Flott að byrja árið með því að vinna bikar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2012 07:00 Helena Sverrisdóttir, hér í búningi Good Angels Kosice. Helena Sverrisdóttir varð slóvakískur bikarmeistari með Good Angels Kosice um helgina en þetta er fyrsti titillinn sem hún vinnur sem atvinnumaður. Good Angels Kosice vann öruggan 79-36 sigur á ZBK Whirlpool Poprad í úrslitaleiknum en bikarkeppnin var öll í einu lagi frá föstudegi fram á sunnudag. „Úrslitaleikurinn var nú svona skyldusigur eins og allir leikirnir hafa verið en það er alltaf gaman að fá bikar. Það er samt svolítið skrýtin tilfinning að vinna fyrsta leikinn með 90 stigum, undanúrslitaleikinn með 60 stigum og svo tökum við úrslitaleikinn með 40 stigum," sagði Helena sem var næststigahæst í sínu liði með 10 stig. Good Angels Kosice hefur nú unnið alla sextán leiki sína í deild og bikar. Það reynir meira á liðið í Meistaradeildinni þar sem liðið á góða möguleika á því að komast í 16 liða úrslitin. „Það er flott að byrja árið með því að vinna bikar. Það eru síðan fjórir mjög mikilvægir leikir fram undan á næstu fjórum vikum í Meistaradeildinni," segir Helena. Hún fékk lítið að spila í Meistaradeildinni í nóvember en vann sér inn mun fleiri spilamínútur í desember. „Þetta var orðið svolítið erfitt þegar maður fékk lítið að spila. Vonandi held ég bara áfram eins og ég endaði í desember. Ég vissi að ég yrði að standa mig vel á æfingum í slóvakísku deildinni og þá myndi ég fá fleiri tækifæri í Meistaradeildinni. Ég reyndi bara að halda áfram að vera jákvæð og gera þessa hluti rétt og hægt og rólega fékk ég að spila aðeins meira," segir Helena. „Það eru margir leikmenn að berjast um fimm stöður. Það er mikil samkeppni hjá okkur og hver og einn í liðinu vill sýna sig þegar hann kemur inn á völlinn," segir Helena. Körfubolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira
Helena Sverrisdóttir varð slóvakískur bikarmeistari með Good Angels Kosice um helgina en þetta er fyrsti titillinn sem hún vinnur sem atvinnumaður. Good Angels Kosice vann öruggan 79-36 sigur á ZBK Whirlpool Poprad í úrslitaleiknum en bikarkeppnin var öll í einu lagi frá föstudegi fram á sunnudag. „Úrslitaleikurinn var nú svona skyldusigur eins og allir leikirnir hafa verið en það er alltaf gaman að fá bikar. Það er samt svolítið skrýtin tilfinning að vinna fyrsta leikinn með 90 stigum, undanúrslitaleikinn með 60 stigum og svo tökum við úrslitaleikinn með 40 stigum," sagði Helena sem var næststigahæst í sínu liði með 10 stig. Good Angels Kosice hefur nú unnið alla sextán leiki sína í deild og bikar. Það reynir meira á liðið í Meistaradeildinni þar sem liðið á góða möguleika á því að komast í 16 liða úrslitin. „Það er flott að byrja árið með því að vinna bikar. Það eru síðan fjórir mjög mikilvægir leikir fram undan á næstu fjórum vikum í Meistaradeildinni," segir Helena. Hún fékk lítið að spila í Meistaradeildinni í nóvember en vann sér inn mun fleiri spilamínútur í desember. „Þetta var orðið svolítið erfitt þegar maður fékk lítið að spila. Vonandi held ég bara áfram eins og ég endaði í desember. Ég vissi að ég yrði að standa mig vel á æfingum í slóvakísku deildinni og þá myndi ég fá fleiri tækifæri í Meistaradeildinni. Ég reyndi bara að halda áfram að vera jákvæð og gera þessa hluti rétt og hægt og rólega fékk ég að spila aðeins meira," segir Helena. „Það eru margir leikmenn að berjast um fimm stöður. Það er mikil samkeppni hjá okkur og hver og einn í liðinu vill sýna sig þegar hann kemur inn á völlinn," segir Helena.
Körfubolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira