Sport Björgvin Páll: Skýli mér ekki á bak við einhver veikindi Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson lék með landsliðinu í kvöld þó svo hann hafi verið fárveikur í gær. Björgvin átti ágætan leik og varði 15 skot, þar af eitt víti. Handbolti 16.1.2012 22:31 Ingimundur: Þarf að koma mér betur í gírinn fyrir næstu leiki Varnartröllið Ingimundur Ingimundarson byrjaði á bekknum í kvöld en kom svo inn í slaginn. Hann hefur verið meiddur og af þeim sökum ekki tekið eins mikinn þátt í undirbúningnum og hann vildi. Handbolti 16.1.2012 22:21 Joe Hart: Þetta var ekki fallegt Joe Hart, markvörður Manchester City hélt hreinu á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og sá til þess að mark Edin Dzeko í fyrri hálfleik nægði City-liðinu til þess að vinna leikinn og ná þriggja stiga forskoti á Manchester United á toppnum. Enski boltinn 16.1.2012 22:18 Þórir: Áttum skilið að minnsta kosti stig "Þetta var nokkuð gott á köflum að mér fannst og það eru allir mjög svekktir að labba út af vellinum með ekki neitt í höndunum," sagði hornamaðurinn Þórir Ólafsson sem skoraði tvö mörk gegn Króatíu í kvöld. Handbolti 16.1.2012 22:14 Rússar næstum því búnir að stela sigrinum í lokin Rússar og Ungverjar gerðu 31-31 jafntefli í seinni leik dagsins í C-riðli en Gábor Császár tryggði Ungverjum jafntefli með lokamarki leiksins eftir að Rússar höfðu breytt stöðunni úr 30-27 fyrir Ungverja í 30-31 fyrir Rússa með því að skora fjögur mörk í röð á lokakaflanum. Handbolti 16.1.2012 22:09 Guðjón Valur: Mér fannst við spila vel "Þetta er grátlegt. Þar sem mér finnst við vera að spila mjög vel er þetta enn meira svekkjandi en ella. Við stóðum vel í vörn en þeir eru góðir og tekst oft að koma ótrúlegum skotum á markið. Þetta er samt súrt því mér fannst við spila góðan leik," sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem skilaði sínu eins og venjulega. Handbolti 16.1.2012 22:08 Arnór: Þetta er Króatía í hnotskurn Arnór Atlason átti frábæran leik fyrir Ísland í kvöld. Skoraði fimm góð mörk, lagði upp fleiri og var verulega klókur í sínum leik. Handbolti 16.1.2012 22:01 Nánast engin upphitun í kvöld | Vanvirðing við leikmennina Þjálfarar Íslands og Króatíu lýstu báðir yfir vanþóknun sinni á fyrirkomulagi mótsins hér í Serbíu en liðin fengu varla tíu mínútur til þess að hita upp fyrir leikinn. Handbolti 16.1.2012 21:52 Granero hjá Real Madrid: Vill helst komast til Liverpool José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur ekki mikla trú á spænska miðjumanninum Esteban Granero og umboðsmaður leikmannsins er byrjaður að blaðra um það í fjölmiðlum að leikmaðurinn vilji komast í burtu frá Santiago Bernabéu. Enski boltinn 16.1.2012 20:30 Henry lenti í rifildi við stuðningsmann Arsenal eftir Swansea-leikinn Hveitibrauðsdagarnir hjá Thierry Henry voru fljótir að líða ef marka má rifildið sem franski leikmaðurinn lenti í við stuðningsmann Swansea eftir tap Arsenal á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í gær. Enskir fjölmiðlar birtu nokkrir fréttir af uppákomu eftir leikinn. Enski boltinn 16.1.2012 20:00 Dzeko tryggði Manchester City þriggja stiga forystu Manchester City sýndi engan stórleik á móti botnliði Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Bosníumaðurinn Edin Dzeko sá til þess að City-liðið vann 1-0 sigur og er aftur komið með þriggja stiga forskot á Manchester United á toppi deildarinnar. Enski boltinn 16.1.2012 19:30 Spánverjar unnu Heims- og Evrópumeistara Frakka Spánverjar byrja Evrópumótið í Serbíu frábærlega en Spánn vann þriggja marka sigur á Heims- og Evrópumeisturum Frakka, 29-26, í fyrsta leik liðanna á EM. Liðin eru í C-riðli keppninnar en liðin sem komast upp úr þeim riðli verða í milliriðli með liðunum úr riðli Íslands. Handbolti 16.1.2012 18:51 Norðmenn mörðu sigur gegn Slóveníu Noregur vann nauman sigur, 28-27, á Slóvenum í opnunarleik D-riðils í Vrsac í kvöld. Leikurinn var afar kaflaskiptur en Norðmenn voru sterkari á lokamínútunum og tryggðu sér tvö dýrmæt stig. Handbolti 16.1.2012 18:38 Gary Cahill orðinn leikmaður Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur staðfest kaupin á enska varnarmanninum Gary Cahill frá Bolton Wanderers. Kaupverðið er talið vera um sjö milljónir punda eða sem nemur 1,3 milljörðum íslenskra króna. Enski boltinn 16.1.2012 17:30 Leik lokið: Króatía - Ísland 31-29 | Naumt og svekkjandi tap Ísland tapaði fyrsta leik sínum á EM í Serbíu í kvöld er það mætti sterku liði Króatíu og tapaði, 31-29, eftir æsispennandi lokamínútur. Handbolti 16.1.2012 16:49 Valur gæti fengið sæti í Evrópudeildinni Svo gæti farið að karlalið Vals í knattspyrnu fengi sæti í undankeppni Evrópudeildar 2012-2013. Þrjár efstu þjóðirnar á Háttvísislista UEFA fá í sinn hlut aukasæti í deildinni. Ísland er sem stendur í fjórða sæti listans en miðað verður við stöðuna á listanum 30. apríl næstkomandi. Íslenski boltinn 16.1.2012 16:45 Gríðarleg öryggisgæsla í Vrsac Það er farið að styttast í fyrsta leik D-riðils á EM. Mikil stemning er fyrir utan Millenium-höllina í Vrsac þar sem Slóvenar fara mikinn og syngja fyrir allan seðilinn. Handbolti 16.1.2012 16:24 Tvedten ætlar ekki að endurtaka undravítið á EM Myndband með vítakasti Norðmannsins Håvardt Tvedten í æfingaleik gegn Noregi á dögunum hefur slegið í gegn á Youtube. Handbolti 16.1.2012 16:00 Coleman líklegur arftaki Speed Allt útlit er fyrir að Chris Coleman verði næsti landsliðsþjálfari Wales í knattspyrnu. Walesverjar hafa verið án landsliðsþjálfara síðan Gary Speed tók eigið líf í lok nóvember. Coleman mun funda með forráðamönnum knattspyrnusambands Wales í vikunni en hann hefur áhuga á starfinu Enski boltinn 16.1.2012 15:30 Dean Windass reyndi að fyrirfara sér Dean Windass, fyrrum sóknarmaður Hull City, hefur viðurkennt að hafa reynt að taka eigið líf eftir baráttu við áfengi og þunglyndi sem hófst þegar knattspyrnuskórnir fóru á hilluna fyrir tveimur árum. Enski boltinn 16.1.2012 14:45 Anton og Hlynur dæma hörkuleik á EM á morgun Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson fá heldur betur alvöru verkefni á EM í handbolta á morgun þegar þeir munu dæma viðureign Makedóníu og Þýskalands í B-riðli. Handbolti 16.1.2012 14:06 Svipaður fjöldi umsókna og 2011 Alls bárust umsóknir frá 2.060 félagsmönnum um veiðileyfi fyrir komandi sumar. Þetta er lítilsháttar samdráttur milli ára, en engu að síður þriðji mesti umsóknarfjöldi í sögu félagsins. Veiði 16.1.2012 13:59 Laxveiðin hafinn í Skotlandi Laxveiðitímabilið í Skotlandi hófst þann 11. janúar síðastliðinn með opnun Helmsdale árinnar. Hátt í 90 stangir veiddu ána á opnunardaginn án þess að lax veiddist. Veiði 16.1.2012 13:57 Arnór: Ætlum okkur að ná árangri Arnór Atlason verður í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM og