Sport

Will Smith og frú í nýja eigendahóp Philadelphia 76ers

Eigendur hinna NBA-liðanna í körfubolta hafa samþykkt söluna á Philadelphia 76ers liðinu til nýrra eigenda en þeir eru fjárfestingahópur í forystu Joshua Harris. Ed Snider og Comcast-Spectacor seldu 76ers fyrir á bilunu 270 til 290 milljónir dollara sem mörgum þykir ekki mikið fyrir svona fornfrægt NBA-félag.

Körfubolti

Framboðsfrestur og frestur til lagabreytinga SVFR

Það styttist óðum í aðalfund Stangaveiðifélags Reykjavíkur árið 2011, sem fram fer 26. nóvember næstkomandi á Grand Hótel klukkan 14.00. Vakin er athygli á því að frestur til framboðs í stjórn, svo og frestur til að skila inn lagabreytingatillögum er 12. nóvember.

Veiði

Pulis: Stoke missti af Alex Oxlade-Chamberlain í sumar

Alex Oxlade-Chamberlain sýndi snilli sína á Laugardalsvellinum á dögunum þegar hann skoraði öll þrjú mörk enska 21 árs landsliðsins í 3-1 sigri á því íslenska. Arsenal keypti Chamberlain frá Southampton í haust en þessi 18 ára vængmaður hefði getað endað í Stoke.

Enski boltinn

Bara tveir miðverðir leikfærir hjá Tottenham

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, má ekki við fleiri meiðslum í miðvarðarhópi sínum því aðeins tveir miðverðir eru leikfærir fyrir leik Tottenham á móti Rubin Kazan í Evrópudeildinni á White Hart Lane á morgun.

Fótbolti

Sergio Aguero segist vera alsaklaus

Argentínumaðurinn Sergio Aguero bjargaði líklega Meistaradeildartímabili Manchester City í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma á móti spænska liðinu Villarreal. Þetta var jafnframt fyrsti sigur City-liðsins í Meistaradeildinni frá upphafi.

Fótbolti

NBA-deilan: Sextán tíma samningafundur að baki

Eigendur og fulltrúar leikmanna í NBA-deildinni eru að tala saman þótt ekkert bendi til þess að verkfallið í NBA-deildinni sé að fara leysast. Deiluaðilar hittust í New York í gær og stóð samningarfundurinn yfir frá tíu um morguninn fram til klukkan tvö um nóttina eða í heila sextán tíma.

Körfubolti

Af nýlegum útboðsmálum

Það ber nokkuð á útboðum þessa stundina, eitt er nýafstaðið og tvö „heit“ og annað þeirra jafnvel umdeilt. Þessi heitu eru Þverá/Kjarrá og Flókadalsá í Fljótum.

Veiði

Sara Björk: Stundum hleyp ég of mikið

Sara Björk Gunnarsdóttir sló í gegn á sínu fyrsta ári í sænsku deildinni og var fljót að eigna sér byrjunarliðssætið í Malmö alveg eins og hún gerði aðeins 17 ára gömul í íslenska landsliðinu. Sænski meistaratitillinn kom í höfn eftir 6-0 sigur á Örebro þar sem hún átti þátt í þremur marka Malmö.

Íslenski boltinn

Bauð öllum starfsmönnum íþróttahússins út að borða

NBA-verkfallið bitnar ekki bara á NBA-áhugmönnum, milljarðamæringunum sem eiga félögin eða milljarðamæringunum sem spila leikinn. Það er fullt af fólki sem vinnur í kringum NBA-liðin og NBA-leikina og það hefur þurft að horfa á eftir miklum tekjumissi á meðan eigendur og leikmenn deila um hvernig þeir eiga að skipta öllum milljörðunum.

Körfubolti

Las það í bréfi frá Þóri að hún væri ekki lengur í landsliðinu

Karoline Dyhre Breivang er einn sigursælasti leikmaður norska kvennalandsliðsins í handbolta og á að baki 264 landsleiki fyrir Noreg. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska liðsins, ætlar hinsvegar ekki að veðja á hana á HM í Brasilíu í desember en það hefur vakið athygli að Breivang fékk fyrst að vita það í bréfi frá Þóri að hún væri búin að missa sæti sitt í landsliðinu.

Handbolti

Tíu íslensk mörk gegn meisturunum

Íslendingaliðið Hannover-Burgdorf var aldrei langt undan í leik sínum gegn Þýskalandsmeisturum Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en meistararnir unnu að lokum þriggja marka sigur, 37-34.

Handbolti

Aron Einar skoraði í tapleik

Aron Einar Gunnarsson skoraði í kvöld sitt fyrsta mark fyrir enska B-deildarliðið Cardiff en það dugði ekki til þar sem að liði tapaði fyrir Peterborough á útivelli, 4-3.

Enski boltinn

Del Piero fær ekki nýjan samning hjá Juventus

Alessandro Del Piero, fyrirliði Juventus, er að spila sitt síðasta tímabil með Juventus en samningur þessa 36 ára gamla framherja rennur út í vor. Del Piero hefur leikið með Juventus frá 1993 og er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.

Fótbolti