Þetta verða mikil slagsmál Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar 18. janúar 2012 08:00 Guðmundur Guðmundsson nýtir hverja stund til að undirbúa sína menn. Hér er hann með aðstoðarmanni sínum, Gunnari Magnússyni, og markverðinum Björgvini Páli Gústavssyni. Fréttablaðið/Vilhelm Skyttan og leikstjórnandinn Arnór Atlason þarf að axla meiri ábyrgð á EM í Serbíu en oft áður í fjarveru Ólafs Stefánssonar og Snorra Steins Guðjónssonar. Arnór sýndi í leiknum gegn Króatíu að það er ekki vandamál fyrir hann því hann lék á alls oddi í leiknum. „Það tók langan tíma að sofna eftir leikinn og það er enn meira svekkjandi að þurfa að horfa aftur á hann. Nú leggjum við samt þennan Króatíuleik til hliðar og nú er það Noregur. Það verður heldur betur hörkuleikur," sagði Arnór er Fréttablaðið settist með honum yfir einum kaffibolla á Hotel Sirbija í smábænum Vrsac þar sem íslenska liðið dvelur. Getum unnið Norðmenn„Við höfum haft betur gegn þeim upp á síðkastið en samt í ótrúlega jöfnum leikjum. Það vantar sterka menn í þeirra lið rétt eins og okkar. Má því segja að liðin standi jöfn hvað það varðar. Við gerðum fullt af frábærum hlutum gegn Króötum og ef við gerum það áfram gegn Noregi þá getum við lagt þá af velli." Landsliðið undirbýr sig alltaf geysilega vel fyrir alla leiki og fóru leikmenn á tvo myndbandsfundi í gær og eina æfingu. Þegar liðin mættust á HM fyrir ári síðan var gríðarlega fast tekist á og lá hreinlega við slagsmálum um tíma. „Við verðum að vera klárir í svakaleg slagsmál. Ég held að Norðmenn horfi á það þannig að þeir ætli að taka gríðarlega fast á okkur. Svipað er upp á teningnum hjá okkur enda hefur hluti af leiðinni að því að vinna Noreg er að taka fast á þeim. Við ætlum því ekki að gefa tommu eftir í þessum leik," sagði Arnór. Ágætt að vera laus við JensenNorðmenn verða án varnarmannsins sterka, Johnny Jensen, en hann nældi sér í rautt spjald gegn Slóvenum og komandi marblettum hjá íslenska liðinu fækkaði nokkuð við það. „Það er ágætt að vera laus við hann en ekkert sem við veltum okkur upp úr. Norðmenn eru með frábært varnarlið án hans og munu ekki gefa okkur nokkurn skapaðan hlut." Arnór segir að það gangi vel hjá liðinu að taka þá jákvæða úr leiknum gegn Króatíu en liðið sýndi í þeim leik að það er feykisterkt þó svo það vanti áðurgreinda leikmenn í íslenska liðið. „Það var gott að sjá að við getum staðið upp í einu af þremur bestu liðum heims. Það var fínt fyrir sjálfstraustið," sagði Arnór en hvað þarf að varast í kvöld? „Við þurfum að vinna bug á þeirra varnarleik og stöðva hraðaupphlaupin. Þetta eru þeirra sterkustu vopn. Þeir eru með ungar skyttur og við verðum að standa vaktina vel. Við megum ekki fara of langt fram á völlinn því þeir leita mikið af Bjarte Myrhol á línunni sem er frábær leikmaður og skorar alltaf sex til átta mörk. Þetta er úrslitaleikur fyrir okkur og ef við ætlum að berjast áfram á toppnum þarf að vinna þennan leik sem er prófsteinn á okkar lið." Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Skyttan og leikstjórnandinn Arnór Atlason þarf að axla meiri ábyrgð á EM í Serbíu en oft áður í fjarveru Ólafs Stefánssonar og Snorra Steins Guðjónssonar. Arnór sýndi í leiknum gegn Króatíu að það er ekki vandamál fyrir hann því hann lék á alls oddi í leiknum. „Það tók langan tíma að sofna eftir leikinn og það er enn meira svekkjandi að þurfa að horfa aftur á hann. Nú leggjum við samt þennan Króatíuleik til hliðar og nú er það Noregur. Það verður heldur betur hörkuleikur," sagði Arnór er Fréttablaðið settist með honum yfir einum kaffibolla á Hotel Sirbija í smábænum Vrsac þar sem íslenska liðið dvelur. Getum unnið Norðmenn„Við höfum haft betur gegn þeim upp á síðkastið en samt í ótrúlega jöfnum leikjum. Það vantar sterka menn í þeirra lið rétt eins og okkar. Má því segja að liðin standi jöfn hvað það varðar. Við gerðum fullt af frábærum hlutum gegn Króötum og ef við gerum það áfram gegn Noregi þá getum við lagt þá af velli." Landsliðið undirbýr sig alltaf geysilega vel fyrir alla leiki og fóru leikmenn á tvo myndbandsfundi í gær og eina æfingu. Þegar liðin mættust á HM fyrir ári síðan var gríðarlega fast tekist á og lá hreinlega við slagsmálum um tíma. „Við verðum að vera klárir í svakaleg slagsmál. Ég held að Norðmenn horfi á það þannig að þeir ætli að taka gríðarlega fast á okkur. Svipað er upp á teningnum hjá okkur enda hefur hluti af leiðinni að því að vinna Noreg er að taka fast á þeim. Við ætlum því ekki að gefa tommu eftir í þessum leik," sagði Arnór. Ágætt að vera laus við JensenNorðmenn verða án varnarmannsins sterka, Johnny Jensen, en hann nældi sér í rautt spjald gegn Slóvenum og komandi marblettum hjá íslenska liðinu fækkaði nokkuð við það. „Það er ágætt að vera laus við hann en ekkert sem við veltum okkur upp úr. Norðmenn eru með frábært varnarlið án hans og munu ekki gefa okkur nokkurn skapaðan hlut." Arnór segir að það gangi vel hjá liðinu að taka þá jákvæða úr leiknum gegn Króatíu en liðið sýndi í þeim leik að það er feykisterkt þó svo það vanti áðurgreinda leikmenn í íslenska liðið. „Það var gott að sjá að við getum staðið upp í einu af þremur bestu liðum heims. Það var fínt fyrir sjálfstraustið," sagði Arnór en hvað þarf að varast í kvöld? „Við þurfum að vinna bug á þeirra varnarleik og stöðva hraðaupphlaupin. Þetta eru þeirra sterkustu vopn. Þeir eru með ungar skyttur og við verðum að standa vaktina vel. Við megum ekki fara of langt fram á völlinn því þeir leita mikið af Bjarte Myrhol á línunni sem er frábær leikmaður og skorar alltaf sex til átta mörk. Þetta er úrslitaleikur fyrir okkur og ef við ætlum að berjast áfram á toppnum þarf að vinna þennan leik sem er prófsteinn á okkar lið."
Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira