Sport

Joe Hart: Þetta var ekki fallegt

Joe Hart, markvörður Manchester City hélt hreinu á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og sá til þess að mark Edin Dzeko í fyrri hálfleik nægði City-liðinu til þess að vinna leikinn og ná þriggja stiga forskoti á Manchester United á toppnum.

Enski boltinn

Þórir: Áttum skilið að minnsta kosti stig

"Þetta var nokkuð gott á köflum að mér fannst og það eru allir mjög svekktir að labba út af vellinum með ekki neitt í höndunum," sagði hornamaðurinn Þórir Ólafsson sem skoraði tvö mörk gegn Króatíu í kvöld.

Handbolti

Rússar næstum því búnir að stela sigrinum í lokin

Rússar og Ungverjar gerðu 31-31 jafntefli í seinni leik dagsins í C-riðli en Gábor Császár tryggði Ungverjum jafntefli með lokamarki leiksins eftir að Rússar höfðu breytt stöðunni úr 30-27 fyrir Ungverja í 30-31 fyrir Rússa með því að skora fjögur mörk í röð á lokakaflanum.

Handbolti

Guðjón Valur: Mér fannst við spila vel

"Þetta er grátlegt. Þar sem mér finnst við vera að spila mjög vel er þetta enn meira svekkjandi en ella. Við stóðum vel í vörn en þeir eru góðir og tekst oft að koma ótrúlegum skotum á markið. Þetta er samt súrt því mér fannst við spila góðan leik," sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sem skilaði sínu eins og venjulega.

Handbolti

Dzeko tryggði Manchester City þriggja stiga forystu

Manchester City sýndi engan stórleik á móti botnliði Wigan í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Bosníumaðurinn Edin Dzeko sá til þess að City-liðið vann 1-0 sigur og er aftur komið með þriggja stiga forskot á Manchester United á toppi deildarinnar.

Enski boltinn

Spánverjar unnu Heims- og Evrópumeistara Frakka

Spánverjar byrja Evrópumótið í Serbíu frábærlega en Spánn vann þriggja marka sigur á Heims- og Evrópumeisturum Frakka, 29-26, í fyrsta leik liðanna á EM. Liðin eru í C-riðli keppninnar en liðin sem komast upp úr þeim riðli verða í milliriðli með liðunum úr riðli Íslands.

Handbolti

Norðmenn mörðu sigur gegn Slóveníu

Noregur vann nauman sigur, 28-27, á Slóvenum í opnunarleik D-riðils í Vrsac í kvöld. Leikurinn var afar kaflaskiptur en Norðmenn voru sterkari á lokamínútunum og tryggðu sér tvö dýrmæt stig.

Handbolti

Gary Cahill orðinn leikmaður Chelsea

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur staðfest kaupin á enska varnarmanninum Gary Cahill frá Bolton Wanderers. Kaupverðið er talið vera um sjö milljónir punda eða sem nemur 1,3 milljörðum íslenskra króna.

Enski boltinn

Valur gæti fengið sæti í Evrópudeildinni

Svo gæti farið að karlalið Vals í knattspyrnu fengi sæti í undankeppni Evrópudeildar 2012-2013. Þrjár efstu þjóðirnar á Háttvísislista UEFA fá í sinn hlut aukasæti í deildinni. Ísland er sem stendur í fjórða sæti listans en miðað verður við stöðuna á listanum 30. apríl næstkomandi.

Íslenski boltinn

Gríðarleg öryggisgæsla í Vrsac

Það er farið að styttast í fyrsta leik D-riðils á EM. Mikil stemning er fyrir utan Millenium-höllina í Vrsac þar sem Slóvenar fara mikinn og syngja fyrir allan seðilinn.

Handbolti

Coleman líklegur arftaki Speed

Allt útlit er fyrir að Chris Coleman verði næsti landsliðsþjálfari Wales í knattspyrnu. Walesverjar hafa verið án landsliðsþjálfara síðan Gary Speed tók eigið líf í lok nóvember. Coleman mun funda með forráðamönnum knattspyrnusambands Wales í vikunni en hann hefur áhuga á starfinu

Enski boltinn

Dean Windass reyndi að fyrirfara sér

Dean Windass, fyrrum sóknarmaður Hull City, hefur viðurkennt að hafa reynt að taka eigið líf eftir baráttu við áfengi og þunglyndi sem hófst þegar knattspyrnuskórnir fóru á hilluna fyrir tveimur árum.

Enski boltinn

Svipaður fjöldi umsókna og 2011

Alls bárust umsóknir frá 2.060 félagsmönnum um veiðileyfi fyrir komandi sumar. Þetta er lítilsháttar samdráttur milli ára, en engu að síður þriðji mesti umsóknarfjöldi í sögu félagsins.

Veiði

Laxveiðin hafinn í Skotlandi

Laxveiðitímabilið í Skotlandi hófst þann 11. janúar síðastliðinn með opnun Helmsdale árinnar. Hátt í 90 stangir veiddu ána á opnunardaginn án þess að lax veiddist.

Veiði

Steven Kean ráðinn án samráðs við stjórn Blackburn

Í áður óbirtu bréfi frá þremur fyrrverandi stjórnarmeðlimum Blackburn Rovers lýsa þeir yfir áhyggjum sínum með nýja eigendur félagsins, Venkys. Meðal annars kemur fram að ekkert samráð hafi verið haft við stjórnina varðandi brottvikningu Sam Allardyce úr starfi frekar en við ráðninguna á Steve Kean sem eftirmann hans.

Enski boltinn

Balic með Króötum á EM

Ivano Balic, einn besti handboltamaður heims, er orðinn betri af meiðslum sínum og verður í leikmannahópi Króatíu gegn Íslandi á EM í handbolta í kvöld.

Handbolti