Handbolti

Arnór: Þetta er Króatía í hnotskurn

Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar
Arnór skorar eitt fimm marka sinna í kvöld.
Arnór skorar eitt fimm marka sinna í kvöld. mynd/vilhelm
Arnór Atlason átti frábæran leik fyrir Ísland í kvöld. Skoraði fimm góð mörk, lagði upp fleiri og var verulega klókur í sínum leik.

"Þetta er alveg ömurlegt. Það er lítið annað hægt að segja um þennan leik. Við spiluðum alveg frábærlega lungann úr leiknum en töpum samt. Við sýndum samt að við getum spilað stórgóðan bolta á móti heimsklassaliði og það þurfum við að taka með okkur í næsta leik," sagði Arnór svekktur eftir leikinn.

"Þetta er bara Króatía í hnotskurn. Þú ert ekkert búinn að vinna þá fyrr en eftir 60 mínútur. Það er orðið ansi langt síðan við gerðum það. Þetta er óþolandi núna en það þýðir ekkert að leggjast og vola. Þetta er fyrsti leikur í mótinu og við verðum að vinna næstu leiki og það ætlum við okkur að gera.

"Við tökum það jákvæða úr leiknum og mætum tilbúnir í leikinn gegn Noregi á miðvikudag. Við ætlum áfram í milliriðil með tvö stig í farteskinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×