Handbolti

Svíar lögðu Tékka og tóku toppsætið í B-riðli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svíar fagna sigrinum í Serbíu í kvöld.
Svíar fagna sigrinum í Serbíu í kvöld. nordic photos / getty images
Svíar unnu þriggja marka sigur á Tékkum í viðureign liðanna á EM í Króatíu í kvöld. Lokatölurnar urðu 32-29 Svíum í hag í leik þar sem hinir gulklæddu höfðu frumkvæðið lengst af.

Eftir jafnar upphafsmínútur sigldu Svíar fram úr. Þeir höfðu tveggja marka forskot í leikhléi 19-17 og héldu forystunni út leikinn. Tékkum tókst að minnka muninn í eitt mark í upphafi síðari hálfleiks en komust aldrei nær Svíunum.

Hornamaðurinn Niclas Ekberg var markahæstur Svíanna með tíu mörk og vinstri skyttan Henrik Lundström skoraði sex. Hjá Tékkum var stórskyttan Filip Jicha markahæst með sjö mörk en notaði til þess heil nítján skot.

Svíar eru efstir í B-riðli eftir sigurinn með 3 stig. Tékkar og Þjóðverjar eru með 2 stig en Makedónar reka lestina með 1 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×