Leik lokið: Króatía - Ísland 31-29 | Naumt og svekkjandi tap Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2012 16:49 Igor Vori skoraði þrjú mörk í dag. Nordic Photos / AFP Ísland tapaði fyrsta leik sínum á EM í Serbíu í kvöld er það mætti sterku liði Króatíu og tapaði, 31-29, eftir æsispennandi lokamínútur. Ísland var með forystu í hálfleik, 15-14, og skrefinu framar lengst af í leiknum. En Króatar náðu með öflugum varnarleik og frábærri markvörslu Mirko Alilovic að síga fram úr á lokamínútunum og tryggja sér sigur. Strákarnir spiluðu glimrandi vel fyrstu 50 mínútur leiksins og vory í forystu nánast allan fyrri hálfleikinn. Sóknarleikurinn var góður og eftir rólega byrjun náði Björgvin Páll að komast í takt við leikinn og verja nokkur góð skot. Varnarleikurinn var ágætur á köflum en hefur oft verið betri. Sverre Jakobsson fékk snemma tvær brottvísanir í leiknum sem setti strik í reikninginn en strákarnir náðu oftast að svara fyrir sig í sókninni og halda þannig undirtökunum í leiknum. Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og jafnt á flestum tölum. Ísland var þó alltaf fyrri til að skora en þetta snerist svo við á síðustu mínútunum. Denis Buntic kom Króötum yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir, 29-28, og strákarnir lentu á vegg þegar þeir reyndu að sækja gegn króatísku vörninni. Þeir voru þvingaðir í erfið skot sem Alilovic varði næsta auðveldlega. Ivano Balic gerði ekki mikið í leiknum en hann fiskaði þó dýrmætt víti þegar mínúta var eftir og Ivan Cupic tryggði Króötum sigurinn með því að skora úr því. Óvenjulegt var að sjá að línumönnunum Róberti Gunnarssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni tókst ekki að skora í dag þrátt fyrir nokkur dauðafæri. En fleiri mistök voru gerð á báðum endum vallarins sem reynast dýrkeypt í svona jöfnum leik. Miðað við spilamennskuna í dag er þó full ástæða til að vera bjartsýnn fyrir hina tvo leikina. Króatar eru með gríðarlega sterkt lið og ætla sér sjálfsagt að fara langt á þessu móti eins og á öllum öðrum. Næsti leikur Íslands er gegn Noregi á miðvikudag og nú dugar ekkert annað en sigur. Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrsta leik sínum á EM í Serbíu í kvöld er það mætti sterku liði Króatíu og tapaði, 31-29, eftir æsispennandi lokamínútur. Ísland var með forystu í hálfleik, 15-14, og skrefinu framar lengst af í leiknum. En Króatar náðu með öflugum varnarleik og frábærri markvörslu Mirko Alilovic að síga fram úr á lokamínútunum og tryggja sér sigur. Strákarnir spiluðu glimrandi vel fyrstu 50 mínútur leiksins og vory í forystu nánast allan fyrri hálfleikinn. Sóknarleikurinn var góður og eftir rólega byrjun náði Björgvin Páll að komast í takt við leikinn og verja nokkur góð skot. Varnarleikurinn var ágætur á köflum en hefur oft verið betri. Sverre Jakobsson fékk snemma tvær brottvísanir í leiknum sem setti strik í reikninginn en strákarnir náðu oftast að svara fyrir sig í sókninni og halda þannig undirtökunum í leiknum. Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og jafnt á flestum tölum. Ísland var þó alltaf fyrri til að skora en þetta snerist svo við á síðustu mínútunum. Denis Buntic kom Króötum yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir, 29-28, og strákarnir lentu á vegg þegar þeir reyndu að sækja gegn króatísku vörninni. Þeir voru þvingaðir í erfið skot sem Alilovic varði næsta auðveldlega. Ivano Balic gerði ekki mikið í leiknum en hann fiskaði þó dýrmætt víti þegar mínúta var eftir og Ivan Cupic tryggði Króötum sigurinn með því að skora úr því. Óvenjulegt var að sjá að línumönnunum Róberti Gunnarssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni tókst ekki að skora í dag þrátt fyrir nokkur dauðafæri. En fleiri mistök voru gerð á báðum endum vallarins sem reynast dýrkeypt í svona jöfnum leik. Miðað við spilamennskuna í dag er þó full ástæða til að vera bjartsýnn fyrir hina tvo leikina. Króatar eru með gríðarlega sterkt lið og ætla sér sjálfsagt að fara langt á þessu móti eins og á öllum öðrum. Næsti leikur Íslands er gegn Noregi á miðvikudag og nú dugar ekkert annað en sigur.
Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni