Sport

Balic sá um að koma Króatíu í milliriðil

Króatar eru ósigraðir á toppi D-riðils eftir sigur á Slóveníu, 31-29, í Vrsac i kvöld. Slóvenar stríddu Króötum hraustlega í þessum leik en rétt eins og í gær steig króatíska liðið upp þegar mest lá við. Ótrúlega öflugir á ögurstundu. Króatar eru komnir áfram í milliriðilinn með þessum sigri.

Handbolti

Butler-frænkurnar verða liðsfélagar í Keflavík

Kvennalið Keflavíkur í Iceland Express deildinni í körfuknattleik hefur bætt við sig erlendum leikmanni og mun Shanika Butler leika með liðinu út leiktíðina. Keflavík er í efsta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 16 leiki. Shanika er bandarísk líkt og Jaleesa Butler sem hefur leikið með Keflavík í vetur. Og það sem meira er að Shanika er bróðurdóttir Jaleesu.

Körfubolti

Norðmenn búnir að tilkynna sextánda manninn

Robert Hedin, þjálfari norska landsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að kalla sextánda leikmanninn í hóp liðsins fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld. Það er skyttan Kent Robin Tønnesen sem leikur með Haslum í heimalandinu.

Handbolti

Helgi Jónas og Govens valdir bestir

Darrin Govens, leikmaður úr Þór Þorlákshöfn og Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur voru valdir bestir í fyrri umferð Iceland Express deild karla í körfubolta en KKÍ verðlaunaði fyrir fyrstu ellefu umferðirnar í dag.

Körfubolti

Þórir Hergeirsson telur að Norðmenn vinni Ísland í kvöld

"Leikur Íslands og Króatíu var ekki eins góður og margir hafa sagt. Það er allt opið í viðureign Noregs og Íslands,“ segir Þórir Hergeirsson, þjálfari heimsmeistaraliðs Noregs í kvennahandboltanum. Flestir handboltasérfræðingar eru á þeirri skoðun að Íslendingar séu mun sigurstranglegri gegn Noregi þegar liðin mætast á EM í Serbíu í kvöld en Þórir er á annarri skoðun.

Handbolti

Ísland áfram í 104. sæti á FIFA-listanum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Liðið situr sem fastast í 104. sæti listans, sæti á eftir Makedóníu og sæti á undan Mósambík. Ísland er í 43. sæti af 53 Evrópuþjóðum.

Fótbolti

Hallbera Guðný í atvinnumennsku - samdi við Piteå

Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur gengið frá samningi við sænska knattspyrnuliðið Piteå. Á heimasíðu félagsins kemur fram að Hallbera sé nýjasta púslið í lið Piteå sem ætlar sér stóra hluti á næsta ári eftir að hafa hafnað í 10. sæti af 12 liðum á síðustu leiktíð.

Íslenski boltinn

Makedónar ósáttir - segja boltann hafa verið inni

Handknattleikssamband Makedóníu hefur lagt fram kæru vegna leiksins gegn Þýskalandi í gær. Þjóðverjar unnu leikinn 24-23 en Makedónar vilja meina að skot Kiril Lazarov nokkrum sekúndum fyrir leikslok hafi verið inni. Íslendingarnir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu leikinn.

Handbolti

Björgvin: Er miklu ferskari í stuttermatreyjunni

Athygli vekur að markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er farinn að spila í stuttermatreyju. Undir treyjunni er Björgvin síðan í þröngum galla sem er úr sama efni og Ingimundur Ingimundarson skartaði milli leikja á HM í fyrra og vakti mikla athygli. Var sá galli alltaf kallaður kafarabúningurinn.

Handbolti

Chelsea kaupir þrjá bræður frá Luton

Chelsea hefur gengið frá kaupum á tvíburabræðrunum tólf ára Rio og Cole auk þrettán ára bróður þeirra Jay DaSilva frá Luton Town. Fari svo að leikmennirnir spili fyrir Chelsea nær kaupverðið um milljón pundum eða sem nemur um 192 milljónum íslenskra króna.

Enski boltinn

Er að passa bandið fyrir Óla

Guðjón Valur Sigurðsson er aðalfyrirliði Íslands í fyrsta skipti á EM í Serbíu. Hann er þess utan orðinn vítaskytta liðsins og stóð sig vel í því hlutverki gegn Króatíu.

Handbolti

Stórsigur Miami | Chicago góðir án Derrick Rose

Alls fóru sjö leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöld og nótt. Miami vann stórsigur á heimavelli gegn San Antonio Spurs 120-98 á heimavelli. Miami lauk þar með þriggja leikja taphrinu, þrátt fyrir að vera ekki með Dwayne Wade í liðinu. Miami lenti 14 stigum undir í fyrri hálfleik en 17-0 rispa í þeim síðari lagði grunninn að sigrinum.

Körfubolti

Þetta verða mikil slagsmál

Arnór Atlason segir að íslenska liðið sé tilbúið í slagsmálaleik gegn Norðmönnum rétt eins og á HM í fyrra. Þá hafði íslenska liðið betur. Strákarnir hafa mokað vonbrigðunum frá Króatíuleiknum undir teppið og eru klárir í bátana.

Handbolti

Strákarnir fá að hita lengur upp í dag

Það var gríðarleg óánægja með þann litla tíma sem Ísland og Króatíu fengu til að hita upp fyrir sinn leik. Ísland stendur frammi fyrir sama vandamáli í kvöld þar sem leikurinn við Noreg er seinni leikur dagsins í Vrsac.

Handbolti

Michael Owen komið með sitt eigið App

Michael Owen er einn þekktasti knattspyrnumaður heims þó svo að hann hafi ekki mikið spilað með liði sínu, Manchester United, undanfarið vegna meiðsla. Hann hefur þó greinilega nýtt tímann vel því kappinn er kominn með glænýtt svokallað "App“ fyrir iPhone, iPod Touch og iPad.

Enski boltinn

Sjóðheitir Serbar lögðu Dani

Silfurlið Dana frá síðustu heimsmeistarakeppni varð að játa sig sigrað fyrir Serbíu, gestgjöfunum á HM í handbolta, þegar liðin mættust í A-riðli.

Handbolti

Helgi öflugur í sigurleik

Helgi Magnússon spilaði mjög vel þegar að lið hans, 08 Stockholm, vann góðan sigur á Borås Basket í sænsku úrvalsdeildinni í dag, 95-75.

Körfubolti

Ferguson segir Solskjær geta höndlað pressuna á Old Trafford

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir Ole Gunnar Solskjær, fyrrum framherja félagsins, kjörinn til þess að höndla þá pressu sem fylgi starfi knattspyrnustjóra Mancehster United. Solskjær leiddi Molde nýverið til sigurs í norsku deildinni á sínu fyrsta tímabili sem stjóri liðsins.

Enski boltinn