Sport

Allir nema einn spá Grindavík sigri

Undanúrslit Lengjubikarsins fara fram í DHL-höllinni í kvöld og þar keppa fjögur lið um sæti í úrslitaleiknum á morgun. Fréttablaðið fékk þjálfara hinna liðanna í Iceland Express-deildinni til að spá um úrslit.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 25-31

Botnliðin tvö hafa farið með tóma vasa úr heimaleikjum sínum gegn HK í síðustu leikjum. Kópavogsliðið lagði Gróttu fyrir viku síðan og vann svo sex marka sigur gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. Lokatölur 25-31.

Handbolti

Þetta eru 55 bestu fótboltamenn í heimi

Alþjóðaknattspyrnsambandið, FIFA, hefur gefið það út hvaða 55 leikmenn koma til greina í heimslið sambandsins fyrir árið 2011. FIFA mun síðan tilkynna það 9. janúar næstkomandi hvaða ellefu leikmenn komast í úrvalslið ársins. FifPro, sem eru regnhlífarsamtök atvinnuknattspyrnumanna, stendur fyrir kjörinu í samstarfi við FIFA.

Fótbolti

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grótta 29-17

Haukar héldu toppsæti sínu í N1-deildinni með auðveldum tólf marka sigri á slöku liði Gróttu í kvöld. Leikurinn fór hægt af stað og var nokkuð jafnræði með liðunum á upphafsmínútunum. Yfirburðir Hauka komu þó fljótt í ljós og voru þeir með þægilega sjö marka forystu eftir fyrri hálfleikinn sem einkenndist af varnarleik. Síðari hálfleikurinn var eign Hauka og áttu Gróttumenn engin svör við leik þeirra, hvorki í vörn né sókn.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 26-26

FH-ingar voru öskureiðir út í dómaraparið Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson í kvöld. Þeir dæmdu þá umdeilt víti í lokin sem Valur skoraði úr og nældi sér í stig. Lokatölur 26-26 í Vodafonehöllinni.

Handbolti

FIA staðfesti 15 af 24 Formúlu 1 ökumönnum fyrir næsta tímabil

Sjö Formúlu 1 lið hafa tilkynnt hvaða ökumenn keppa með liðunum á næsta ári til FIA, alþjóðabílasambandsins. Eitt lið hefur tilkynnt annan ökumanninn, en fjögur lið hafa ekki tilkynnt hvaða ökumenn keyra með liðunum samkvæmt lista sem FIA sendi frá sér í gær. Samkvæmt listanum eru því 15 af 24 ökumönnum sem keppa á næsta ári staðfestir, enn sem komið er.

Formúla 1

Eigandi Manchester City ánægður með Mancini

Sheikh Mansour, milljarðamæringur og eigandi Manchester City, hefur aðeins einu sinni mætt á heimaleik hjá liðinu en fullvissar menn um að hann fylgist vel með öllum leikjum liðsins. Hann er ánægður með frammistöðu liðsins undir stjórn Roberto Mancini.

Enski boltinn