Sport

Umfjöllun og viðtöl : Fram - Grótta 23-21

Framarar náðu rétt svo að innbyrða sigur, 23-21, gegn botnliði Gróttu í Safamýrinni í kvöld en leikurinn var slakur og liðin greinilega mjög ryðguð. Framar nýttu reynslu sína undir lokin og náðu að leggja Gróttu af velli.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 25-18

Valsmenn nýttu greinilega EM-fríið nokkuð vel þó svo þjálfarinn, Óskar Bjarni Óskarsson, væri fjarverandi með landsliðinu í Serbíu. Þeir þurftu að rífa sig upp gegn Haukum til þess að komast aftur í baráttuna í efri hlutanum í N1-deild karla og það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Unnu sannfærandi sigur gegn andlausu Haukaliði.

Handbolti

Özil vill klára ferillinn hjá Real Madrid

Mesut Özil, leikmaður Real Madrid og þýska landsliðsins, er aðeins 23 ára gamall en hefur samt þegar sett stefnuna á það að klára ferilinn hjá spænska liðinu. Hann lét hafa það eftir sér í viðtali við þýska blaðið Kicker.

Fótbolti

Irving og Rubio bestu nýliðarnir í NBA í janúarmánuði

Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers og Ricky Rubio hjá Minnesota Timberwolves voru valdir bestu nýliðarnir í janúarmánuði í NBA-deildinni í körfubolta. Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls og Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder voru valdir bestu þjálfararnir. Hér er verið að tala um fyrsta rúma mánuðinn á tímabilinu því leikirnir í lok desember teljast einnig með.

Körfubolti

Wenger: Allir leikir okkar hér eftir eins og bikarúrslitaleikir

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er aftur undir mikilli pressu eftir skelfilegt gengi liðsins að undanförnu. Eftir markalaust jafntefli á móti Bolton í gær hefur liðið aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Arsenal er núna komið niður í söunda sæti en liðið hefur aldrei endaði neðar en í fjórða sæti í tíð Wenger.

Enski boltinn

Ásgeir Gunnar hættur hjá FH

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir FH en þetta kemur fram á Stuðningsmannasíðu félagsins. Ásgeir Gunnar sem verður 32 ára gamall í sumar hefur leikið með FH í áratug og spilað í ýmsum stöðum.

Íslenski boltinn

Terry mun ekki segja af sér sem fyrirliði enska landsliðsins

John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, er staðráðinn í að standa af sér erfiða tíma vegna ásakanna á hendur honum um kynþáttaníð. Hann mun því halda áfram ótrauður sem fyrirliði enska landsliðsins. Þetta hefur BBC eftir heimildarmanni sem þekkir vel til leikmannsins.

Enski boltinn

NBA: 40 stig frá LeBron ekki nóg fyrir Miami | Thunder vann Dallas

Tvö efstu lið Austurdeildarinnar töpuðu bæði sínum leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt því Milwaukee Bucks vann Miami Heat í annað skiptið í vetur og Chicago Bulls steinlá á móti Philadelphia 76 ers. Orlando Magic vann loksins sigur og Oklahoma City Thunder vann meistarana í Dallas

Körfubolti

45 daga bið endar í kvöld

N1 deild karla í handbolta fer aftur af stað í kvöld eftir 45 daga hlé vegna jólafrís og Evrópumótsins í Serbíu. Öll átta liðin verða í eldlínunni og allir fjórir leikirnir verða í beinni á boltavakt Vísis.

Handbolti

Arsenal aldrei tapað fjórum í röð undir stjórn Wenger

Þó svo að leikmenn og stuðningsmenn Arsenal hafi fundist það ansi súrt í broti að þurfa að sætta sig við markalaust jafntefli við Bolton var stigið þó kærkomið fyrir stjórann Arsene Wenger. Liðið hefur aldrei tapað fjórum deildarleikjum í röð undir hans stjórn.

Enski boltinn