Hamilton vill vinna tvö síðustu mótin 7. nóvember 2011 19:00 Lewis Hamilton, ökumaður McLaren. AP MYND: Eugene Hoshiko Lewis Hamilton hjá McLaren hefur unnið tvö Formúlu 1 mót á þessu keppnistímabili og vill ljúka því með því að vinna tvö síðustu mót ársins. Fyrra mótið er í Abu Dabí um næstu helgi, á Yas Marina-brautinni, en það síðara fer fram í Brasilíu. „Ég á nokkrar frábærar minningar frá Yas Marina. Ég ræsti fremstur af stað þar árið 2009 og hafði forystu í kappakstrinum þar til ég varð að hætta vegna vandamála í bremsukerfinu. Í fyrra varð ég í öðru sæti og náði besta tíma í einstökum hring, en ég vil umbreyta þessu í sigur," sagði Hamilton um þáttöku sína í mótinu í Abú Dabí í næstu helgi. „Ég tel að við höfum ástæðu til að vera sjálfsöruggir fyrir mótið í Abu Dabí. Þessi braut ætti að henta bíl okkar og við ættum að geta hámarkað það sem stillanlegur afturvængur færir okkur og KERS-kerfið. Hvoru tveggja er hluti af styrkleika bíls okkar." „Það kann að vera að Red Bull og Sebastian (Vettel) hafi tryggt sér báða meistaratitilanna, en ég er staðráðinn í að ljúka tímabilinu í sigurvímu. Ég hef unnið tvö mót ár þessu ári og ég hefði yndi af því að tvöfalda þann árangur í lok ársins. Það væri líka góð umbun fyrir alla hjá McLaren," sagði Hamilton. Formúla Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren hefur unnið tvö Formúlu 1 mót á þessu keppnistímabili og vill ljúka því með því að vinna tvö síðustu mót ársins. Fyrra mótið er í Abu Dabí um næstu helgi, á Yas Marina-brautinni, en það síðara fer fram í Brasilíu. „Ég á nokkrar frábærar minningar frá Yas Marina. Ég ræsti fremstur af stað þar árið 2009 og hafði forystu í kappakstrinum þar til ég varð að hætta vegna vandamála í bremsukerfinu. Í fyrra varð ég í öðru sæti og náði besta tíma í einstökum hring, en ég vil umbreyta þessu í sigur," sagði Hamilton um þáttöku sína í mótinu í Abú Dabí í næstu helgi. „Ég tel að við höfum ástæðu til að vera sjálfsöruggir fyrir mótið í Abu Dabí. Þessi braut ætti að henta bíl okkar og við ættum að geta hámarkað það sem stillanlegur afturvængur færir okkur og KERS-kerfið. Hvoru tveggja er hluti af styrkleika bíls okkar." „Það kann að vera að Red Bull og Sebastian (Vettel) hafi tryggt sér báða meistaratitilanna, en ég er staðráðinn í að ljúka tímabilinu í sigurvímu. Ég hef unnið tvö mót ár þessu ári og ég hefði yndi af því að tvöfalda þann árangur í lok ársins. Það væri líka góð umbun fyrir alla hjá McLaren," sagði Hamilton.
Formúla Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira