Handbolti

Þórir: Áttum skilið að minnsta kosti stig

Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar
Þórir er hér í lúkunum á tröllinu Igor Vori.
Þórir er hér í lúkunum á tröllinu Igor Vori. mynd/vilhelm
"Þetta var nokkuð gott á köflum að mér fannst og það eru allir mjög svekktir að labba út af vellinum með ekki neitt í höndunum," sagði hornamaðurinn Þórir Ólafsson sem skoraði tvö mörk gegn Króatíu í kvöld.

"Mér fannst við eiga stig skilið að minnsta kosti. Jafnvel tvö. Gegn svona liði máttu samt ekki gera nein mistök og kannski gerðum við of mörg mistök í heildina. Það varð okkur að falli," sagði Selfyssingurinn.

"Við verðum að spila agað áfram. Við spiluðum lengi í sókninni núna og það gekk upp lengstum. Nú er bara að spýta í lófana. Það er nóg eftir og allt getur gerst. Við ætlum að taka þau stig sem eru eftir í riðlinum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×