá það erfiða verkefni að mæta Magdeburg á heimavelli.

Handbolti

Naumur sigur Inter í Moskvu

Inter Milan vann í kvöld góðan 3-2 sigur á CSKA Moskvu á útivelli í spennandi leik í B-riðli Meistaradeildar Evrópu. Maure Zarate skoraði sigurmarkið tólf mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti

Kobayashi telur jákvætt að keppt sé í Japan eftir náttúruhamfarirnar

Japanski Formúlu 1 ökumaðurinn Kamui Kobayashi verður á heimavelli í næstu keppni, sem verður í Japan um aðra helgi. Hann hefur stutt landa sína með ráði og dáð eftir náttúruhamfarirnar í Japan fyrr á árinu og útbjó m.a. rafræna Formúlu 1 bók í samstarfi við ökumenn og keppnisliðin til styrktar Rauða krossinum í Japan.

Formúla 1

Ísland bara með eitt lið í Meistaradeild kvenna á næsta ári

Ísland verður bara með eitt lið í Meistaradeild kvenna á næsta ári en Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út þátttökulista fyrir næstu keppni í Meistaradeild kvenna. Nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar verða því einu fulltrúar Íslands í keppninni 2012-2013 en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn

Snæfell sendir Shannon McKever heim

Shannon McKever, leikmaður kvennaliðs Snæfells í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, er farin heim til Bandaríkjanna eftir að Snæfell rifti samningi við hana. Shannon þótti ekki standa undir væntingum sem farið var af stað með í upphafi samkvæmt frétt á heimasíðu Snæfells.

Körfubolti

Chelsea-liðið þurfti að skipta um flugvél á Gatwick

Það var mikil töf á flugi Chelsea-manna til Valencia í morgun en Chelsea mætir spænska liðinu í Meistaradeildinni á morgun. Chelsea-liðið átti að fljúga klukkan 9.00 í morgun að íslenskum tíma en fluginu seinkaði um þrjá og hálfan tíma vegna bilanna í flugvélinni sem átti að flytja liðið til Spánar.

Fótbolti

Sunnudagsmessan: Hversu mikilvægur er Rooney fyrir Man Utd?

Wayne Rooney var ekki með ensku meisturunum í 1-1 jafntefli liðsins gegn Stoke um s.l. helgi í ensku úrvalsdeildinni. Sérfræðingarnir í Sunnudagsmessunni fóru yfir málin í þættinum og þar sagði Hjörvar Hafliðason m.a. að Dimitar Berbatov ætti enga framtíð fyrir sér hjá Manchester United. Berbatov var í fremstu víglínu ásamt Michael Owen í leiknum.

Enski boltinn