Sport

Doktorar í fallbaráttu á Íslandi

Fram og Grindavík björguðu sér enn á ný frá falli í lokaumferð þegar 22. umferð Pepsi-deildar karla fór fram á laugardaginn. Það kom því í hlut nýliða deildarinnnar, Þórs og Víkings, að falla aftur úr deildinni.

Íslenski boltinn

Ólafur Örn: Þetta var fyrsta færið mitt í sumar

Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindvíkinga, var hetja liðsins í gær þegar hann kom liðinu í 1-0 í 2-0 sigri Grindavíkur út í Eyjum. Markið kom á 80. mínútu leiksins en fram að því voru Grindvíkingar að falla úr deildinni. Grindvíkingar björguðu sér hinsvegar með frábærum sigri og það kom í hlut Þórsara að falla úr deildinni.

Íslenski boltinn

Higuaín með þrennu í sigri Real Madrid

Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín skoraði þrjú mörk þegar Real Madrid vann 4-0 útisigur á Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en lærisveinar Jose Mourinho komust fyrir vikið upp í þriðja sæti deildarinnar.

Fótbolti

Umfjöllun: Framarar með fullt hús stiga eftir sigur á Haukum

Framarar unnu frábæran sigur gegn Haukum, 23-22, í annarri umferð N1-deild karla, en leikurinn fór fram að Ásvöllum. Haukar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleiknum, en skelfileg byrjun heimamanna í þeim síðari kostaði þá sigurinn. Þetta var annar sigur Framara í röð en liðið vann Íslandsmeistarana í FH í fyrstu umferð.

Handbolti

Haukakonur Lengjubikarmeistarar í körfunni

Haukar unnu fyrsta titil vetrarins í körfuboltanum þegar kvennalið félagsins vann tveggja stiga sigur á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur, 63-61, í úrslitaleik Lengjubikars kvenna sem fram fór í Grafarvoginum í dag.

Körfubolti