Þetta verða mikil slagsmál Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar 18. janúar 2012 08:00 Guðmundur Guðmundsson nýtir hverja stund til að undirbúa sína menn. Hér er hann með aðstoðarmanni sínum, Gunnari Magnússyni, og markverðinum Björgvini Páli Gústavssyni. Fréttablaðið/Vilhelm Skyttan og leikstjórnandinn Arnór Atlason þarf að axla meiri ábyrgð á EM í Serbíu en oft áður í fjarveru Ólafs Stefánssonar og Snorra Steins Guðjónssonar. Arnór sýndi í leiknum gegn Króatíu að það er ekki vandamál fyrir hann því hann lék á alls oddi í leiknum. „Það tók langan tíma að sofna eftir leikinn og það er enn meira svekkjandi að þurfa að horfa aftur á hann. Nú leggjum við samt þennan Króatíuleik til hliðar og nú er það Noregur. Það verður heldur betur hörkuleikur," sagði Arnór er Fréttablaðið settist með honum yfir einum kaffibolla á Hotel Sirbija í smábænum Vrsac þar sem íslenska liðið dvelur. Getum unnið Norðmenn„Við höfum haft betur gegn þeim upp á síðkastið en samt í ótrúlega jöfnum leikjum. Það vantar sterka menn í þeirra lið rétt eins og okkar. Má því segja að liðin standi jöfn hvað það varðar. Við gerðum fullt af frábærum hlutum gegn Króötum og ef við gerum það áfram gegn Noregi þá getum við lagt þá af velli." Landsliðið undirbýr sig alltaf geysilega vel fyrir alla leiki og fóru leikmenn á tvo myndbandsfundi í gær og eina æfingu. Þegar liðin mættust á HM fyrir ári síðan var gríðarlega fast tekist á og lá hreinlega við slagsmálum um tíma. „Við verðum að vera klárir í svakaleg slagsmál. Ég held að Norðmenn horfi á það þannig að þeir ætli að taka gríðarlega fast á okkur. Svipað er upp á teningnum hjá okkur enda hefur hluti af leiðinni að því að vinna Noreg er að taka fast á þeim. Við ætlum því ekki að gefa tommu eftir í þessum leik," sagði Arnór. Ágætt að vera laus við JensenNorðmenn verða án varnarmannsins sterka, Johnny Jensen, en hann nældi sér í rautt spjald gegn Slóvenum og komandi marblettum hjá íslenska liðinu fækkaði nokkuð við það. „Það er ágætt að vera laus við hann en ekkert sem við veltum okkur upp úr. Norðmenn eru með frábært varnarlið án hans og munu ekki gefa okkur nokkurn skapaðan hlut." Arnór segir að það gangi vel hjá liðinu að taka þá jákvæða úr leiknum gegn Króatíu en liðið sýndi í þeim leik að það er feykisterkt þó svo það vanti áðurgreinda leikmenn í íslenska liðið. „Það var gott að sjá að við getum staðið upp í einu af þremur bestu liðum heims. Það var fínt fyrir sjálfstraustið," sagði Arnór en hvað þarf að varast í kvöld? „Við þurfum að vinna bug á þeirra varnarleik og stöðva hraðaupphlaupin. Þetta eru þeirra sterkustu vopn. Þeir eru með ungar skyttur og við verðum að standa vaktina vel. Við megum ekki fara of langt fram á völlinn því þeir leita mikið af Bjarte Myrhol á línunni sem er frábær leikmaður og skorar alltaf sex til átta mörk. Þetta er úrslitaleikur fyrir okkur og ef við ætlum að berjast áfram á toppnum þarf að vinna þennan leik sem er prófsteinn á okkar lið." Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Skyttan og leikstjórnandinn Arnór Atlason þarf að axla meiri ábyrgð á EM í Serbíu en oft áður í fjarveru Ólafs Stefánssonar og Snorra Steins Guðjónssonar. Arnór sýndi í leiknum gegn Króatíu að það er ekki vandamál fyrir hann því hann lék á alls oddi í leiknum. „Það tók langan tíma að sofna eftir leikinn og það er enn meira svekkjandi að þurfa að horfa aftur á hann. Nú leggjum við samt þennan Króatíuleik til hliðar og nú er það Noregur. Það verður heldur betur hörkuleikur," sagði Arnór er Fréttablaðið settist með honum yfir einum kaffibolla á Hotel Sirbija í smábænum Vrsac þar sem íslenska liðið dvelur. Getum unnið Norðmenn„Við höfum haft betur gegn þeim upp á síðkastið en samt í ótrúlega jöfnum leikjum. Það vantar sterka menn í þeirra lið rétt eins og okkar. Má því segja að liðin standi jöfn hvað það varðar. Við gerðum fullt af frábærum hlutum gegn Króötum og ef við gerum það áfram gegn Noregi þá getum við lagt þá af velli." Landsliðið undirbýr sig alltaf geysilega vel fyrir alla leiki og fóru leikmenn á tvo myndbandsfundi í gær og eina æfingu. Þegar liðin mættust á HM fyrir ári síðan var gríðarlega fast tekist á og lá hreinlega við slagsmálum um tíma. „Við verðum að vera klárir í svakaleg slagsmál. Ég held að Norðmenn horfi á það þannig að þeir ætli að taka gríðarlega fast á okkur. Svipað er upp á teningnum hjá okkur enda hefur hluti af leiðinni að því að vinna Noreg er að taka fast á þeim. Við ætlum því ekki að gefa tommu eftir í þessum leik," sagði Arnór. Ágætt að vera laus við JensenNorðmenn verða án varnarmannsins sterka, Johnny Jensen, en hann nældi sér í rautt spjald gegn Slóvenum og komandi marblettum hjá íslenska liðinu fækkaði nokkuð við það. „Það er ágætt að vera laus við hann en ekkert sem við veltum okkur upp úr. Norðmenn eru með frábært varnarlið án hans og munu ekki gefa okkur nokkurn skapaðan hlut." Arnór segir að það gangi vel hjá liðinu að taka þá jákvæða úr leiknum gegn Króatíu en liðið sýndi í þeim leik að það er feykisterkt þó svo það vanti áðurgreinda leikmenn í íslenska liðið. „Það var gott að sjá að við getum staðið upp í einu af þremur bestu liðum heims. Það var fínt fyrir sjálfstraustið," sagði Arnór en hvað þarf að varast í kvöld? „Við þurfum að vinna bug á þeirra varnarleik og stöðva hraðaupphlaupin. Þetta eru þeirra sterkustu vopn. Þeir eru með ungar skyttur og við verðum að standa vaktina vel. Við megum ekki fara of langt fram á völlinn því þeir leita mikið af Bjarte Myrhol á línunni sem er frábær leikmaður og skorar alltaf sex til átta mörk. Þetta er úrslitaleikur fyrir okkur og ef við ætlum að berjast áfram á toppnum þarf að vinna þennan leik sem er prófsteinn á okkar lið."
Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni