Handbolti

Sjóðheitir Serbar lögðu Dani

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dönsku sóknarmennirnir voru teknir föstum tökum í dag.
Dönsku sóknarmennirnir voru teknir föstum tökum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Silfurlið Dana frá síðustu heimsmeistarakeppni varð að játa sig sigrað fyrir Serbíu, gestgjöfunum á HM í handbolta, þegar liðin mættust í A-riðli.

Serbar unnu að lokum tveggja marka sigur, 24-22, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 12-10.

En þeir náðu fljótt undirtökunum í seinni hálfleik en þó var mikil spenna á lokamínútunum og jafnt, 22-22, þegar um sex mínútur voru til leiksloka.

Þá setti Darko Stanic, markvörður Serba, í lás og fékk hann ekki á sig mark síðustu mínútur leiksins. Heimamenn gengu á lagið og tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu tvö mörkin.

Momir Ilic fór mikinn í leiknum og skoraði átta mörk. Marko Vujin kom næstur með fimm. Hjá Dönum voru þeir Lars Christiansen og Mikkel Hansen atkvæðamestir með fjögur mörk hvor.

Stanic átti gríðarlega mjög góðan leik og varði alls sautján skot. Niklas Landin, markvörður Dana, varði ellefu skot.

Serbar eru nú með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina en Danir og Pólverjar eru með tvö stig hvort. Slóvakar eru enn án stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×