segist vera klár í bátana þó svo hann sé mjög slæmur í bakinu enda með brjósklos. Handbolti 16.1.2012 13:45 Steven Kean ráðinn án samráðs við stjórn Blackburn Í áður óbirtu bréfi frá þremur fyrrverandi stjórnarmeðlimum Blackburn Rovers lýsa þeir yfir áhyggjum sínum með nýja eigendur félagsins, Venkys. Meðal annars kemur fram að ekkert samráð hafi verið haft við stjórnina varðandi brottvikningu Sam Allardyce úr starfi frekar en við ráðninguna á Steve Kean sem eftirmann hans. Enski boltinn 16.1.2012 13:15 Viðtal við Aron truflað af sjúkrabíl Aron Pálmarsson var í miðju viðtali við Henry Birgi Gunnarsson, fréttamann Vísis í Serbíu, þegar þeir voru truflaðir af sírenuvæli í sjúkrabíl í grenndinni. Handbolti 16.1.2012 12:45 Stuðningsmenn og fjölmiðlafólk á ferð og flugi Mótshaldarar EM í Serbíu eru ekki að uppfylla allar kröfur sem EHF setur þeim. Til að mynda geta hvorki stuðningsmenn né fjölmiðlamenn gist í Vrsac þar sem riðill Íslands fer fram. Handbolti 16.1.2012 12:15 Ingimundur: Er bjartsýnn á mína þátttöku Ingimundur Ingimundarson segir að staðan á sér fyrir leikinn gegn Króötum í kvöld sé ágæt. Hann hefur hvílt undanfarna viku vegna meiðsla. Handbolti 16.1.2012 11:45 Balic með Króötum á EM Ivano Balic, einn besti handboltamaður heims, er orðinn betri af meiðslum sínum og verður í leikmannahópi Króatíu gegn Íslandi á EM í handbolta í kvöld. Handbolti 16.1.2012 10:53 Róbert: Það er undarlegt að vera án Snorra Línumaðurinn Róbert Gunnarsson mun ekki þrykkja á nein boli næstu daga enda á fullu með íslenska handboltalandsliðinu á EM. Róbert hefur verið að vekja athygli undanfarið fyrir bolahönnun sína. Handbolti 16.1.2012 10:45 « ‹ ›
Björgvin Páll: Skýli mér ekki á bak við einhver veikindi Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson lék með landsliðinu í kvöld þó svo hann hafi verið fárveikur í gær. Björgvin átti ágætan leik og varði 15 skot, þar af eitt víti. Handbolti 16.1.2012 22:31
Ingimundur: Þarf að koma mér betur í gírinn fyrir næstu leiki Varnartröllið Ingimundur Ingimundarson byrjaði á bekknum í kvöld en kom svo inn í slaginn. Hann hefur verið meiddur og af þeim sökum ekki tekið eins mikinn þátt í undirbúningnum og hann vildi. Handbolti 16.1.2012 22:21
Joe Hart: Þetta var ekki fallegt Joe Hart, markvörður Manchester City hélt hreinu á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og sá til þess að mark Edin Dzeko í fyrri hálfleik nægði City-liðinu til þess að vinna leikinn og ná þriggja stiga forskoti á Manchester United á toppnum. Enski boltinn 16.1.2012 22:18
Þórir: Áttum skilið að minnsta kosti stig "Þetta var nokkuð gott á köflum að mér fannst og það eru allir mjög svekktir að labba út af vellinum með ekki neitt í höndunum," sagði hornamaðurinn Þórir Ólafsson sem skoraði tvö mörk gegn Króatíu í kvöld. Handbolti 16.1.2012 22:14
Rússar næstum því búnir að stela sigrinum í lokin Rússar og Ungverjar gerðu 31-31 jafntefli í seinni leik dagsins í C-riðli en Gábor Császár tryggði Ungverjum jafntefli með lokamarki leiksins eftir að Rússar höfðu breytt stöðunni úr 30-27 fyrir Ungverja í 30-31 fyrir Rússa með því að skora fjögur mörk í röð á lokakaflanum. Handbolti 16.1.2012 22:09
Guðjón Valur: Mér fannst við spila vel "Þetta er grátlegt. Þar sem mér finnst við vera að spila mjög vel er þetta enn meira svekkjandi en ella. Við stóðum vel í vörn en þeir eru góðir og tekst oft að koma ótrúlegum skotum á markið. Þetta er samt súrt því mér fannst við spila góðan leik," sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem skilaði sínu eins og venjulega. Handbolti 16.1.2012 22:08
Arnór: Þetta er Króatía í hnotskurn Arnór Atlason átti frábæran leik fyrir Ísland í kvöld. Skoraði fimm góð mörk, lagði upp fleiri og var verulega klókur í sínum leik. Handbolti 16.1.2012 22:01
Nánast engin upphitun í kvöld | Vanvirðing við leikmennina Þjálfarar Íslands og Króatíu lýstu báðir yfir vanþóknun sinni á fyrirkomulagi mótsins hér í Serbíu en liðin fengu varla tíu mínútur til þess að hita upp fyrir leikinn. Handbolti 16.1.2012 21:52
Granero hjá Real Madrid: Vill helst komast til Liverpool José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur ekki mikla trú á spænska miðjumanninum Esteban Granero og umboðsmaður leikmannsins er byrjaður að blaðra um það í fjölmiðlum að leikmaðurinn vilji komast í burtu frá Santiago Bernabéu. Enski boltinn 16.1.2012 20:30
Henry lenti í rifildi við stuðningsmann Arsenal eftir Swansea-leikinn Hveitibrauðsdagarnir hjá Thierry Henry voru fljótir að líða ef marka má rifildið sem franski leikmaðurinn lenti í við stuðningsmann Swansea eftir tap Arsenal á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í gær. Enskir fjölmiðlar birtu nokkrir fréttir af uppákomu eftir leikinn. Enski boltinn 16.1.2012 20:00
Dzeko tryggði Manchester City þriggja stiga forystu Manchester City sýndi engan stórleik á móti botnliði Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Bosníumaðurinn Edin Dzeko sá til þess að City-liðið vann 1-0 sigur og er aftur komið með þriggja stiga forskot á Manchester United á toppi deildarinnar. Enski boltinn 16.1.2012 19:30
Spánverjar unnu Heims- og Evrópumeistara Frakka Spánverjar byrja Evrópumótið í Serbíu frábærlega en Spánn vann þriggja marka sigur á Heims- og Evrópumeisturum Frakka, 29-26, í fyrsta leik liðanna á EM. Liðin eru í C-riðli keppninnar en liðin sem komast upp úr þeim riðli verða í milliriðli með liðunum úr riðli Íslands. Handbolti 16.1.2012 18:51
Norðmenn mörðu sigur gegn Slóveníu Noregur vann nauman sigur, 28-27, á Slóvenum í opnunarleik D-riðils í Vrsac í kvöld. Leikurinn var afar kaflaskiptur en Norðmenn voru sterkari á lokamínútunum og tryggðu sér tvö dýrmæt stig. Handbolti 16.1.2012 18:38
Gary Cahill orðinn leikmaður Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur staðfest kaupin á enska varnarmanninum Gary Cahill frá Bolton Wanderers. Kaupverðið er talið vera um sjö milljónir punda eða sem nemur 1,3 milljörðum íslenskra króna. Enski boltinn 16.1.2012 17:30
Leik lokið: Króatía - Ísland 31-29 | Naumt og svekkjandi tap Ísland tapaði fyrsta leik sínum á EM í Serbíu í kvöld er það mætti sterku liði Króatíu og tapaði, 31-29, eftir æsispennandi lokamínútur. Handbolti 16.1.2012 16:49
Valur gæti fengið sæti í Evrópudeildinni Svo gæti farið að karlalið Vals í knattspyrnu fengi sæti í undankeppni Evrópudeildar 2012-2013. Þrjár efstu þjóðirnar á Háttvísislista UEFA fá í sinn hlut aukasæti í deildinni. Ísland er sem stendur í fjórða sæti listans en miðað verður við stöðuna á listanum 30. apríl næstkomandi. Íslenski boltinn 16.1.2012 16:45
Gríðarleg öryggisgæsla í Vrsac Það er farið að styttast í fyrsta leik D-riðils á EM. Mikil stemning er fyrir utan Millenium-höllina í Vrsac þar sem Slóvenar fara mikinn og syngja fyrir allan seðilinn. Handbolti 16.1.2012 16:24
Tvedten ætlar ekki að endurtaka undravítið á EM Myndband með vítakasti Norðmannsins Håvardt Tvedten í æfingaleik gegn Noregi á dögunum hefur slegið í gegn á Youtube. Handbolti 16.1.2012 16:00
Coleman líklegur arftaki Speed Allt útlit er fyrir að Chris Coleman verði næsti landsliðsþjálfari Wales í knattspyrnu. Walesverjar hafa verið án landsliðsþjálfara síðan Gary Speed tók eigið líf í lok nóvember. Coleman mun funda með forráðamönnum knattspyrnusambands Wales í vikunni en hann hefur áhuga á starfinu Enski boltinn 16.1.2012 15:30
Dean Windass reyndi að fyrirfara sér Dean Windass, fyrrum sóknarmaður Hull City, hefur viðurkennt að hafa reynt að taka eigið líf eftir baráttu við áfengi og þunglyndi sem hófst þegar knattspyrnuskórnir fóru á hilluna fyrir tveimur árum. Enski boltinn 16.1.2012 14:45
Anton og Hlynur dæma hörkuleik á EM á morgun Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson fá heldur betur alvöru verkefni á EM í handbolta á morgun þegar þeir munu dæma viðureign Makedóníu og Þýskalands í B-riðli. Handbolti 16.1.2012 14:06
Svipaður fjöldi umsókna og 2011 Alls bárust umsóknir frá 2.060 félagsmönnum um veiðileyfi fyrir komandi sumar. Þetta er lítilsháttar samdráttur milli ára, en engu að síður þriðji mesti umsóknarfjöldi í sögu félagsins. Veiði 16.1.2012 13:59
Laxveiðin hafinn í Skotlandi Laxveiðitímabilið í Skotlandi hófst þann 11. janúar síðastliðinn með opnun Helmsdale árinnar. Hátt í 90 stangir veiddu ána á opnunardaginn án þess að lax veiddist. Veiði 16.1.2012 13:57
Arnór: Ætlum okkur að ná árangri Arnór Atlason verður í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM og segist vera klár í bátana þó svo hann sé mjög slæmur í bakinu enda með brjósklos. Handbolti 16.1.2012 13:45
Steven Kean ráðinn án samráðs við stjórn Blackburn Í áður óbirtu bréfi frá þremur fyrrverandi stjórnarmeðlimum Blackburn Rovers lýsa þeir yfir áhyggjum sínum með nýja eigendur félagsins, Venkys. Meðal annars kemur fram að ekkert samráð hafi verið haft við stjórnina varðandi brottvikningu Sam Allardyce úr starfi frekar en við ráðninguna á Steve Kean sem eftirmann hans. Enski boltinn 16.1.2012 13:15
Viðtal við Aron truflað af sjúkrabíl Aron Pálmarsson var í miðju viðtali við Henry Birgi Gunnarsson, fréttamann Vísis í Serbíu, þegar þeir voru truflaðir af sírenuvæli í sjúkrabíl í grenndinni. Handbolti 16.1.2012 12:45
Stuðningsmenn og fjölmiðlafólk á ferð og flugi Mótshaldarar EM í Serbíu eru ekki að uppfylla allar kröfur sem EHF setur þeim. Til að mynda geta hvorki stuðningsmenn né fjölmiðlamenn gist í Vrsac þar sem riðill Íslands fer fram. Handbolti 16.1.2012 12:15
Ingimundur: Er bjartsýnn á mína þátttöku Ingimundur Ingimundarson segir að staðan á sér fyrir leikinn gegn Króötum í kvöld sé ágæt. Hann hefur hvílt undanfarna viku vegna meiðsla. Handbolti 16.1.2012 11:45
Balic með Króötum á EM Ivano Balic, einn besti handboltamaður heims, er orðinn betri af meiðslum sínum og verður í leikmannahópi Króatíu gegn Íslandi á EM í handbolta í kvöld. Handbolti 16.1.2012 10:53
Róbert: Það er undarlegt að vera án Snorra Línumaðurinn Róbert Gunnarsson mun ekki þrykkja á nein boli næstu daga enda á fullu með íslenska handboltalandsliðinu á EM. Róbert hefur verið að vekja athygli undanfarið fyrir bolahönnun sína. Handbolti 16.1.2012 10:45
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti