Sport

Alonso fagnar endurkomu Raikkönen

Fernando Alonso, ökumaður Ferrari fagnar því að Kimi Raikkönen er að fara keppa aftur í Formúlu 1 með liði sem kallast mun Lotus Renault á næsta ári. Raikkönen var áður hjá Ferrari, en Alonso tók sæti hans hjá liðinu, þó Raikkönen ætti enn ár eftir af samningi sínum við Ferrari liðið.

Formúla 1

Sjötta tölublað veiðislóðar komið út

Sjötta tölublað félagana af Veiðislóð er nú komið út og er sækjanlegt hér á www.votnogveidi.is og á eigin vef, www.veidislod.is Blaðið er með margbreytilegu efni sem viðkemur sportveiði á ýmsa vegu. Þeir loka árinu með þessu tölublaði og þakka fyrir viðtökurnar, sem hafa verið magnaðar.

Veiði

Eiður um Stoke: Ömurlegur tími og mjög erfiður

"Satt best að segja þá var ég aldrei í Stoke. Þannig lít ég á þetta þegar ég hugsa til baka," segir Eiður Smári um þá mánuði sem hann var á mála hjá Stoke City í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom til liðsins í lok félagaskiptagluggans í ágústlok í fyrra og samdi við liðið til eins árs.

Enski boltinn

Eiður sér ekki eftir að hafa valið AEK

Eitt af spútnikliðunum í ensku úrvalsdeildinni í ár er Swansea. Brendan Rodgers er stjóri liðsins og lýsti oft yfir áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen til liðs við félagið, nú síðast í sumar.

Enski boltinn

Guðmundur gerir ekki ráð fyrir því að Ólafur verði með

Ólafur Stefánsson hefur gefið það út að afar litlar líkur séu á því að hann spili með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu í janúar. Það yrði mikið áfall fyrir landsliðið. Það er þó ekki enn búið að útiloka þátttöku Ólafs á mótinu og Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari mun skoða málið betur í kringum áramótin.

Handbolti

Guðmundur: Óttast ekki að missa starfið

Guðmundur Guðmundsson segir að starf sitt hjá Rhein-Neckar Löwen sé ekki í neinni hættu þó svo að ekki hafi gengið sem skyldi í vetur að hanga í bestu liðum Þýskalands. Löwen hefur orðið fyrir miklum áföllum og Guðmundur segir að liðið sé ekki eins sterkt

Handbolti

AC Milan aftur á toppinn

AC Milan kom sér aftur á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar, um stundarsakir að minnsta kosti, með 2-0 sigri á Cagliari í kvöld.

Fótbolti

Góður útisigur hjá Degi og Alexander

Füchse Berlin hélt uppteknum hætti í þýsku úrvalsdeildinni með góðum útisigri á Lemgo í kvöld, 31-27. Alexander Petersson skoraði sjö mörk fyrir Füchse Berlin og var markahæstur.

Fótbolti

Drekarnir töpuðu í Svíþjóð

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons mátti sætta sig við tap fyrir LF Basket á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 99-88. Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings unnu hins vegar sinn leik.

Körfubolti

Suarez fékk átta leikja bann

Enska knattspyrnusambandið hefur dæmt Luis Suarez, leikmann Liverpool, í átta leikja bann fyrir að hafa verið með kynþáttaníð í garð Patrice Evra, leikmann Manchester United, í leik liðanna fyrr í vetur.

Enski boltinn

Forseti Barca: Guardiola ræður því hvort við þurfum Neymar eða ekki

Sandro Rosell, forseti Barcelona, segir að Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, ráði því algjörlega sjálfur hvort að félagið kaupi brasilíska landsliðsmanninn Neymar frá Santos. Neymar gat lítið sýnt í 0-4 tapi Santos á móti Barcelona í úrslitaleik Heimsmeistarakeppni félagsliða á dögunum en hann er talinn einn efnilegasti leikmaður heims.

Fótbolti

Villas-Boas spenntur fyrir Jack Rodwell hjá Everton

Jack Rodwell, miðjumaður Everton, er á innkaupalistanum hjá Chelsea samkvæmt frétt inn á Guardian. André Villas-Boas, stjóri Chelsea, er spenntur fyrir þessum tvítuga strák sem spilaði með enska 21 árs landsliðinu á Laugardalsvellinum í haust.

Enski boltinn