Sport

Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land

Stóra Laxá í Hreppum endaði í 795 löxum í sumar og er það metveiði í Stóru. Sumarið í ár byrjaði hægt og virtist aldrei ætla í gang eins og á mörgum öðrum ám þetta sumarið en hrökk í gang í lok ágúst með mikillri veiði og gekk þannig langt fram í september. Til að myndar voru nokkur tveggja daga holl sem náðu 100 laxa veiði á svæði I&II. Í sumar var í fyrsta skipti innleitt veiða og sleppa reglur í Stóru en á svæðum1-3 má hirða 1 lax en öllu sleppt á svæði 4.

Veiði

Nær Hróarslækur sér á strik 2012

Engum blöðum er um það að fletta að Hróarslækur var lélegur í sumar og langt undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Sér í lagi þar sem sleppingar í fyrra voru í fullu samræmi við fyrri sleppingar samkvæmt okkar heimildum.

Veiði

Stærsta tap í sögu Grindavíkur

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur slegið viðræðum við Guðjón Þórðarson á frest í ljósi þess að deildin var rekin með 21 milljónar króna tapi á síðasta ári. "Skafl sem þarf að moka,“ segir formaðurinn.

Íslenski boltinn

Redknapp líður vel eftir aðgerðina

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, gekkst undir hjartaaðgerð í gær. Honum líður nokkuð vel eftir aðgerðina að sögn sonar hans, Jamie, sem meðal annars lék með Liverpool á sínum tíma.

Enski boltinn

Björgvin Páll gæti verið á leið undir hnífinn

Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er úr leik vegna axlarmeiðsla. Læknir íslenska landsliðsins vill að hann fari í aðgerð. Fari Björgvin í aðgerð verður hann frá keppni í tvo mánuði og missir þar af leiðandi af Evrópumótinu í Serbíu sem fram fer í janúar.

Handbolti

Kjartan Henry: Sá að ég hef roð við þessum gæjum

Kjartan Henry Finnbogason kom heim til Íslands í fyrrakvöld eftir vikudvöl hjá enska B-deildarliðinu Brighton & Hove Albion þar sem hann þótti standa sig vel. Þar áður var hann hjá danska liðinu Nordsjælland en þangað fór hann strax eftir landsleik Íslands í Portúgal í upphafi síðasta mánaðar.

Íslenski boltinn

Rúnar: Ég hef metnað til að þjálfa í sterkari deild

Rúnar Kristinsson er einn þeirra þjálfara sem voru orðaðir við þjálfarastöðuna hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Lilleström í fjölmiðlum þar ytra í gær. Reyndar sagði Rúnar að fréttin væri frá blaðamönnunum sjálfum komin en vissi þó að nafn hans væri á blaði hjá félaginu.

Íslenski boltinn

Alexander Petersson: Álagið hefur sitt að segja

Það var nánast biðröð á sjúkrabekkinn á æfingu íslenska landsliðsins á íþróttahúsinu á Seltjarnanesi í gær. Einn þeirra sem fengu meðhöndlun var Alexander Petersson, sem hefur verið tæpur í bakinu, enda álagið mikið.

Handbolti

Rann á bolta og meiddist

Það er óhætt að segja að æfingar íslenska landsliðsins gangi ekki stórslysalaust fyrir sig. Hinn ungi og efnilegi markvörður Hauka, Aron Rafn Eðvarðsson, er einn þeirra sem eru komnir á meiðslalistann.

Handbolti

Gerrard eignaðist þriðju dótturina

Steven Gerrard og eiginkona hans, Alex, fullkomnuðu þrennuna í gær þegar Alex fæddi stúlkubarn í þriðja skiptið. Stúlkan hefur verið nefnd Lourdes en dóttur Madonnu heitir einmitt sama nafni.

Enski boltinn

Jóna með tólf mörk í sigri HK á Nesinu

Jóna Sigríður Halldórsdóttir var í miklu stuði í kvöld og skoraði tólf mörk fyrir HK í 33-26 sigri á Gróttu í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld. HK komst upp að hlið Vals á toppnum en Íslandsmeistarar Vals hafa leikið leik færra.

Handbolti

Rooney: Ég get spilað allstaðar á vellinum

Wayne Rooney spilaði á miðju Manchester United í 2-0 sigri á rúmenska liðinu Otelul Galati í Meistaradeildinni í kvöld en sigurinn kom United-liðinu á topp riðilsins. Rooney skoraði seinna markið þremur mínútum fyrir leikslok en fékk reyndar góða hjálp frá rúmenskum varnarmanni.

Fótbolti

Ekki sannfærandi hjá Manchester United - unnu Galati 2-0

Manchester United vann 2-0 sigur í röð á rúmenska smáliðinu Otelul Galati á Old Trafford í 4. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en þessi sigur skilaði United-liðinu á topp C-riðilsins þar sem að Benfica náði aðeins jafntefli á heimavelli á móti Basel.

Fótbolti

Sigurganga Manchester City hélt áfram - upp í annað sætið

Manchester City hélt sigurgöngu sinni áfram í kvöld þegar liðið vann öruggan 3-0 útisigur á spænska liðinu Villarreal í Meistaradeildinni. City-liðið hefur nú unnið sex leiki í röð í öllum keppnum þar af tvo síðustu leiki sína í Meistaradeildinni. Yaya Touré, sem hafði ekki skorað síðan í bikarúrslitaleiknum á móti í Stoke í vor, skoraði tvö mörk fyrir City-liðið í kvöld.

Fótbolti

Jonas var hársbreidd frá metinu - skoraði eftir 10,6 sek.

Brasilíumaðurinn Jonas skoraði eftir aðeins 10,6 sekúndur í gær fyrir spænska liðið Valencia í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Jonas var nálægt því að bæta metið sem er í eigu Hollendingsins Roy Makaay sem skoraði eftir 10,3 sekúndur fyrir þýska liðið Bayern München gegn Real Madrid frá Spáni árið 2007.

Fótbolti

Hjartaaðgerðin hans Redknapp gekk vel

Hjartaaðgerð Harry Redknapp, stjóra Tottenham, gekk vel í dag og er búist við því að Redknapp verði útskrifaður af sjúkrahúsinu eftir 48 tíma. Redknapp stýrir Tottenham-liðinu ekki á móti Rubin Kazan í Rússlandi á morgun og hann fær sinn tíma til að jafna sig.

Enski boltinn