Sport

Guðmundur Árni í beinni á EHF TV á netinu

Guðmndur Árni Ólafsson og félagar í danska úrvalsdeildarliðinu Bjerringbro/Silkeborg mæta í dag Veszprem frá Ungverjalandi í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á vefsíðunni EHF TV.

Handbolti

Vettel fremstur á ráslínu í tólfta skipti á árinu

Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökunni á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Hann varð aðeins 0.009 úr sekúndu á undan Jenson Button á McLaren, en Lewis Hamilton á McLaren var þriðji fljótastur og Felipe Massa á Ferrari á eftir honum.

Formúla 1

Button fremstur í flokki á lokaæfingunni

Jenson Button á McLaren náði besta tíma á þriðju og síðustu æfingu Formúlu 1 ökumanna á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Hann var 0.507 úr sekúndu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren, en Sebastian Vettel á Red Bull var með þriðja besta tíma, 0.867 á eftir Button. Fjórði varð Fernando Alonso á Ferrari, 1.024 sekúndu á eftir Button.

Formúla 1

Ólafur Jóhannesson: Stoltur af liðinu

Ólafur Jóhannesson stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn í 5-3 tapleiknum gegn Portúgal í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Þjálfarinn var stoltur af liðinu þrátt fyrir tapið.

Fótbolti

Sölvi Geir: Þetta var ömurleg sending

"Sem varnarmaður þá get ég ekki verið sáttur við fáum á okkur fimm mörk,“ sagði Sölvi Geir Ottesen fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 5-3 tapleikinn gegn Portúgal í kvöld í viðtali við Guðmund Benediktsson á Stöð 2 sport.

Fótbolti

Birkir Bjarnason: Spiluðum mjög góðan leik

Við spiluðum bara mjög góðan leik en ég veit ekki hvort við erum svona óheppnir eða einbeitingalausir í mörkunum þeirra,“ sagði Birkir Bjarnason landsliðsmaður í fótbolta við Guðmund Benediktsson á Stöð 2 sport eftir 5-3 tapleik Íslands gegn Portúgal í kvöld. Birkir var einn besti leikmaður Íslands og átti stóran þátt í þriðja marki liðsins þar sem hann var felldur í vítateig Portúgals.

Fótbolti

Hallgrímur komst í fámennan hóp í kvöld

Hallgrímur Jónasson komst í fámennan úrvalshóp með því að skora tvö mörk á Estádio do Dragão vellinum í Porto í kvöld. Hallgrímur skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum en íslenska liðið varð að sætta sig við 3-5 tap í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2012.

Fótbolti

Hannover vann Íslendingaslaginn gegn Grosswallstadt

Ásgeir Örn Hallgrímsson átti fínan leik fyrir Hannover-Burgdorf í kvöld er það lagði lið Sverres Jakobssonar, Grosswallstadt, í þýska handboltanum í kvöld. Lokatölur 34-27 en Hannover leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 17-12.

Handbolti

Aron Einar: Toppaði ferðina að taka Sölva

Aron Einar Gunnarsson sló á létta strengi í viðtali við Guðmund Benediktsson, íþróttafréttamann, í Portúgal í gær. Aron og félagar hans í íslenska landsliðinu mæta heimamönnum í undankeppni EM 2012 klukkan 20.00 í kvöld.

Fótbolti

Ólafur er þokkalega sáttur eftir fjögur ár sem landsliðsþjálfari

Ólafur Jóhannesson stýrir íslenska landsliðinu í fótbolta í síðasta sinn í kvöld þegar liðið sækir Portúgal heim í undankeppni Evrópumótsins. Í viðtali við Guðmund Benediktsson íþróttafréttamann Stöðvar 2 segir Ólafur að hann sé ágætlega sáttur við þau fjögur ár sem hann hefur verið í starfinu en vissulega hafi komið upp erfiðir tímar í þessu starfi.

Fótbolti

Arsenal-maðurinn heldur áfram að skora fyrir Suður-Kóreu

Arsenal-maðurinn Park Chu-young skoraði bæði mörk Suður-Kóreu í 2-2 jafntefli á móti Póllandi í vináttulandsleik í Seoul í Suður-Kóreu í dag. Park hefur þar með skorað sex mörk í síðustu þremur landsleikjum sínum og alls 23 mörk í 56 landsleikjum fyrir Suður-Kóreu.

Enski boltinn

UEFA sektaði Barcelona fyrir að mæta of seint til seinni hálfleiks

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sektaði í dag Evrópumeistara Barcelona vegna framkomu liðsins í leiknum á móti Porto í Ofurbikar Evrópu í ágúst. Barcelona vann leikinn 2-0 en þarna mættust sigurvegarar í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á síðasta ári. Leikurinn fór fram á Stade Louis vellinum í Mónakó.

Fótbolti