Handbolti

Rússar næstum því búnir að stela sigrinum í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Rússar og Ungverjar gerðu 31-31 jafntefli í seinni leik dagsins í C-riðli en Gábor Császár tryggði Ungverjum jafntefli með lokamarki leiksins eftir að Rússar höfðu breytt stöðunni úr 30-27 fyrir Ungverja í 30-31 fyrir Rússa með því að skora fjögur mörk í röð á lokakaflanum.

Gábor Császár skoraði átta mörk fyrir Ungverja og Gergo Iváncsik var með 6 mörk. Mikhail Chipurin skoraði mest 5 mörk fyrir Rússa.

Ungverjar komust í 30-27 þegar sjö og hálf mínúta var eftir af leiknum en skoruðu síðan ekki í sex og hálfa mínútu og á meðan virtust Rússar að vera stela sigrinum.

Ungverjar mættu mjög grimmir til leiks, komust í 5-1, 11-7 og 14-9 en Rússar náðu að jafna metin í 19-19 fyrir hálfleik með því að vinna síðustu ellefu mínútur hálfleiksins 10-5.

Rússar náðu þriggja marka forskoti í seinni hálfleik, 25-22, en þá svöruðu Ungverjar með frábærum kafla sem þeir unnu 9-2 og komust í framhaldinu þremur mörkum yfir.

Lokakafli leiksins var síðan æsispennandi og það munaði ekki miklu að Ungverjar fengju ekki neitt út úr þessum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×